Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar 14. nóvember 2024 11:16 Margir halda að þeir sem ekki hafa lokið grunn- eða framhaldsskóla eigi engan séns á að mennta sig í framtíðinni. Það er mikill misskilningur. Það eiga allir möguleika og það eru til margar leiðir. Ein leiðin er í gegnum símenntunarmiðstöðvar. Í árslok 2002 var Fræðslumiðstöð atvinnulífsins stofnuð og hefur tilvera hennar skotið föstum rótum undir starf símenntunarmiðstöðva, með því m.a. að semja og fjármagna námsskrár sem eru formlega vottaðar og veita fólki námseiningar og einnig starfsréttindi á nokkrum sviðum. Fræðslunetið símenntun á Suðurlandi var stofnað árið 1999. Það hefur undanfarin 25 ár gefið fjölmörgum Sunnlendingum séns á að láta drauma sína rætast. Hvernig má það vera? Jú, með margvíslegu námsframboði, raunfærnimati og ráðgjöf. Margir hafa komið hikandi í viðtal við náms- og starfsráðgjafa og dregið eigin getu í efa, m.a. vegna slæmra minninga um skólagöngu sína. Eftir faglega ráðgjöf og hvatningu hefur viðkomandi skráð sig í nám og komið sjálfum sér á óvart. Um leið og fólk hefur sett sér markmið í námi er oftast hægt að finna leiðir til að ná þeim. Sumir fara í nám hjá Fræðslunetinu og halda síðan áfram í námi annarsstaðar. Aðrir ljúka sínu námi hjá Fræðslunetinu, fá sín starfsréttindi og öðlast í kjölfarið meiri starfsánægju og hærri laun. Fræðslunetið býður ekki aðeins uppá formlegt nám. Það sér um nám fyrir fullorðið fatlað fólk, annast námskeið fyrir fólk í endurhæfingu og sér um íslenskukennslu fyrir útlendinga. Einnig þjónustar Fræðslunetið fyrirtæki á Suðurlandi með ráðgjöf og námskeiðshaldi. Á hverju ári koma um 1.500 manns í nám af einhverju tagi hjá Fræðslunetinu og eru íbúar af erlendum uppruna stór hluti þessa hóps. Kennarar og leiðbeinendur sem koma nú að kennslunni á afmælisárinu eru yfir 60 en hafa verið allt að 100 á ári. Fræðslunetið fagnaði tímamótunum með því að bjóða upp á ókeypis fræðsluerindi með Ásdísi Hjálmsdóttur, þreföldum Ólympíufara og leiðbeinanda í hugrænni frammistöðu. Hún fjallaði um ferilinn sinn, hvernig við getum sett okkur markmið og hvernig er best að ná þeim. Erindið náði svo sannarlega til alls þess breiða hóps sem kom og heiðraði Fræðslunetið með nærveru sinni og höfðaði skemmtilega til starfs Fræðslunetsins í gegnum tíðina sem er einmitt að hjálpa fólki til að ná markmiðum sínum. Að erindi loknu var boðið uppá afmæliskaffi og nutu gamlir félagar og námsmenn þess að hittast og spjalla saman. Fræðslunetinu voru einnig færðir fallegir blómvendir í tilefni tímamótanna. Sunnlendingar geta verið stoltir af framlagi Fræðslunetsins til mannauðsmála og menntunar í 25 ár. Höfundur er verkefnastjóri hjá Fræðslunetinu, símenntunar á Suðurlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Margir halda að þeir sem ekki hafa lokið grunn- eða framhaldsskóla eigi engan séns á að mennta sig í framtíðinni. Það er mikill misskilningur. Það eiga allir möguleika og það eru til margar leiðir. Ein leiðin er í gegnum símenntunarmiðstöðvar. Í árslok 2002 var Fræðslumiðstöð atvinnulífsins stofnuð og hefur tilvera hennar skotið föstum rótum undir starf símenntunarmiðstöðva, með því m.a. að semja og fjármagna námsskrár sem eru formlega vottaðar og veita fólki námseiningar og einnig starfsréttindi á nokkrum sviðum. Fræðslunetið símenntun á Suðurlandi var stofnað árið 1999. Það hefur undanfarin 25 ár gefið fjölmörgum Sunnlendingum séns á að láta drauma sína rætast. Hvernig má það vera? Jú, með margvíslegu námsframboði, raunfærnimati og ráðgjöf. Margir hafa komið hikandi í viðtal við náms- og starfsráðgjafa og dregið eigin getu í efa, m.a. vegna slæmra minninga um skólagöngu sína. Eftir faglega ráðgjöf og hvatningu hefur viðkomandi skráð sig í nám og komið sjálfum sér á óvart. Um leið og fólk hefur sett sér markmið í námi er oftast hægt að finna leiðir til að ná þeim. Sumir fara í nám hjá Fræðslunetinu og halda síðan áfram í námi annarsstaðar. Aðrir ljúka sínu námi hjá Fræðslunetinu, fá sín starfsréttindi og öðlast í kjölfarið meiri starfsánægju og hærri laun. Fræðslunetið býður ekki aðeins uppá formlegt nám. Það sér um nám fyrir fullorðið fatlað fólk, annast námskeið fyrir fólk í endurhæfingu og sér um íslenskukennslu fyrir útlendinga. Einnig þjónustar Fræðslunetið fyrirtæki á Suðurlandi með ráðgjöf og námskeiðshaldi. Á hverju ári koma um 1.500 manns í nám af einhverju tagi hjá Fræðslunetinu og eru íbúar af erlendum uppruna stór hluti þessa hóps. Kennarar og leiðbeinendur sem koma nú að kennslunni á afmælisárinu eru yfir 60 en hafa verið allt að 100 á ári. Fræðslunetið fagnaði tímamótunum með því að bjóða upp á ókeypis fræðsluerindi með Ásdísi Hjálmsdóttur, þreföldum Ólympíufara og leiðbeinanda í hugrænni frammistöðu. Hún fjallaði um ferilinn sinn, hvernig við getum sett okkur markmið og hvernig er best að ná þeim. Erindið náði svo sannarlega til alls þess breiða hóps sem kom og heiðraði Fræðslunetið með nærveru sinni og höfðaði skemmtilega til starfs Fræðslunetsins í gegnum tíðina sem er einmitt að hjálpa fólki til að ná markmiðum sínum. Að erindi loknu var boðið uppá afmæliskaffi og nutu gamlir félagar og námsmenn þess að hittast og spjalla saman. Fræðslunetinu voru einnig færðir fallegir blómvendir í tilefni tímamótanna. Sunnlendingar geta verið stoltir af framlagi Fræðslunetsins til mannauðsmála og menntunar í 25 ár. Höfundur er verkefnastjóri hjá Fræðslunetinu, símenntunar á Suðurlandi.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar