Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. nóvember 2024 11:28 Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra sagði 220 einstaklinga í ólöglegri dvöl á landinu. Vísir/Vilhelm Íslensk stjórnvöld hafa markað nýja stefnu í landamæramálum sem ætlað er að efla landamæraeftirlit, auka viðbrögð við skipulagðri brotastarfsemi og tryggja mannúðlega móttöku og brottflutning hælisleitenda. Þetta kom fram á blaðamannafundi nú fyrir stundu, þar sem Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra og Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri kynntu nýja stefnu ráðherra í landamæramálum og landsáætlun um samþætta landamærastjórnun. Á fundinum var meðal annars greint frá því að skilgreindar landamærastöðvar á Íslandi væru nú alls 34 og til greina kæmi að fækka þeim. Guðrún sagði nýja stefnu þríþætta: Í fyrsta lagi væri miðað að því að auka öflugt og skilvirkt eftirlit við allar landamærastöðvar á Íslandi. Stöðvarnar yrðu uppfærðar hvað varðaði bæði tæknibúnað og mannafla og svokölluð snjalllandamæri tekin upp, það sem erlendis hefur verið kallað Entry/Exit System. Þá yrðu ný kerfi tekin upp til að bæta hraða og öryggi og menntun og þjálfun starfsmanna efld. Eftirlit með umferð einkaflugvéla yrði einnig eflt, sem og eftirlit á sjó. Í öðru lagi yrði ráðist í auknar aðgerðir til að sporna við skipulagðri brotastarfsemi. Brotahópar störfuðu þvert á landamæri og sköpuðu nýjar áskoranir gagnvart öryggi Íslands. Samstarf yrði aukið innanlands og erlendis og greiningargeta lögreglu aukin. Þá sé unnið að auknu samstarfi varðandi farþegaupplýsingar og horft til auksins samstarfs stofnana við að fylgjast með flæði fólks til landsins. Auka þyrfti eftirlit með einstklingum í ólöglegri dvöl á Íslandi en þeir væru 220 eins og sakir standa. Þá yrði unnið að því að koma upp andlitsgreiningarbúnaði á Keflavíkurflugvelli. Í þriðja lagi sagði Guðrún nauðsynlegt að tryggja mannúðlega og faglega móttöku og brottflutning útlendinga. Markmið hefðu verið sett um að koma upp sérstakri greiningarmiðstöð við Keflavíkurflugvöll, þar sem fólk fengi stuðning og þjónustu. Þeim sem fengju synjun yrði tryggð öruggt brottfararferli, meðal annars í samstarfi við Frontex. Þá yrði sérstök áhersla lögð á vernd barna í viðkvæmri stöðu. Ráðherra sagði að með þessari stefnu hefðu stjórnvöld lagt grunninn að öflugri og öryggri framtíð landamæra Íslands, það er að segja með því að efla landamæraeftirlit, spyrna gegn brotastarfsemi og tryggja mannúðlega móttöku og brottflutning. Sigríður Björk sagði áætluninni ætlað að tryggja allsherjarreglu og almannaöryggi.Vísir/Vilhelm Aðgerðaáætlunin ekki birt Fram kom í máli ráðherra að þetta væri í annað sinn sem landamærastefna væri mörkuð; hin hefði verið frá 2019 og runnið sitt skeið á enda í fyrra. Frá þeim tíma hefði starfshópur og fjöldi stofnana unnið að nýrri stefnu. Í fyrri stefnunni hefðu 40 aðgerðir verið áætlaðar, af þeim væri 32 lokið en átta enn í vinnslu. Guðrún sagðist hafa falið ríkislögreglustjóra að marka nýja stefnu, sem yrði í gildi frá 2024 - 2028, og bað Sigríði Björk að greina frá vinnunni. Ríkislögreglustjóri sagði breytt landslag og stóraukinn farþegafjölda bæði í Keflavík og með skemmtiferðaskipum hafa fjölgað verkefnum gríðarlega. Fór hún aðeins yfir tölfræðina og sagði meðal annars um 600 hafa verið vísað úr landi á þessu ári, samanborið við 318 í fyrra og 47 árið 2022. Meginmarkmið landsáætlunarinnar væri að tryggja allsherjarreglu og almannaöryggi og að hún byggði á grunngildum Schengen-samstarfsins. Sérstök aðgerðaáætlun yrði ekki birt, þar sem hún væri vinnuplagg fyrir þá sem ynnu að málaflokknum. Hér má finna tilkynningu um málið á vef Stjórnarráðsins. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Lögreglan Lögreglumál Landamæri Keflavíkurflugvöllur Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
Þetta kom fram á blaðamannafundi nú fyrir stundu, þar sem Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra og Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri kynntu nýja stefnu ráðherra í landamæramálum og landsáætlun um samþætta landamærastjórnun. Á fundinum var meðal annars greint frá því að skilgreindar landamærastöðvar á Íslandi væru nú alls 34 og til greina kæmi að fækka þeim. Guðrún sagði nýja stefnu þríþætta: Í fyrsta lagi væri miðað að því að auka öflugt og skilvirkt eftirlit við allar landamærastöðvar á Íslandi. Stöðvarnar yrðu uppfærðar hvað varðaði bæði tæknibúnað og mannafla og svokölluð snjalllandamæri tekin upp, það sem erlendis hefur verið kallað Entry/Exit System. Þá yrðu ný kerfi tekin upp til að bæta hraða og öryggi og menntun og þjálfun starfsmanna efld. Eftirlit með umferð einkaflugvéla yrði einnig eflt, sem og eftirlit á sjó. Í öðru lagi yrði ráðist í auknar aðgerðir til að sporna við skipulagðri brotastarfsemi. Brotahópar störfuðu þvert á landamæri og sköpuðu nýjar áskoranir gagnvart öryggi Íslands. Samstarf yrði aukið innanlands og erlendis og greiningargeta lögreglu aukin. Þá sé unnið að auknu samstarfi varðandi farþegaupplýsingar og horft til auksins samstarfs stofnana við að fylgjast með flæði fólks til landsins. Auka þyrfti eftirlit með einstklingum í ólöglegri dvöl á Íslandi en þeir væru 220 eins og sakir standa. Þá yrði unnið að því að koma upp andlitsgreiningarbúnaði á Keflavíkurflugvelli. Í þriðja lagi sagði Guðrún nauðsynlegt að tryggja mannúðlega og faglega móttöku og brottflutning útlendinga. Markmið hefðu verið sett um að koma upp sérstakri greiningarmiðstöð við Keflavíkurflugvöll, þar sem fólk fengi stuðning og þjónustu. Þeim sem fengju synjun yrði tryggð öruggt brottfararferli, meðal annars í samstarfi við Frontex. Þá yrði sérstök áhersla lögð á vernd barna í viðkvæmri stöðu. Ráðherra sagði að með þessari stefnu hefðu stjórnvöld lagt grunninn að öflugri og öryggri framtíð landamæra Íslands, það er að segja með því að efla landamæraeftirlit, spyrna gegn brotastarfsemi og tryggja mannúðlega móttöku og brottflutning. Sigríður Björk sagði áætluninni ætlað að tryggja allsherjarreglu og almannaöryggi.Vísir/Vilhelm Aðgerðaáætlunin ekki birt Fram kom í máli ráðherra að þetta væri í annað sinn sem landamærastefna væri mörkuð; hin hefði verið frá 2019 og runnið sitt skeið á enda í fyrra. Frá þeim tíma hefði starfshópur og fjöldi stofnana unnið að nýrri stefnu. Í fyrri stefnunni hefðu 40 aðgerðir verið áætlaðar, af þeim væri 32 lokið en átta enn í vinnslu. Guðrún sagðist hafa falið ríkislögreglustjóra að marka nýja stefnu, sem yrði í gildi frá 2024 - 2028, og bað Sigríði Björk að greina frá vinnunni. Ríkislögreglustjóri sagði breytt landslag og stóraukinn farþegafjölda bæði í Keflavík og með skemmtiferðaskipum hafa fjölgað verkefnum gríðarlega. Fór hún aðeins yfir tölfræðina og sagði meðal annars um 600 hafa verið vísað úr landi á þessu ári, samanborið við 318 í fyrra og 47 árið 2022. Meginmarkmið landsáætlunarinnar væri að tryggja allsherjarreglu og almannaöryggi og að hún byggði á grunngildum Schengen-samstarfsins. Sérstök aðgerðaáætlun yrði ekki birt, þar sem hún væri vinnuplagg fyrir þá sem ynnu að málaflokknum. Hér má finna tilkynningu um málið á vef Stjórnarráðsins.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Lögreglan Lögreglumál Landamæri Keflavíkurflugvöllur Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira