„Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ Aron Guðmundsson skrifar 16. nóvember 2024 10:30 Åge Hareide er brattur fyrir leikinn í dag. Vísir/Hulda Margrét Ísland heimsækir Svartfjallaland í mikilvægum leik í Þjóðadeild UEFA sem verður að vinnast í Niksic í dag. Ísland hafði betur í fyrri leik liðanna heima á Laugardalsvelli og segir Age Hareide, landsliðsþjálfari að stigalausir Svartfellingar hafi bætt sig síðan þá. Það hafi íslenska liðið hins vegar líka gert og Norðmaðurinn er bjartsýnn á jákvæð úrslit í dag. Ísland þarf sigur sem og treysta á að Wales tapi stigum gegn Tyrklandi á útivelli til þess að stilla upp hreinum úrslitaleik við Wales í Cardiff um umspilssæti fyrir A-deild Þjóðadeildarinnar en fjögur stig skilja nú liðin að. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er mættur aftur í landsliðið eftir langa fjarveru vegna meiðsla og er það kærkomið fyrir landsliðið að fá mann með hans reynslu aftur inn. „Klárlega. Hann býr yfir ákveðnum drifkrafti,” segir Hareide um Aron í samtali við íþróttadeild. „Býr að þessari áralöngu reynslu sem fyrirliði og það er mjög náttúrulegt fyrir hann að snúa aftur í landsliðið og smella þar beint inn. Hann er maðurinn sem heldur liðsfélögum sínum á tánum. Hann er okkur mjög mikilvægur.“ Klippa: Aron Einar klár í að byrja gegn Svartfjallalandi En er Aron klár í að byrja gegn Svartfellingum? „Já hann lítur vel út. Er klár. Hann er búinn að spila tvo leiki í Meistaradeild Asíu í aðdraganda verkefnisins. Hann er heill heilsu og það er mikilvægt eftir að hafa glímt við meiðsli yfir lengri tíma. Honum hlakkar til að láta til sín taka í leiknum.“ Leikurinn við Svartfellinga fer fram í Niksic og felst hættulegur andstæðingur í heimamönnum sem, þrátt fyrir að vera stigalausir, hafa verið að taka skref upp á við. „Það er ekki auðvelt verk að mæta þeim. Þeir búa að góðum frammistöðum bæði frá leik sínum gegn Wales sem og Tyrklandi. Mér finnst þeir hafa bætt sig frá því að við mættum þeim á Laugardalsvelli en það höfum við einnig gert. Við áttum skilið fleiri stig en við náðum í úr síðasta verkefni og verðum að slá frá okkur núna. Sigra Svartfjallaland til þess að eiga möguleika gegn Wales.“ Fyrri leik liðanna á Laugardalsvelli lauk með 2-0 sigri Íslands þar sem að bæði mörk okkar manna komu úr föstum leikatriðum. Í samtali við íþróttadeild sagði Robert Prosinecki, þjálfari Svartfellinga að þeir hefðu farið sérstaklega yfir föstu leikatriði Íslands í aðdraganda leiksins. Er Hareide klár með einhver brögð upp í erminni hvað föstu leikatriðin varðar fyrir leik kvöldsins? „Já hver veit. Föstu leikatriðin gengu upp hjá okkur í fyrri leiknum en núna tel ég okkur hafa bætt sóknarleik okkar, höfum skorað sjö mörk í þessari Þjóðadeild, meðal annars mörk gegn Wales og Tyrklandi. Við erum sannfærðir um að geta skilað góðum leik gegn Svartfjallalandi.“ Svartfellingar verða án sinnar helstu stjörnu, fyrirliðans Stevan Jovetic sem tekur út leikbann í dag. Hareide segir það högg fyrir Svartfjallaland en einbeiting íslenska liðsins hefur farið á eigin leik í aðdraganda leiksins. „Jovetic er góður leikmaður sem býr yfir mikilli reynslu en höfum lítið hugsað um einst leikmenn Svartfjallaland. Fókusinn hefur verið á okkar leik, okkar lið og við erum klárir." Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í Garðabæ Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Sjá meira
Ísland þarf sigur sem og treysta á að Wales tapi stigum gegn Tyrklandi á útivelli til þess að stilla upp hreinum úrslitaleik við Wales í Cardiff um umspilssæti fyrir A-deild Þjóðadeildarinnar en fjögur stig skilja nú liðin að. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er mættur aftur í landsliðið eftir langa fjarveru vegna meiðsla og er það kærkomið fyrir landsliðið að fá mann með hans reynslu aftur inn. „Klárlega. Hann býr yfir ákveðnum drifkrafti,” segir Hareide um Aron í samtali við íþróttadeild. „Býr að þessari áralöngu reynslu sem fyrirliði og það er mjög náttúrulegt fyrir hann að snúa aftur í landsliðið og smella þar beint inn. Hann er maðurinn sem heldur liðsfélögum sínum á tánum. Hann er okkur mjög mikilvægur.“ Klippa: Aron Einar klár í að byrja gegn Svartfjallalandi En er Aron klár í að byrja gegn Svartfellingum? „Já hann lítur vel út. Er klár. Hann er búinn að spila tvo leiki í Meistaradeild Asíu í aðdraganda verkefnisins. Hann er heill heilsu og það er mikilvægt eftir að hafa glímt við meiðsli yfir lengri tíma. Honum hlakkar til að láta til sín taka í leiknum.“ Leikurinn við Svartfellinga fer fram í Niksic og felst hættulegur andstæðingur í heimamönnum sem, þrátt fyrir að vera stigalausir, hafa verið að taka skref upp á við. „Það er ekki auðvelt verk að mæta þeim. Þeir búa að góðum frammistöðum bæði frá leik sínum gegn Wales sem og Tyrklandi. Mér finnst þeir hafa bætt sig frá því að við mættum þeim á Laugardalsvelli en það höfum við einnig gert. Við áttum skilið fleiri stig en við náðum í úr síðasta verkefni og verðum að slá frá okkur núna. Sigra Svartfjallaland til þess að eiga möguleika gegn Wales.“ Fyrri leik liðanna á Laugardalsvelli lauk með 2-0 sigri Íslands þar sem að bæði mörk okkar manna komu úr föstum leikatriðum. Í samtali við íþróttadeild sagði Robert Prosinecki, þjálfari Svartfellinga að þeir hefðu farið sérstaklega yfir föstu leikatriði Íslands í aðdraganda leiksins. Er Hareide klár með einhver brögð upp í erminni hvað föstu leikatriðin varðar fyrir leik kvöldsins? „Já hver veit. Föstu leikatriðin gengu upp hjá okkur í fyrri leiknum en núna tel ég okkur hafa bætt sóknarleik okkar, höfum skorað sjö mörk í þessari Þjóðadeild, meðal annars mörk gegn Wales og Tyrklandi. Við erum sannfærðir um að geta skilað góðum leik gegn Svartfjallalandi.“ Svartfellingar verða án sinnar helstu stjörnu, fyrirliðans Stevan Jovetic sem tekur út leikbann í dag. Hareide segir það högg fyrir Svartfjallaland en einbeiting íslenska liðsins hefur farið á eigin leik í aðdraganda leiksins. „Jovetic er góður leikmaður sem býr yfir mikilli reynslu en höfum lítið hugsað um einst leikmenn Svartfjallaland. Fókusinn hefur verið á okkar leik, okkar lið og við erum klárir."
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í Garðabæ Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Sjá meira