Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Samúel Karl Ólason skrifar 15. nóvember 2024 16:19 Vladimír Pútín og Olaf Scholz. AP Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, töluðu saman í síma í dag og var það í fyrsta sinn sem þeir töluðust við í tæp tvö ár.Síðast töluðu þeir saman í lok árs 2022 en að þessu sinni mun símtalið hafa staðið yfir í um klukkustund. Áður en hann talaði við Pútín hafði Scholz rætt við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Reuters hefur eftir heimildarmönnum sínum í Kænugarði að Selenskí hafi sagt Scholz að það að tala við Pútín myndin eingöngu draga úr einangrun hans, í hans eigin augum, og hvetja hann til að halda stríðsrekstrinum áfram. „Pútín vill ekki frið. Hann vill pásu,“ sagði heimildarmaðurinn. Í samtali við Pútín fordæmdi Scholz enn og aftur innrás Rússa í Úkraínu og hvatti Pútín til að flytja hermenn sína á brott og að hefja viðræður um réttlátt og varandi friðarsamkomulag við Úkraínu. Samkvæmt heimildarmönnum DW sagði Scholz að innrás Rússa hefði leitt til mikilla hörmunga í Úkraínu og fordæmdi hann sérstaklega ítrekaðar loftárásir Rússa á borgaraleg skotmörk. Scholz mun einnig hafa gagnrýnt aðkomu Norður-kóreumanna að stríðinu og lýst því sem alvarlegri stigmögnun. Þá er Scholz, sem er mögulega á sínum síðustu dögum í embætti, einnig sagður hafa ítrekað við Pútín að Þjóðverjar myndu standa við bak Úkraínumanna eins lengi og þyrfti, samkvæmt tilkynningu á síðu kanslarans. Sagði hann Pútín að hann gæti því ekki talið sér trú um að tíminn væri með honum í liði. Kenndi NATO um innrásina Á vef Kreml má lesa hlið Pútíns frá símtalinu en þar er ítrekað að samtalið hafi komið til vegna beiðni frá Scholz. Þar segir enn fremur að samtal þeirra Pútíns og Scholz hafi verið ítarlegt og opinskátt. Pútín mun hafa tilkynnt Scholz að innrás Rússa í Úkraínu væri Atlantshafsbandalaginu að kenna. Leiðtogar NATO hefðu hunsað öryggishagsmuni Rússlands og stappað á réttindum rússneskumælandi íbúum Úkraínu. Forsetinn rússneski hefur á undanförnum árum gefið margar ástæður fyrir innrás Rússa í Úkraínu. Sú algengasta er að Rússar hafi þurft að koma rússneskumælandi fólki í austurhluta Úkraínu til bjargar. Pútín hefur haldið því fram að Úkraínumenn hafi verið að fremja þjóðarmorð á þessu fólki. Þetta sagði hann meðal annars skömmu eftir innrásina í ávarpi til rússnesku þjóðarinnar og sagði hann að fjórtán þúsund óbreyttir borgarar hefðu fallið í átökunum í austurhluta Úkraínu. Aðrir í Rússlandi og víðar hafa tekið undir þetta og haldið því fram að Úkraínumenn hafi fellt allt þetta fólk. Þessar ásakanir eru rangar, eins og farið hefur verið yfir áður. Sjá einnig: Viðræðurnar snerust um uppgjöf, ekki frið Þá hafa Pútín, sem sakaður hefur verið fyrir stríðsglæpi vegna umfangsmikilla rána Rússa á úkraínskum börnum, og embættismenn hans krafist þess að öllum ríkjum Austur-Evrópu verði vísað úr Atlantshafsbandalaginu, eða öllum ríkjum sem gengu í bandalagið eftir 1997. Saka rússneska hermenn um glæpi gegn mannkynin Mannréttindasérfræðingar á vegum Sameinuðu þjóðanna lýstu því yfir á blaðamannafundi í lok október að pyntingar rússneskra hermanna á óbreyttum borgurum og stríðsföngum í Úkraínu væru „glæpir gegn mannkyninu“. Teymið hefur fundið vísbendingar um pyntingar í öllum hernumdum héruðum Úkraínu og í fangabúðum í sjálfu Rússlandi. Föngum væri nauðgað, þeir væru neyddir til að vera naktir löngum stundum og beittir ýmsu öðru kynferðislegu ofbeldi og það hafi valdið fólki andlegum skaða. Teymið segir yfirmenn í rússneska hernum og embættismenn hafa vitað af og beinlínis hvatt til pyntinga á föngum. Þýskaland Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Áður en hann talaði við Pútín hafði Scholz rætt við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Reuters hefur eftir heimildarmönnum sínum í Kænugarði að Selenskí hafi sagt Scholz að það að tala við Pútín myndin eingöngu draga úr einangrun hans, í hans eigin augum, og hvetja hann til að halda stríðsrekstrinum áfram. „Pútín vill ekki frið. Hann vill pásu,“ sagði heimildarmaðurinn. Í samtali við Pútín fordæmdi Scholz enn og aftur innrás Rússa í Úkraínu og hvatti Pútín til að flytja hermenn sína á brott og að hefja viðræður um réttlátt og varandi friðarsamkomulag við Úkraínu. Samkvæmt heimildarmönnum DW sagði Scholz að innrás Rússa hefði leitt til mikilla hörmunga í Úkraínu og fordæmdi hann sérstaklega ítrekaðar loftárásir Rússa á borgaraleg skotmörk. Scholz mun einnig hafa gagnrýnt aðkomu Norður-kóreumanna að stríðinu og lýst því sem alvarlegri stigmögnun. Þá er Scholz, sem er mögulega á sínum síðustu dögum í embætti, einnig sagður hafa ítrekað við Pútín að Þjóðverjar myndu standa við bak Úkraínumanna eins lengi og þyrfti, samkvæmt tilkynningu á síðu kanslarans. Sagði hann Pútín að hann gæti því ekki talið sér trú um að tíminn væri með honum í liði. Kenndi NATO um innrásina Á vef Kreml má lesa hlið Pútíns frá símtalinu en þar er ítrekað að samtalið hafi komið til vegna beiðni frá Scholz. Þar segir enn fremur að samtal þeirra Pútíns og Scholz hafi verið ítarlegt og opinskátt. Pútín mun hafa tilkynnt Scholz að innrás Rússa í Úkraínu væri Atlantshafsbandalaginu að kenna. Leiðtogar NATO hefðu hunsað öryggishagsmuni Rússlands og stappað á réttindum rússneskumælandi íbúum Úkraínu. Forsetinn rússneski hefur á undanförnum árum gefið margar ástæður fyrir innrás Rússa í Úkraínu. Sú algengasta er að Rússar hafi þurft að koma rússneskumælandi fólki í austurhluta Úkraínu til bjargar. Pútín hefur haldið því fram að Úkraínumenn hafi verið að fremja þjóðarmorð á þessu fólki. Þetta sagði hann meðal annars skömmu eftir innrásina í ávarpi til rússnesku þjóðarinnar og sagði hann að fjórtán þúsund óbreyttir borgarar hefðu fallið í átökunum í austurhluta Úkraínu. Aðrir í Rússlandi og víðar hafa tekið undir þetta og haldið því fram að Úkraínumenn hafi fellt allt þetta fólk. Þessar ásakanir eru rangar, eins og farið hefur verið yfir áður. Sjá einnig: Viðræðurnar snerust um uppgjöf, ekki frið Þá hafa Pútín, sem sakaður hefur verið fyrir stríðsglæpi vegna umfangsmikilla rána Rússa á úkraínskum börnum, og embættismenn hans krafist þess að öllum ríkjum Austur-Evrópu verði vísað úr Atlantshafsbandalaginu, eða öllum ríkjum sem gengu í bandalagið eftir 1997. Saka rússneska hermenn um glæpi gegn mannkynin Mannréttindasérfræðingar á vegum Sameinuðu þjóðanna lýstu því yfir á blaðamannafundi í lok október að pyntingar rússneskra hermanna á óbreyttum borgurum og stríðsföngum í Úkraínu væru „glæpir gegn mannkyninu“. Teymið hefur fundið vísbendingar um pyntingar í öllum hernumdum héruðum Úkraínu og í fangabúðum í sjálfu Rússlandi. Föngum væri nauðgað, þeir væru neyddir til að vera naktir löngum stundum og beittir ýmsu öðru kynferðislegu ofbeldi og það hafi valdið fólki andlegum skaða. Teymið segir yfirmenn í rússneska hernum og embættismenn hafa vitað af og beinlínis hvatt til pyntinga á föngum.
Þýskaland Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira