Brenna líkin á nóttunni Atli Ísleifsson skrifar 15. nóvember 2024 10:44 Starfsemi bástofunnar í Öskjuhlíð hefur mikið verið til umræðu síðustu dagana. Aðsend Forsvarsmenn Kirkjugarða Reykjavíkur hafa lagt til að lík verði brennd í bálstofunni í Öskjuhlíð að næturlagi á meðan endurskoðun á starfsleyfi bálstofunnar stendur yfir. Þetta kemur fram í bréfi Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar til fulltrúa foreldrafélags leikskólans Sólborgar sem fréttastofa hefur undir höndum. Segir að eftirlitið hafi samþykkt þá tilhögun til reynslu á meðan endurskoðunin stendur yfir. Foreldrar barna á leikskólanum, sem staðsettur er nærri bálstofunni, hafa síðustu misserin harðlega mótmælt starfsemi bálstofunnar vegna mengunarinnar sem af henni hlýst. Þegar líkbrennsla fer fram leggur svartan reyk frá bálstofunni, oft yfir leikskólalóðina þar sem börn eru að leik. Að neðan má sjá viðtal við Matthías Kormáksson, formann Foreldrafélags Sólborgar síðastliðinn föstudag, þar sem hann ræddi við fréttamann um starfsemi bálstofunnar. Í bréfi heilbrigðiseftirlitsins segir að forsvarsmenn Kirkjugarða Reykjavíkur hafi einnig óskað eftir dagbrennslu þegar þeir þurfi á að halda, meðal annars þegar álag sé mikið. Heilbrigðiseftirlitið hafi samþykkt það að því tilkyldu að bálstofan leiti samþykkis hjá heilbrigðiseftirlitinu í hverju tilfelli fyrir sig og að þá yrði meðal annars tekið mið af veðuraðstæðum og vindátt hverju sinni. Heilbrigðiseftirlitið hefur farið fram á að umrædd breyting á starfsháttum bálstofunnar hefjist sem fyrst. Reykjavíkurborg tilkynnti á föstudaginn að endurskoðun myndi fara fram á starfsleyfi bálstofunnar þar sem að mengun hefði reynst meiri en búast mátti við þegar leyfi bálstofunnar var gefið út árið 2021. Í frétt Vísis fyrr í vikunni sagði að slík endurskoðun gæti tekið margar vikur, en í bréfi heilbrigðiseftirlitsins segir að endurskoðun standi enn yfir og að stefnt væri að því að ljúka henni sem fyrst. Foreldrar með augun á strompinum Inntur eftir viðbrögðum foreldra segir Matthías Kormáksson, formaður foreldrafélags Sólborgar: „Við fögnum þessum áfanga en leggjum áherslu á að enn vantar tímalínu á innleiðingu næturbrennslunnar. Á meðan verða augu okkar foreldra á strompinum.“ Starfsemi bálstofunnar í Öskjuhlið Reykjavík Heilbrigðiseftirlit Leikskólar Skóla- og menntamál Kirkjugarðar Tengdar fréttir Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gaf ekki út bein tilmæli um breytingar á starfsemi bálstofu Kirkjugarða Reykjavíkur síðasta föstudag samhliða því að tilkynnt var að endurskoða ætti starfsleyfi þeirra. Endurskoðun getur tekið margar vikur. Til skoðunar er að gefa út bein tilmæli um breytingar á skilyrðum. 13. nóvember 2024 10:01 Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur tekið ákvörðun um endurskoðun á starfsleyfi bálstofu Kirkjugarða Reykjavíkur að Vesturhlíð 6. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þar segir að mengun af völdum starfseminnar hafi reynst meiri en búast mátti við þegar leyfi bálstofunnar var gefið út árið 2021. 8. nóvember 2024 14:55 Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira
Þetta kemur fram í bréfi Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar til fulltrúa foreldrafélags leikskólans Sólborgar sem fréttastofa hefur undir höndum. Segir að eftirlitið hafi samþykkt þá tilhögun til reynslu á meðan endurskoðunin stendur yfir. Foreldrar barna á leikskólanum, sem staðsettur er nærri bálstofunni, hafa síðustu misserin harðlega mótmælt starfsemi bálstofunnar vegna mengunarinnar sem af henni hlýst. Þegar líkbrennsla fer fram leggur svartan reyk frá bálstofunni, oft yfir leikskólalóðina þar sem börn eru að leik. Að neðan má sjá viðtal við Matthías Kormáksson, formann Foreldrafélags Sólborgar síðastliðinn föstudag, þar sem hann ræddi við fréttamann um starfsemi bálstofunnar. Í bréfi heilbrigðiseftirlitsins segir að forsvarsmenn Kirkjugarða Reykjavíkur hafi einnig óskað eftir dagbrennslu þegar þeir þurfi á að halda, meðal annars þegar álag sé mikið. Heilbrigðiseftirlitið hafi samþykkt það að því tilkyldu að bálstofan leiti samþykkis hjá heilbrigðiseftirlitinu í hverju tilfelli fyrir sig og að þá yrði meðal annars tekið mið af veðuraðstæðum og vindátt hverju sinni. Heilbrigðiseftirlitið hefur farið fram á að umrædd breyting á starfsháttum bálstofunnar hefjist sem fyrst. Reykjavíkurborg tilkynnti á föstudaginn að endurskoðun myndi fara fram á starfsleyfi bálstofunnar þar sem að mengun hefði reynst meiri en búast mátti við þegar leyfi bálstofunnar var gefið út árið 2021. Í frétt Vísis fyrr í vikunni sagði að slík endurskoðun gæti tekið margar vikur, en í bréfi heilbrigðiseftirlitsins segir að endurskoðun standi enn yfir og að stefnt væri að því að ljúka henni sem fyrst. Foreldrar með augun á strompinum Inntur eftir viðbrögðum foreldra segir Matthías Kormáksson, formaður foreldrafélags Sólborgar: „Við fögnum þessum áfanga en leggjum áherslu á að enn vantar tímalínu á innleiðingu næturbrennslunnar. Á meðan verða augu okkar foreldra á strompinum.“
Starfsemi bálstofunnar í Öskjuhlið Reykjavík Heilbrigðiseftirlit Leikskólar Skóla- og menntamál Kirkjugarðar Tengdar fréttir Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gaf ekki út bein tilmæli um breytingar á starfsemi bálstofu Kirkjugarða Reykjavíkur síðasta föstudag samhliða því að tilkynnt var að endurskoða ætti starfsleyfi þeirra. Endurskoðun getur tekið margar vikur. Til skoðunar er að gefa út bein tilmæli um breytingar á skilyrðum. 13. nóvember 2024 10:01 Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur tekið ákvörðun um endurskoðun á starfsleyfi bálstofu Kirkjugarða Reykjavíkur að Vesturhlíð 6. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þar segir að mengun af völdum starfseminnar hafi reynst meiri en búast mátti við þegar leyfi bálstofunnar var gefið út árið 2021. 8. nóvember 2024 14:55 Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira
Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gaf ekki út bein tilmæli um breytingar á starfsemi bálstofu Kirkjugarða Reykjavíkur síðasta föstudag samhliða því að tilkynnt var að endurskoða ætti starfsleyfi þeirra. Endurskoðun getur tekið margar vikur. Til skoðunar er að gefa út bein tilmæli um breytingar á skilyrðum. 13. nóvember 2024 10:01
Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur tekið ákvörðun um endurskoðun á starfsleyfi bálstofu Kirkjugarða Reykjavíkur að Vesturhlíð 6. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þar segir að mengun af völdum starfseminnar hafi reynst meiri en búast mátti við þegar leyfi bálstofunnar var gefið út árið 2021. 8. nóvember 2024 14:55