Innlent

Rýnt í kannanir og tendrun jóla­trés í Hafnar­firði

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.

Viðreisn heldur áfram að hækka í könnunum en Samfylking, Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur að lækka. Þetta má sjá í þremur nýjum skoðanakönnunum. Hafsteinn Birgir Einarsson stjórnmálafræðingur kemur í myndver og rýnir í nýjustu kannanir.

Önnur umræða um fjárlög hefur staðið yfir á Alþingi í dag og atkvæði greidd um ýmis mál. Við verðum í beinni útsendingu með formanni efnahags- og viðskiptanefndar í kvöldfréttatímanum á Stöð 2.

Stjórnarandstöðuþingmaður segir blaðamannafund ráðherra og lögreglustjóra bera vott um spillingu. Ný stefna og áætlun í landamæramálum voru kynntar á fundinum. 

Við ræðum við tvær stúlkur í tíunda bekk í Laugalækjarskóla, þar sem kennarar hafa verið í verkfalli undanfarnar vikur. Þær segjast ekki fara á fætur fyrr en eftir hádegi og ekkert hafa náð að læra þrátt fyrir tilraunir. 

Rætt verður við borgarfulltrúa minnihlutans, sem vill að Reykjavíkurborg útbúi skýrar leiðbeiningar fyrir þá vinnustaði sem vilja fara sömu leið og Arion banki og bjóða upp á daggæslu á vinnustað.

Ljós á Cuxhaven-trénu verða tendruð í Hafnarfirði í beinni í fréttatímanum. 

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á Stöð 2 og Bylgjunni klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×