„Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 14. nóvember 2024 21:34 Pétur Ingvarsson er að fá bandarískan leikmann sem spilaði í NBA. Vísir/Hulda Margrét Keflavík tók á móti Haukum í Blue höllinni í kvöld þegar sjöunda umferð Bónus deildar karla hóf göngu sína. Það voru heimamenn í Keflavík sem höfðu betur með miklum yfirburðum 117-85. „Það er gaman að vinna. Allt annað að vinna en að tapa,“ sagði Pétur Ingvarsson þjálfari Keflavíkur eftir sigurinn í kvöld. Það var mjög jafnt með liðunum í fyrsta leikhluta og í upphafi annars leikhluta en eftir það tók Keflavík öll völd. „Planið er að við erum að reyna spila hratt og þreyta liðin og í lok annars leikhluta þá fara menn kannski að vera þreyttir og þá reynum við að nýta tækifærið og keyra yfir menn og það tókst ágætlega í dag.“ Haukar voru fyrir leikinn í dag enn í leit af sínum fyrsta sigri en það breytti þó ekki hvernig Keflvíkingar nálguðust leikinn. „Við vorum náttúrulega bara fyrir þennan leik búnir að vinna þremur leikjum meira en þeir. Það var ekkert rosalega á milli okkar og þeir búnir að vera í tveim hörku leikjum núna fyrir þessa leiki þannig við komum bara vel fókuseraðir og menn lögðu sig fram hérna í fjörutíu mínútur og niðurstaðan öruggur sigur.“ Keflavík hafa byrjað mótið á nokkrum útileikjum en fá núna nokkra heimaleiki á næstunni þar sem þeim líður mun betur. „Það munar öllu. Við æfum hér, skjótum hér og spilum hérna alla daga vikunnar á æfingum þannig hér líður okkur vel.“ Keflavík tilkynntu í gær nýjan leikmann sem mun koma til móts við liðið í landsleikjahléinu en hann á mjög áhugaverðan feril meðal annars með Phoenix Suns í NBA en hvernig bar þetta að? „Í sjálfu sér er maður bara að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla. Þessi kom bara upp og við stukkum á það og tékkuðum á honum og hann hafði áhuga. Það er bara verið að vinna í pappírsmálum og að koma honum hingað og það tekur smá tíma.“ Aðspurður hvort að hann yrði með liðinu í næsta leik vonast Pétur til þess. „Ef hann verður heill heilsu og kominn þá er það ekki vandamálið. Það er kannski meira útlendingaeftirlitið og svoleiðis hlutir sem gætu stoppað þetta. Við erum kannski byrjaðir í þeirri vinnu en að getur tekið lúmskt langan tíma að fá leyfi fyrir leikmenn.“ Keflavík ÍF Bónus-deild karla Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira
„Það er gaman að vinna. Allt annað að vinna en að tapa,“ sagði Pétur Ingvarsson þjálfari Keflavíkur eftir sigurinn í kvöld. Það var mjög jafnt með liðunum í fyrsta leikhluta og í upphafi annars leikhluta en eftir það tók Keflavík öll völd. „Planið er að við erum að reyna spila hratt og þreyta liðin og í lok annars leikhluta þá fara menn kannski að vera þreyttir og þá reynum við að nýta tækifærið og keyra yfir menn og það tókst ágætlega í dag.“ Haukar voru fyrir leikinn í dag enn í leit af sínum fyrsta sigri en það breytti þó ekki hvernig Keflvíkingar nálguðust leikinn. „Við vorum náttúrulega bara fyrir þennan leik búnir að vinna þremur leikjum meira en þeir. Það var ekkert rosalega á milli okkar og þeir búnir að vera í tveim hörku leikjum núna fyrir þessa leiki þannig við komum bara vel fókuseraðir og menn lögðu sig fram hérna í fjörutíu mínútur og niðurstaðan öruggur sigur.“ Keflavík hafa byrjað mótið á nokkrum útileikjum en fá núna nokkra heimaleiki á næstunni þar sem þeim líður mun betur. „Það munar öllu. Við æfum hér, skjótum hér og spilum hérna alla daga vikunnar á æfingum þannig hér líður okkur vel.“ Keflavík tilkynntu í gær nýjan leikmann sem mun koma til móts við liðið í landsleikjahléinu en hann á mjög áhugaverðan feril meðal annars með Phoenix Suns í NBA en hvernig bar þetta að? „Í sjálfu sér er maður bara að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla. Þessi kom bara upp og við stukkum á það og tékkuðum á honum og hann hafði áhuga. Það er bara verið að vinna í pappírsmálum og að koma honum hingað og það tekur smá tíma.“ Aðspurður hvort að hann yrði með liðinu í næsta leik vonast Pétur til þess. „Ef hann verður heill heilsu og kominn þá er það ekki vandamálið. Það er kannski meira útlendingaeftirlitið og svoleiðis hlutir sem gætu stoppað þetta. Við erum kannski byrjaðir í þeirri vinnu en að getur tekið lúmskt langan tíma að fá leyfi fyrir leikmenn.“
Keflavík ÍF Bónus-deild karla Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira