Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar 15. nóvember 2024 07:02 Samkvæmt 62. gr. laga um almannatryggingar skulu örorkulífeyrir og ellilífeyrir breytast árlega í samræmi við fjárlög og skal ákvörðun þeirra taka mið af launaþróun, en þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Þessi regla var upphaflega leidd í lög árið 1997 með því markmiði að tryggja að öryrkjar og ellilífeyrisþegar myndu njóta hækkunar á ráðstöfunartekjum í sama hlutfalli og almenningur. Eins og kom fram í þingræðu þáverandi forsætisráðherra, Davíðs Oddssonar, átti viðmiðunin að vera við laun. En svo var annar varnagli settur á svo að ef laun hækka minna en verðlag vísitölu neysluverðs þá væri hægt að miða við hærri töluna. Það er þó ljóst að framkvæmdin hefur verið allt önnur. Meginreglan virðist vera sú að vísitölu neysluverðs sé fylgt þó að hún hækki mun minna en vísitölur launa. Þetta hefur því leitt til kjaragliðnunar á milli örorku- og ellilífeyris almannatrygginga annars vegar og launaþróunar hins vegar. Eins og kom fram í umsögn ÖBÍ réttindasamtaka, sem barst í desember 2022, við frumvarp Flokks fólksins um lagfæringu á þessu kerfi, þá vantar tæpar 71 þúsund krónur í mánaðarlega fjárhæð örorkulífeyris þar sem ekki hefur verið miðað við almenna launaþróun, og það er kjaragliðnun sem átti sér stað á árunum 2007-2022 - síðan eru liðin tvö ár og eflaust er því bilið breiðara í dag. Alltaf er tekið af þeim sem síst skyldi og minnst hafa. Það er brýn þörf á að leiðrétta 62. gr. (áður 69. gr.) almannatryggingalaganna þannig að lögin tryggi með viðhlítandi hætti að kjör lífeyrisþegar fylgi launaþróun. Við í Flokki fólksins ætlum að tryggja að það verði aldrei geðþóttaákvörðun stjórnmálamanna sem ráði því hvort greiðslur til almannatryggingaþega fylgi launaþróun eða vísitölu neysluverðs. Flokkur fólksins mun bæta hag almennings og þeirra sem bágast standa í samfélaginu. Það er komið að þér Höfundur skipar 2. sæti á lista Flokks fólksins í suðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Jónína Björk Óskarsdóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt 62. gr. laga um almannatryggingar skulu örorkulífeyrir og ellilífeyrir breytast árlega í samræmi við fjárlög og skal ákvörðun þeirra taka mið af launaþróun, en þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Þessi regla var upphaflega leidd í lög árið 1997 með því markmiði að tryggja að öryrkjar og ellilífeyrisþegar myndu njóta hækkunar á ráðstöfunartekjum í sama hlutfalli og almenningur. Eins og kom fram í þingræðu þáverandi forsætisráðherra, Davíðs Oddssonar, átti viðmiðunin að vera við laun. En svo var annar varnagli settur á svo að ef laun hækka minna en verðlag vísitölu neysluverðs þá væri hægt að miða við hærri töluna. Það er þó ljóst að framkvæmdin hefur verið allt önnur. Meginreglan virðist vera sú að vísitölu neysluverðs sé fylgt þó að hún hækki mun minna en vísitölur launa. Þetta hefur því leitt til kjaragliðnunar á milli örorku- og ellilífeyris almannatrygginga annars vegar og launaþróunar hins vegar. Eins og kom fram í umsögn ÖBÍ réttindasamtaka, sem barst í desember 2022, við frumvarp Flokks fólksins um lagfæringu á þessu kerfi, þá vantar tæpar 71 þúsund krónur í mánaðarlega fjárhæð örorkulífeyris þar sem ekki hefur verið miðað við almenna launaþróun, og það er kjaragliðnun sem átti sér stað á árunum 2007-2022 - síðan eru liðin tvö ár og eflaust er því bilið breiðara í dag. Alltaf er tekið af þeim sem síst skyldi og minnst hafa. Það er brýn þörf á að leiðrétta 62. gr. (áður 69. gr.) almannatryggingalaganna þannig að lögin tryggi með viðhlítandi hætti að kjör lífeyrisþegar fylgi launaþróun. Við í Flokki fólksins ætlum að tryggja að það verði aldrei geðþóttaákvörðun stjórnmálamanna sem ráði því hvort greiðslur til almannatryggingaþega fylgi launaþróun eða vísitölu neysluverðs. Flokkur fólksins mun bæta hag almennings og þeirra sem bágast standa í samfélaginu. Það er komið að þér Höfundur skipar 2. sæti á lista Flokks fólksins í suðvesturkjördæmi
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun