Åge Hareide leitaði í uppskrift sem hefur áður skilað góðum árangri.
Åge og Davíð Snorri að leita í hægri vænginn sem skilaði okkur í úrslitaleikinn á Baltic Cup 2022. Sannfærandi sigur á Litháen sem lagði auðvitað grunninn að bikarnum.
— Sæbjörn Steinke (@saebjornth) November 16, 2024
Ísland - Svartfjallaland væri ágætis titill á ljóðabók.
— Örn Úlfar Sævarsson 🇺🇦 (@ornulfar) November 16, 2024
Fjalar Þorgeirsson markmannsþjálfari Íslands var í umræðunni.
Er í lagi með Fjalar Þorgeirs? Hvað eeer maðurinn með í eyrunum?! 👀 pic.twitter.com/o6jYQYxu2X
— Jói Ástvalds (@JoiPall) November 16, 2024
Aron Einar Gunnarsson þurfti að fara meiddur af velli eftir tæplega tuttugu mínútna leik.
Aron verið frábær þjónn fyrir landsliðið.
— Óskar G Óskarsson (@Oskarsson07) November 16, 2024
En það er ljóta grínið að það sé verið að velja hann, skrokkurinn löngu búinn.
Var ekki einu sinni 90 mín maður í 1 deildinni í sumar#fotboltinet
Skömmu eftir að Aron Einar fór meiddur af velli skoruðu Svartfellingar en VAR-dæmdi markið af.
Alltaf rangstaða.
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) November 16, 2024
Arnór Ingvi og Tijjani Reijnders eru með keimlíkar hreyfingar á vellinum.
— Magnus Thorir (@MagnusThorir) November 16, 2024
Völlurinn var erfiður og að valda leikmönnum vandræðum.
Jón Dagur er vonandi með World Cup með 18 mm skrúfum inni í klefa
— Björn Már Ólafsson (@bjornmaro) November 16, 2024
Ultras, bassatrommur, pappírssprengjur, hlaupabraut og glerharður grasvöllur. Eins og leikur í Serie B.
— Björn Már Ólafsson (@bjornmaro) November 16, 2024
Dapur frammistaða í fyrri hálfleik áfram Ísland @Snjalli í settinu eina jákvæða við þennan leik @gulaspjaldid
— Bomban (@BombaGunni) November 16, 2024
Frekar slöpp frammistaða okkar manna í fyrri hálfleik gegn Svartfellingum og fátt um fína drætti. Lítil ákefð og margar daprar sendingar. Betur má ef duga skal svo mikið er víst.
— Guðmundur Hilmarsson (@GummiHilmars) November 16, 2024
Orri Steinn Óskarsson kom Íslandi í forystu á 74. mínútu eftir skalla frá Mikael Agli Ellertssyni.
Serie A á La liga.. bæng og mark. ⚽️
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) November 16, 2024
Það þarf eitthvað mikið að klikka til þess að hinn tvítugi Orri Steinn Óskarsson slái ekki markametið innan nokkurra ára 👏🏻🇮🇸
— Gunnlaugur Jón Ingason (@gunnlaugurjon) November 16, 2024
5 mörk í 13 landsleikjum 🌟
Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði annað mark Íslands undir lokin og innsiglaði sigurinn.
Frábær innkoma hjá Ísaki Bergmann.
— Hörður S Jónsson (@hoddi23) November 16, 2024
Landsliðið var ekki í takt fyrsta klukkutímann en hélt áfram og hefur gert vel í að loka þessum leik.
Menn voru auðvitað ánægðir þegar sigurinn var í höfn.
Norska geitin strikes again
— Hilmar Jökull (@HilmarJokull) November 16, 2024
Frábært mark hjá Ísaki, geggjað skot. Andri Lucas sýndi rosaleg gæði í þessari sókn. Úrslitaleikur á þri. pic.twitter.com/oRisoInMP7
— Sæbjörn Steinke (@saebjornth) November 16, 2024
Ísak Bergmann hefur lítið spilað undanfarið með landsliðinu. Það var augljóst um leið og hann kom inná að hann ætlaði að nýta tækifærið - alvöru innkoma
— Óskar Smári (@oskarsmari7) November 16, 2024
Hungraður - Åge svelt hann af mínútum með landsliðinu. Einn besti leikmaður Dusseldorf í ár. Byrjar á bekknum, kemur inn með krafti, bringuna út, setur pressur og skorar.
— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) November 16, 2024
Hugarfarið og ástríða hjá Ísaki Bergmann er einstök og það sést á leik hans. pic.twitter.com/lbp6uUrq5P
Åge Hareide gæti stýrt sínum síðasta leik með Íslandi á þriðjudag gegn Wales því óljóst er hvort hann haldi áfram með liðið.
Two more years! 🙏 pic.twitter.com/SeUTwGrzJg
— Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson (@gummi_aa) November 16, 2024