„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir, Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir og Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifa 14. nóvember 2024 12:15 Slæm samskipti barna og ungmenna á samfélagsmiðlum Þrátt fyrir marga augljósa kosti internetsins þá fylgja því því miður margar hættur. Með komu samfélagsmiðla hafa samskipti barna og ungmenna versnað og undanfarin ár hefur umræða á milli þeirra orðið fremur andstyggileg og neteinelti aukist. Það hefur haft í för með sér langvarandi áhrif á líðan og sjálfsmynd barna. Þó svo að mörg samfélagsmiðlaforrit hafa aldurstakmörk er mjög auðvelt að komast hjá þeim. Sömuleiðis er mjög auðvelt fyrir börn og ungmenna að búa til falskan aðgang og fram kemur í rannsókn sem Fjölmiðlanefnd gerði árið 2022 að 24% barna í 6-10 bekk og 45% unglinga í framhaldsskóla eru með eða hafa búið til falskan eða nafnlausan aðgang á samfélagsmiðlum. Nafnleynd getur gert það að verkum að börn og unglingar þora að segja það sem þau myndu aldrei segja við einstaklinga nema með því að fela sig bak við skjá. Mikið af því sem börn og unglingar segja undir nafnleynd er niðrandi, þau baktala aðra og leggja í einelti. Ekki þarf að leita lengi á samfélagsmiðlum til þess að finna skaðlega og niðrandi orðræðu sem börn og ungmenni skrifa og sjá. Inn á samfélagsmiðlinum TikTok, sem er nú einn vinsælasti miðillinn í dag, má sjá í ummælum undir myndböndum gríðarlegt hatur og ljót orð. „Öllum er fkn drull haltu kjafti“ er aðeins eitt dæmi af mörgum sem finna má á samfélagsmiðlum. Samfélagsmiðlar tilvalinn vettvangur fyrir einelti Slæm samskipti barna og ungmenna á samfélagsmiðlum eru alvarleg og geta haft langvarandi áhrif á andlega heilsu og félagslega líðan. Neteinelti og slæm orðræða hefur aukist með árunum og er mikilvægt að brýna á hversu alvarlegt það getur orðið og hvaða langvarandi áhrif þau geta haft. Samfélagsmiðlar er tilvalinn vettvangur fyrir einelti þar sem auðvelt er að dreifa ljótum skilaboðum og hræðsluáróðri og bjóða þeir upp á auðveldan aðgang að fólki. Ungmenni geta verið gerendur eða þolendur þegar þeir trúa eða deila þessum upplýsingum, sem getur haft áhrif á viðhorf þeirra til annarra, sjálfsmynd eða almenna félagslega líðan. Börn og ungmenni gleypa mjög auðveldlega upplýsingar sem þau sjá á netinu og það er auðvelt að hafa áhrif og/eða breyta skoðun þeirra. Samkvæmt rannsókn Fjölmiðlanefndar (2022) eiga næstum öll börn í grunnskólum landsins síma og öll börn í framhaldsskólum landsins eiga síma. Þau hafa sinn eigin aðgang að miðlum og flest öll með greiðan aðgang. Meirihluti foreldra fylgjast ekki með hvað börnin þeirra eru að gera á netinu og leyfa aðgang að forritum þó svo að börn þeirra hafi ekki náð aldri né þroska til þess að vera á þessum forritum. Hópþrýstingur til þess að tilheyra Börn og ungmenni vilja vera hluti af hópnum. Það þýðir að ef hópurinn er að leggja í einelti, útiloka eða baktala aðra þá fylgja þau hópnum því þá verða þau síður útilokuð. Svona eru börn og ungmenni að beygja mörkin sín til þess að þóknast hópnum og passa að hópnum sé ekki misboðið. Að auki reyna börn og ungmenni að beygja mörk jafningja sinna og reyna að fá þá til að segja eða gera eitthvað sem þeir vilja ekki. Mörg börn og ungmenni fylgja ofbeldissíðum þá aðallega á Instagram þar sem er sýnt er ofbeldishegðun og þá halda þau að það sé eina rétta leiðin til þess að leysa ágreining. Hvað getum við gert? Foreldrar þurfa fyrst og fremst fræðslu um samfélagsmiðla barna og gera sér grein fyrir alvarleikanum sem getur átt sér stað. Allskyns úrræði og leiðbeiningar eru til fyrir foreldra í neyð. Mikilvægt er fyrir börn og ungmenni að þora leitað til foreldra sinna eða einhvern sem þau treysta þegar upp koma vandamál á netinu. Við fullorðna fólkið verðum að geta veitt börnunum aðstoð og fræðslu þegar kemur að því að fóta sig á netinu í stað skammar. SAFT er vakningarátak um örugga og jákvæða tölvu- og nýmiðlanotkun barna og ungmenna á Íslandi. Inn á heimasíðu SAFT má finna allskonar fróðleik fyrir foreldra til að aðstoða börn sín. Góð samskipti eru jafn mikilvæg á netinu og annars staðar. Höfundar eru nemendur á öðru ári í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Sjá meira
Slæm samskipti barna og ungmenna á samfélagsmiðlum Þrátt fyrir marga augljósa kosti internetsins þá fylgja því því miður margar hættur. Með komu samfélagsmiðla hafa samskipti barna og ungmenna versnað og undanfarin ár hefur umræða á milli þeirra orðið fremur andstyggileg og neteinelti aukist. Það hefur haft í för með sér langvarandi áhrif á líðan og sjálfsmynd barna. Þó svo að mörg samfélagsmiðlaforrit hafa aldurstakmörk er mjög auðvelt að komast hjá þeim. Sömuleiðis er mjög auðvelt fyrir börn og ungmenna að búa til falskan aðgang og fram kemur í rannsókn sem Fjölmiðlanefnd gerði árið 2022 að 24% barna í 6-10 bekk og 45% unglinga í framhaldsskóla eru með eða hafa búið til falskan eða nafnlausan aðgang á samfélagsmiðlum. Nafnleynd getur gert það að verkum að börn og unglingar þora að segja það sem þau myndu aldrei segja við einstaklinga nema með því að fela sig bak við skjá. Mikið af því sem börn og unglingar segja undir nafnleynd er niðrandi, þau baktala aðra og leggja í einelti. Ekki þarf að leita lengi á samfélagsmiðlum til þess að finna skaðlega og niðrandi orðræðu sem börn og ungmenni skrifa og sjá. Inn á samfélagsmiðlinum TikTok, sem er nú einn vinsælasti miðillinn í dag, má sjá í ummælum undir myndböndum gríðarlegt hatur og ljót orð. „Öllum er fkn drull haltu kjafti“ er aðeins eitt dæmi af mörgum sem finna má á samfélagsmiðlum. Samfélagsmiðlar tilvalinn vettvangur fyrir einelti Slæm samskipti barna og ungmenna á samfélagsmiðlum eru alvarleg og geta haft langvarandi áhrif á andlega heilsu og félagslega líðan. Neteinelti og slæm orðræða hefur aukist með árunum og er mikilvægt að brýna á hversu alvarlegt það getur orðið og hvaða langvarandi áhrif þau geta haft. Samfélagsmiðlar er tilvalinn vettvangur fyrir einelti þar sem auðvelt er að dreifa ljótum skilaboðum og hræðsluáróðri og bjóða þeir upp á auðveldan aðgang að fólki. Ungmenni geta verið gerendur eða þolendur þegar þeir trúa eða deila þessum upplýsingum, sem getur haft áhrif á viðhorf þeirra til annarra, sjálfsmynd eða almenna félagslega líðan. Börn og ungmenni gleypa mjög auðveldlega upplýsingar sem þau sjá á netinu og það er auðvelt að hafa áhrif og/eða breyta skoðun þeirra. Samkvæmt rannsókn Fjölmiðlanefndar (2022) eiga næstum öll börn í grunnskólum landsins síma og öll börn í framhaldsskólum landsins eiga síma. Þau hafa sinn eigin aðgang að miðlum og flest öll með greiðan aðgang. Meirihluti foreldra fylgjast ekki með hvað börnin þeirra eru að gera á netinu og leyfa aðgang að forritum þó svo að börn þeirra hafi ekki náð aldri né þroska til þess að vera á þessum forritum. Hópþrýstingur til þess að tilheyra Börn og ungmenni vilja vera hluti af hópnum. Það þýðir að ef hópurinn er að leggja í einelti, útiloka eða baktala aðra þá fylgja þau hópnum því þá verða þau síður útilokuð. Svona eru börn og ungmenni að beygja mörkin sín til þess að þóknast hópnum og passa að hópnum sé ekki misboðið. Að auki reyna börn og ungmenni að beygja mörk jafningja sinna og reyna að fá þá til að segja eða gera eitthvað sem þeir vilja ekki. Mörg börn og ungmenni fylgja ofbeldissíðum þá aðallega á Instagram þar sem er sýnt er ofbeldishegðun og þá halda þau að það sé eina rétta leiðin til þess að leysa ágreining. Hvað getum við gert? Foreldrar þurfa fyrst og fremst fræðslu um samfélagsmiðla barna og gera sér grein fyrir alvarleikanum sem getur átt sér stað. Allskyns úrræði og leiðbeiningar eru til fyrir foreldra í neyð. Mikilvægt er fyrir börn og ungmenni að þora leitað til foreldra sinna eða einhvern sem þau treysta þegar upp koma vandamál á netinu. Við fullorðna fólkið verðum að geta veitt börnunum aðstoð og fræðslu þegar kemur að því að fóta sig á netinu í stað skammar. SAFT er vakningarátak um örugga og jákvæða tölvu- og nýmiðlanotkun barna og ungmenna á Íslandi. Inn á heimasíðu SAFT má finna allskonar fróðleik fyrir foreldra til að aðstoða börn sín. Góð samskipti eru jafn mikilvæg á netinu og annars staðar. Höfundar eru nemendur á öðru ári í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun