Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Eiður Þór Árnason skrifar 16. nóvember 2024 15:05 Búnaður á deildinni er stórskemmdur eftir eldsvoðann í Jhansi Medical College spítalanum. Ap Eldur kviknaði á gjörgæsludeild fyrir nýbura á sjúkrahúsi í norðurhluta Indlands með þeim afleiðingum að tíu nýfædd börn fórust og sextán særðust, að sögn yfirvalda. Atvikið átti sér stað síðla föstudags á sjúkrahúsi í borginni Jhansi í Uttar Pradesh-fylki. Ráðamenn segja að eldurinn hafi breiðst hratt út um deildina þar sem 55 ungbörn voru meðhöndluð. Alls var 45 börnum bjargað og þeim veitt læknishjálp, að sögn Bimal Kumar Dubey, embættismanns á staðnum. Upphaf rannsóknar á eldsupptökum er sögð benda til að öryggisreglum hafi ekki verið fylgt eftir. Mátti finna á deildinni ónothæft slökkvitæki og óvirkar brunavarnir sem embættismenn segja hafa tafið björgunartilraunir. AP-fréttaveitan greinir frá þessu. Brajesh Pathak, aðstoðaryfirráðherra fylkisins, heimsótti sjúkrahúsið og hitti þar fjölskyldur í dag. Hét hann stuðningi stjórnvalda við fjölskyldur fórnarlambanna. Yfirvöld hyggjast skera úr um orsök eldsins og hverjir beri þar ábyrgð. Pathak bætti við að DNA-rannsóknir yrðu notaðar til að bera kennsl á börnin sem fórust í brunanum og lík þeirra síðan afhent fjölskyldum þeirra.t Brunaviðvörunarkerfi hafi ekki farið í gang Eldurinn breiddist hratt út um nýburadeildina og þegar slökkviliðið kom á vettvang var eldur og reykur í húsnæðinu. Þá þurftu viðbragðsaðilar að brjóta sér leið inn um glugga til að ná til nýfæddu barnanna. Sjónarvottar segja að björgunaraðgerðirnar hafi byrjað um það bil 30 mínútum eftir að eldurinn kom upp og tafði það rýmingu. Praminder Singh Chandel, sjúkraliði á sjúkrahúsinu, sagði að deildinni hafi verið skipt upp í tvennt og var önnur einingin staðsett nær sjúkrahúsinngangi. Börnin sem þar voru staðsett urðu hvað mest fyrir áhrifum eldsins en nokkur létust af völdum brunasára. Hneykslaðir og syrgjandi fjölskyldumeðlimir tjölduðu nálægt sjúkrahúsinu í dag og kröfðust skýringa á því sem þeir telja vera ófullnægjandi öryggisráðstafanir. Þrátt fyrir að brunaviðvörunarkerfi hafi verið á gjörgæsludeildinni sögðu foreldrar og vitni að það hafi ekki farið í gang þegar eldurinn kviknaði. Starfsfólk spítalans hafi því aðeins orðið vart við eldsvoðann þegar það sá merki um reyk og eld. Indland Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Sjá meira
Atvikið átti sér stað síðla föstudags á sjúkrahúsi í borginni Jhansi í Uttar Pradesh-fylki. Ráðamenn segja að eldurinn hafi breiðst hratt út um deildina þar sem 55 ungbörn voru meðhöndluð. Alls var 45 börnum bjargað og þeim veitt læknishjálp, að sögn Bimal Kumar Dubey, embættismanns á staðnum. Upphaf rannsóknar á eldsupptökum er sögð benda til að öryggisreglum hafi ekki verið fylgt eftir. Mátti finna á deildinni ónothæft slökkvitæki og óvirkar brunavarnir sem embættismenn segja hafa tafið björgunartilraunir. AP-fréttaveitan greinir frá þessu. Brajesh Pathak, aðstoðaryfirráðherra fylkisins, heimsótti sjúkrahúsið og hitti þar fjölskyldur í dag. Hét hann stuðningi stjórnvalda við fjölskyldur fórnarlambanna. Yfirvöld hyggjast skera úr um orsök eldsins og hverjir beri þar ábyrgð. Pathak bætti við að DNA-rannsóknir yrðu notaðar til að bera kennsl á börnin sem fórust í brunanum og lík þeirra síðan afhent fjölskyldum þeirra.t Brunaviðvörunarkerfi hafi ekki farið í gang Eldurinn breiddist hratt út um nýburadeildina og þegar slökkviliðið kom á vettvang var eldur og reykur í húsnæðinu. Þá þurftu viðbragðsaðilar að brjóta sér leið inn um glugga til að ná til nýfæddu barnanna. Sjónarvottar segja að björgunaraðgerðirnar hafi byrjað um það bil 30 mínútum eftir að eldurinn kom upp og tafði það rýmingu. Praminder Singh Chandel, sjúkraliði á sjúkrahúsinu, sagði að deildinni hafi verið skipt upp í tvennt og var önnur einingin staðsett nær sjúkrahúsinngangi. Börnin sem þar voru staðsett urðu hvað mest fyrir áhrifum eldsins en nokkur létust af völdum brunasára. Hneykslaðir og syrgjandi fjölskyldumeðlimir tjölduðu nálægt sjúkrahúsinu í dag og kröfðust skýringa á því sem þeir telja vera ófullnægjandi öryggisráðstafanir. Þrátt fyrir að brunaviðvörunarkerfi hafi verið á gjörgæsludeildinni sögðu foreldrar og vitni að það hafi ekki farið í gang þegar eldurinn kviknaði. Starfsfólk spítalans hafi því aðeins orðið vart við eldsvoðann þegar það sá merki um reyk og eld.
Indland Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Sjá meira