Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Aron Guðmundsson skrifar 16. nóvember 2024 09:31 Robert Prosinecki, þjálfari Svartfjallalands Vísir/Getty Lið Svartfellinga hefur gefið föstu leikatriðum Íslands gaum fyrir leik liðanna í Niksic í Þjóðadeild UEFA í dag. Þjálfari liðsins segir liðsheild íslenska liðsins einn af styrkleikum þess. „Við erum ekki í þægilegri stöðu eftir úrslit undanfarinna leikja hjá okkur,“ segir Robert Prosinecki, þjálfari Svartfjallalands í viðtali við íþróttadeild en Svartfjallaland er enn án stiga í riðli B-deildarinnar. „Við töpuðum fyrri leiknum í Reykjavík og verðum að gera okkar allra besta til að snúa gengi liðsins við og ná sigri. Leikurinn verður erfiður.“ Á sama tíma hefur leikurinn mikla þýðingu fyrir Ísland sem verður að sækja stig og treysta á að Wales tapi stigum gegn Tyrklandi á útivelli. Slík úrslit myndu stilla upp hreinum úrslitaleik við Wales á þriðjudaginn kemur um umspilssæti í A-deild. Aðspurður um helstu ógnina við lið Íslands hafði Prosinecki hann þetta að segja: „Þetta er lið sem býr yfir miklum stöðugleika og vilja spila 4-4-2 leikkerfið. Liðsheildin hjá liðinu er góð og það er helsti styrkleiki Íslands. Við einbeitum okkur frekar að liðinu í heild sinni fremur en einst leikmönnum. Þá eru föstu leikatriðin ein af þeirra styrkleikum eins og þeir sýndu á móti okkur í Reykjavík. Þetta er lið sem hefur spilað lengi saman.“ Svartfellingar gefa föstu leikatriðum Íslands meiri gaum í aðdraganda leiksins en bæði mörk Íslands í fyrri leik liðanna komu úr föstum leikatriðum. „Þeir hafa sýnt það í leikjunum gegn okkur, sem og öðrum leikjum, að föstu leikatriðin eru einn þeirra helsti styrkleiki. Við höfum talað um þetta, greint þetta og höfum lagt extra mikið á okkur hvað varðar það að undirbúa okkur fyrir föstu leikatriði Íslands.“ Svartfellingar munu ekki geta treyst á sína helstu stjörnu gegn Íslandi. Fyrirliðinn Stevan Jovetic tekur út leikbann. „Hann er mikilvægur leikmaður fyrir okkur, fyrirliði okkar. Við munum sakna hans. Það er ljóst,“ segir Robert Prosinecki, þjálfari Svartfjallalands. Leikur Íslands og Svartfjallalands á morgun hefst klukkan 17 og er í beinni og opinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Leikur Wales og Íslands er svo á þriðjudagskvöld klukkan 19:45, einnig í beinni og opinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þjóðadeild karla í fótbolta Svartfjallaland Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Aron Einar Gunnarsson er mættur aftur í fyrirliðastöðu íslenska landsliðsins í fótbolta og sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Svartfjallalandi í dag, fyrir leikinn við Svartfellinga í Þjóðadeildinni á morgun. 15. nóvember 2024 16:15 Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir leik Svartfjallalands og Íslands í Þjóðadeild karla í fótbolta. 15. nóvember 2024 15:18 Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Stevan Jovetic, helsta stjarna Svartfjallalands í fótbolta verður ekki með í leiknum gegn Íslandi í Þjóðadeild UEFA á morgun. Jovetic tekur út leikbann í leiknum. 15. nóvember 2024 16:01 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Fleiri fréttir N-Írland - Ísland | Stelpurnar okkar verja sætið í umspili Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sjá meira
„Við erum ekki í þægilegri stöðu eftir úrslit undanfarinna leikja hjá okkur,“ segir Robert Prosinecki, þjálfari Svartfjallalands í viðtali við íþróttadeild en Svartfjallaland er enn án stiga í riðli B-deildarinnar. „Við töpuðum fyrri leiknum í Reykjavík og verðum að gera okkar allra besta til að snúa gengi liðsins við og ná sigri. Leikurinn verður erfiður.“ Á sama tíma hefur leikurinn mikla þýðingu fyrir Ísland sem verður að sækja stig og treysta á að Wales tapi stigum gegn Tyrklandi á útivelli. Slík úrslit myndu stilla upp hreinum úrslitaleik við Wales á þriðjudaginn kemur um umspilssæti í A-deild. Aðspurður um helstu ógnina við lið Íslands hafði Prosinecki hann þetta að segja: „Þetta er lið sem býr yfir miklum stöðugleika og vilja spila 4-4-2 leikkerfið. Liðsheildin hjá liðinu er góð og það er helsti styrkleiki Íslands. Við einbeitum okkur frekar að liðinu í heild sinni fremur en einst leikmönnum. Þá eru föstu leikatriðin ein af þeirra styrkleikum eins og þeir sýndu á móti okkur í Reykjavík. Þetta er lið sem hefur spilað lengi saman.“ Svartfellingar gefa föstu leikatriðum Íslands meiri gaum í aðdraganda leiksins en bæði mörk Íslands í fyrri leik liðanna komu úr föstum leikatriðum. „Þeir hafa sýnt það í leikjunum gegn okkur, sem og öðrum leikjum, að föstu leikatriðin eru einn þeirra helsti styrkleiki. Við höfum talað um þetta, greint þetta og höfum lagt extra mikið á okkur hvað varðar það að undirbúa okkur fyrir föstu leikatriði Íslands.“ Svartfellingar munu ekki geta treyst á sína helstu stjörnu gegn Íslandi. Fyrirliðinn Stevan Jovetic tekur út leikbann. „Hann er mikilvægur leikmaður fyrir okkur, fyrirliði okkar. Við munum sakna hans. Það er ljóst,“ segir Robert Prosinecki, þjálfari Svartfjallalands. Leikur Íslands og Svartfjallalands á morgun hefst klukkan 17 og er í beinni og opinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Leikur Wales og Íslands er svo á þriðjudagskvöld klukkan 19:45, einnig í beinni og opinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Þjóðadeild karla í fótbolta Svartfjallaland Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Aron Einar Gunnarsson er mættur aftur í fyrirliðastöðu íslenska landsliðsins í fótbolta og sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Svartfjallalandi í dag, fyrir leikinn við Svartfellinga í Þjóðadeildinni á morgun. 15. nóvember 2024 16:15 Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir leik Svartfjallalands og Íslands í Þjóðadeild karla í fótbolta. 15. nóvember 2024 15:18 Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Stevan Jovetic, helsta stjarna Svartfjallalands í fótbolta verður ekki með í leiknum gegn Íslandi í Þjóðadeild UEFA á morgun. Jovetic tekur út leikbann í leiknum. 15. nóvember 2024 16:01 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Fleiri fréttir N-Írland - Ísland | Stelpurnar okkar verja sætið í umspili Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sjá meira
Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Aron Einar Gunnarsson er mættur aftur í fyrirliðastöðu íslenska landsliðsins í fótbolta og sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Svartfjallalandi í dag, fyrir leikinn við Svartfellinga í Þjóðadeildinni á morgun. 15. nóvember 2024 16:15
Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir leik Svartfjallalands og Íslands í Þjóðadeild karla í fótbolta. 15. nóvember 2024 15:18
Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Stevan Jovetic, helsta stjarna Svartfjallalands í fótbolta verður ekki með í leiknum gegn Íslandi í Þjóðadeild UEFA á morgun. Jovetic tekur út leikbann í leiknum. 15. nóvember 2024 16:01