„Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Kári Mímisson skrifar 15. nóvember 2024 22:02 Rúnar Ingi Erlingsson sá sína menn klikka á prófinu á heimavelli í kvöld. Vísir/Diego Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var að vonum ósáttur með tap liðsins gegn ÍR nú í kvöld. Liðið hafði fína forystu í hálfleik en glutraði henni niður í seinni hálfleiknum. „Þetta eru gríðarleg vonbrigði. Mér fannst við ekki góðir allan fyrri hálfleik en náum samt að búa til 14 stiga forystu til að taka með okkur í hálfleik eftir fínan annan leikhluta. En í seinni hálfleik fer fókusinn á eitthvað allt annað en það sem við viljum standa fyrir og þá töpum við körfuboltaleikjum alveg sama hver andstæðingurinn er,“ sagði Rúnar. Spurður út í það hvað gerðist nákvæmlega í seinni hálfleiknum eru svör Rúnars skýr og segir hann að liðið hafi farið að hugsa um eitthvað allt annað en að leika körfubolta. Á sama tíma hrósar hann liði ÍR fyrir góðan og grimman leik. „Ég verð að hrósa ÍR-ingunum, þeir komu út í seinni hálfleikinn mjög grimmir, spiluðu fast og gerðu bakvörðunum okkar erfitt fyrir. Okkar svör við því í þriðja leikhluta var bara væl og kenna dómurunum um í stað þess að taka ábyrgð á okkar eigin gjörðum inn á vellinum,“ sagði Rúnar. „Það sem ég þarf klárlega að taka á mig í dag er róteringin á liðinu. Ég hefði þurft að taka ákveðna menn út af og gera betur í að stilla upp liðinu þannig að ég væri með fimm leikmenn inn á vellinum sem væru að spila liðsbolta sem við vorum ekki að gera í dag. Við vorum að enda sóknirnar illa út af því að við höndluðum ekki grimmdina hjá ÍR og svo í kjölfarið hlaupa ÍR-ingarnir í bakið á okkur og skora auðveldar körfur,“ sagði Rúnar. Myndir þú segja að liðið hafi verið ólíkt sjálfu sér í kvöld? „Ég hef alveg séð svona frammistöðu á æfingum, hjá liðinu sem tapar eða er undir. Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu þegar hlutirnir eru ekki að ganga upp og við erum stanslaust að tala um það,“ sagði Rúnar. „Sem betur fer höfum við ekki verið að sýna mikið af þessu í leikjunum nú í byrjun tímabilsins en ef maður heldur einhvern tíman að maður sé orðinn of góður eða kominn á einhvern stað þar sem maður þarf ekki að hafa 100 prósent fyrir hlutunum þá er maður kominn á vitlausan stað. Sama hversu mikið við tölum um það og við höfum svo sannarlega talað um það þá er þetta fínt spark í rassinn fyrir bæði mig og Loga sem og leikmennina,“ sagði Rúnar. Bónus-deild karla UMF Njarðvík ÍR Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Fótbolti FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Handbolti Finnur Freyr framlengdi til 2028 Körfubolti „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Körfubolti Fleiri fréttir Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Sjá meira
„Þetta eru gríðarleg vonbrigði. Mér fannst við ekki góðir allan fyrri hálfleik en náum samt að búa til 14 stiga forystu til að taka með okkur í hálfleik eftir fínan annan leikhluta. En í seinni hálfleik fer fókusinn á eitthvað allt annað en það sem við viljum standa fyrir og þá töpum við körfuboltaleikjum alveg sama hver andstæðingurinn er,“ sagði Rúnar. Spurður út í það hvað gerðist nákvæmlega í seinni hálfleiknum eru svör Rúnars skýr og segir hann að liðið hafi farið að hugsa um eitthvað allt annað en að leika körfubolta. Á sama tíma hrósar hann liði ÍR fyrir góðan og grimman leik. „Ég verð að hrósa ÍR-ingunum, þeir komu út í seinni hálfleikinn mjög grimmir, spiluðu fast og gerðu bakvörðunum okkar erfitt fyrir. Okkar svör við því í þriðja leikhluta var bara væl og kenna dómurunum um í stað þess að taka ábyrgð á okkar eigin gjörðum inn á vellinum,“ sagði Rúnar. „Það sem ég þarf klárlega að taka á mig í dag er róteringin á liðinu. Ég hefði þurft að taka ákveðna menn út af og gera betur í að stilla upp liðinu þannig að ég væri með fimm leikmenn inn á vellinum sem væru að spila liðsbolta sem við vorum ekki að gera í dag. Við vorum að enda sóknirnar illa út af því að við höndluðum ekki grimmdina hjá ÍR og svo í kjölfarið hlaupa ÍR-ingarnir í bakið á okkur og skora auðveldar körfur,“ sagði Rúnar. Myndir þú segja að liðið hafi verið ólíkt sjálfu sér í kvöld? „Ég hef alveg séð svona frammistöðu á æfingum, hjá liðinu sem tapar eða er undir. Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu þegar hlutirnir eru ekki að ganga upp og við erum stanslaust að tala um það,“ sagði Rúnar. „Sem betur fer höfum við ekki verið að sýna mikið af þessu í leikjunum nú í byrjun tímabilsins en ef maður heldur einhvern tíman að maður sé orðinn of góður eða kominn á einhvern stað þar sem maður þarf ekki að hafa 100 prósent fyrir hlutunum þá er maður kominn á vitlausan stað. Sama hversu mikið við tölum um það og við höfum svo sannarlega talað um það þá er þetta fínt spark í rassinn fyrir bæði mig og Loga sem og leikmennina,“ sagði Rúnar.
Bónus-deild karla UMF Njarðvík ÍR Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Fótbolti FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Handbolti Finnur Freyr framlengdi til 2028 Körfubolti „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Körfubolti Fleiri fréttir Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti