Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir og Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifa 14. nóvember 2024 16:03 Á vefmiðlinum Vísir birtist áhugaverð grein að morgni 12. nóvember s.l. undir yfirskriftinni „Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið af fenginni reynslu“. Þar var greint frá rannsókn sem gerð var í Englandi og Wales á upplifun þolenda af því að kæra kynferðisbrot til lögreglu þar í landi. Niðurstöður voru sláandi, flestir þátttakendur sögðust að þeir hefðu ekki kært ef þeir hefðu vitað fyrir fram hvernig ferlið myndi ganga fyrir sig. Rannsóknin leiddi einnig í ljós að þolendur vildu að gerendur gerðu sér grein fyrir því að skömmin liggur hjá þeim, ekki þolandanum. Þá kom fram að mörgum þolendum fannst skipta meira máli að gerandinn bryti ekki gegn öðrum og fengi aðstoð til að breyta hegðun sinni frekar en að fá dóm. Þá skiptir miklu máli fyrir þolendur að finna fyrir samkennd, góðvild og virðingu. Þegar þessir þættir voru til staðar gat það haft jákvæð áhrif á bataferli þeirra. En hvernig staðan á Íslandi? Ætla má að þolendur ofbeldis, þá sérstaklega kynferðisofbeldis upplifiþað sama hér á landi. Vitað er að margir þolendur kynferðisofbeldis veigra sér við að leita til lögreglu og leita frekar til meðferðaraðila fá aðstoð við að vinna úr afleiðingum brotsins. Bataferlið gengur misvel og ýmislegt sem hefur áhrif á það, meðal annars viðbrögð umhverfis við frásögn þolanda. Þá getur eitthvað gerst í lífi viðkomandi sem ýfir upp minningar tengdar brotinu, og eins reynist úrvinnslan oft erfið þegar skortur er á svörum og viðurkenningu frá geranda um það sem hann gerði og áhrifin sem það hafði. Í Bretlandi, og nú einnig á Íslandi er í boði úrræði sem miðar að því að leiða saman þolendur og gerendur, í því skyni að mæta þessari þörf þolenda fyrir svör og viðurkenningu á þeim skaða sem þeir hafa orðið fyrir. Þetta úrræði hefur verið nefnt Uppbyggileg réttvísi á íslensku (e. Restorative Justice). Hér á landi starfa nú þegar sérfræðingar í Uppbyggilegri réttvísi. Tvær leiðir eru í boði, annars vegar þar sem þolandi og gerandi hittast og hins vegar þar sem bréfaskipti fara á milli þessara aðila með stuðningi sérfræðings. Markmið úrræðisins er að styðja við þolanda, bæta líðan hans og stuðla að farsælli úrvinnslu. Mikilvægt er að gæta þess að valda ekki frekari skaða og því er öryggismat framkvæmt á báðum aðilum áður í upphafi vinnunnar. Þá þurfa bæði þolandi og gerandi að hafa tekið þátt í meðferðarvinnu vegna brotsins, með það að markmiði að efla bjargráð, stuðla að bættri líðan og, í tilfelli geranda, stuðla að breyttri hegðun. Í sumum tilvikum hafa þolandi og gerandi áhuga á að koma sér saman um samskiptareglum ef þau hittast í framtíðinni. Þolandi getur einnig haft þörf fyrir að tjá geranda hvaða áhrif brotið hefur haft á sig og ræða önnur atriði tengd upplifun sinni af kynferðisbrotinu. Úrræðið hentar bæði nýjum og eldri málum, óháð því hvort þau hafa verið kærð til lögreglu eða ekki. Hvert mál er einstakt og þarf því að skoðast sérstaklega til að meta hvort það eigi erindi í úrræðið. Uppbyggileg réttvísi hefur sýnt fram á að geta haft veruleg jákvæð áhrif á líðan og bataferli brotaþola. Með því að mæta þörf þeirra fyrir svör, viðurkenningu og sanngirni, veitir úrræðið mikilvægt tækifæri til bættrar líðan fyrir þolendur. Þá hafa rannsóknir sýnt að úrræðið geti haft jákvæð áhrif á betrun þess sem braut af sér og dregið úr líkum á frekari brotum. Höfundar greinarinnar telja mikilvægt að þolendur kynferðisofbeldis og annars konar ofbeldis hafi vitneskju um þessa leið sem kost í bataferli sínu, því ólíkt er milli einstaklinga hvað hentar hverjum og einum í þeirri vegferð að ná bata eftir að hafa orðið fyrir ofbeldi. Kristín Skjaldardóttir, félagsráðgjafi og miðlari Uppbyggilegs réttlætis, Domus Mentis Geðheilsustöð og Þóra Sigfríður Einarsdóttir, sálfræðingur og miðlari Uppbyggilegs réttlætis, Domus Mentis Geðheilsustöð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Á vefmiðlinum Vísir birtist áhugaverð grein að morgni 12. nóvember s.l. undir yfirskriftinni „Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið af fenginni reynslu“. Þar var greint frá rannsókn sem gerð var í Englandi og Wales á upplifun þolenda af því að kæra kynferðisbrot til lögreglu þar í landi. Niðurstöður voru sláandi, flestir þátttakendur sögðust að þeir hefðu ekki kært ef þeir hefðu vitað fyrir fram hvernig ferlið myndi ganga fyrir sig. Rannsóknin leiddi einnig í ljós að þolendur vildu að gerendur gerðu sér grein fyrir því að skömmin liggur hjá þeim, ekki þolandanum. Þá kom fram að mörgum þolendum fannst skipta meira máli að gerandinn bryti ekki gegn öðrum og fengi aðstoð til að breyta hegðun sinni frekar en að fá dóm. Þá skiptir miklu máli fyrir þolendur að finna fyrir samkennd, góðvild og virðingu. Þegar þessir þættir voru til staðar gat það haft jákvæð áhrif á bataferli þeirra. En hvernig staðan á Íslandi? Ætla má að þolendur ofbeldis, þá sérstaklega kynferðisofbeldis upplifiþað sama hér á landi. Vitað er að margir þolendur kynferðisofbeldis veigra sér við að leita til lögreglu og leita frekar til meðferðaraðila fá aðstoð við að vinna úr afleiðingum brotsins. Bataferlið gengur misvel og ýmislegt sem hefur áhrif á það, meðal annars viðbrögð umhverfis við frásögn þolanda. Þá getur eitthvað gerst í lífi viðkomandi sem ýfir upp minningar tengdar brotinu, og eins reynist úrvinnslan oft erfið þegar skortur er á svörum og viðurkenningu frá geranda um það sem hann gerði og áhrifin sem það hafði. Í Bretlandi, og nú einnig á Íslandi er í boði úrræði sem miðar að því að leiða saman þolendur og gerendur, í því skyni að mæta þessari þörf þolenda fyrir svör og viðurkenningu á þeim skaða sem þeir hafa orðið fyrir. Þetta úrræði hefur verið nefnt Uppbyggileg réttvísi á íslensku (e. Restorative Justice). Hér á landi starfa nú þegar sérfræðingar í Uppbyggilegri réttvísi. Tvær leiðir eru í boði, annars vegar þar sem þolandi og gerandi hittast og hins vegar þar sem bréfaskipti fara á milli þessara aðila með stuðningi sérfræðings. Markmið úrræðisins er að styðja við þolanda, bæta líðan hans og stuðla að farsælli úrvinnslu. Mikilvægt er að gæta þess að valda ekki frekari skaða og því er öryggismat framkvæmt á báðum aðilum áður í upphafi vinnunnar. Þá þurfa bæði þolandi og gerandi að hafa tekið þátt í meðferðarvinnu vegna brotsins, með það að markmiði að efla bjargráð, stuðla að bættri líðan og, í tilfelli geranda, stuðla að breyttri hegðun. Í sumum tilvikum hafa þolandi og gerandi áhuga á að koma sér saman um samskiptareglum ef þau hittast í framtíðinni. Þolandi getur einnig haft þörf fyrir að tjá geranda hvaða áhrif brotið hefur haft á sig og ræða önnur atriði tengd upplifun sinni af kynferðisbrotinu. Úrræðið hentar bæði nýjum og eldri málum, óháð því hvort þau hafa verið kærð til lögreglu eða ekki. Hvert mál er einstakt og þarf því að skoðast sérstaklega til að meta hvort það eigi erindi í úrræðið. Uppbyggileg réttvísi hefur sýnt fram á að geta haft veruleg jákvæð áhrif á líðan og bataferli brotaþola. Með því að mæta þörf þeirra fyrir svör, viðurkenningu og sanngirni, veitir úrræðið mikilvægt tækifæri til bættrar líðan fyrir þolendur. Þá hafa rannsóknir sýnt að úrræðið geti haft jákvæð áhrif á betrun þess sem braut af sér og dregið úr líkum á frekari brotum. Höfundar greinarinnar telja mikilvægt að þolendur kynferðisofbeldis og annars konar ofbeldis hafi vitneskju um þessa leið sem kost í bataferli sínu, því ólíkt er milli einstaklinga hvað hentar hverjum og einum í þeirri vegferð að ná bata eftir að hafa orðið fyrir ofbeldi. Kristín Skjaldardóttir, félagsráðgjafi og miðlari Uppbyggilegs réttlætis, Domus Mentis Geðheilsustöð og Þóra Sigfríður Einarsdóttir, sálfræðingur og miðlari Uppbyggilegs réttlætis, Domus Mentis Geðheilsustöð.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun