„Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ Sindri Sverrisson skrifar 16. nóvember 2024 19:15 Guðlaugur Victor Pálsson kom inn í vörnina með Sverri Inga Ingasyni snemma leiks í kvöld. Getty/Stefan Ivanovic Guðlaugur Victor Pálsson kom óvænt snemma inn í lið Íslands í kvöld og stóð sig vel í 2-0 sigrinum gegn Svartfellingum. Hann sagði aðstæður og leikinn sjálfan hafa verið hræðilegan. Ísland vann leikinn með mörkum frá Orra Óskarssyni og Ísaki Bergmann Jóhannessyni á síðustu tuttugu mínútum leiksins. „Þetta var kannski ekki fallegasti sigurinn. Örugglega alveg hræðilegt að horfa á þetta. Ekki skemmtilegur fótboltaleikur. Þetta var algjört basl. Langir boltar og bara fight. En svo sýndum við gæði þarna frammi í tvö skipti. Tvö góð mörk. Héldum hreinu. Svo ég er sáttur við þetta,“ sagði Guðlaugur Victor. „Þetta var bara lélegur fótboltaleikur og liðið sem vildi þetta aðeins meira myndi vinna. við gerðum það í kvöld,“ bætti hann við. Íslands bíður núna úrslitaleikur við Wales um 2. sæti riðilsins, sem jafnframt gefur farseðil í umspil um sæti í A-deildinni. „Það tókst. Við undirbúum okkur vel og gerum okkur klára í þann leik,“ sagði Guðlaugur Victor. Hann kom inn á í kvöld eftir rúmlega korters leik, þegar fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson meiddist, ári eftir að Aron spilaði síðast landsleik. „Já, mjög svekkjandi fyrir Aron. Ég veit ekki alveg hvað gerðist en hræðilegt fyrir hann, og fyrir okkur,“ sagði Guðlaugur Victor sem gaf grasvellinum í Niksic lægstu einkunn: „Hann var hræðilegur. Örugglega jafnlélegur og völlurinn sem við áttum að spila á. Þetta voru hræðilegar aðstæður,“ sagði Guðlaugur Victor en völlur Svartfellinga í Podgorica hafði verið úrskurðaður of lélegur til að hægt væri að spila þar. Viðtalið við Guðlaug Victor má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Orri Steinn Óskarsson kom Íslandi á bragðið í sigurleiknum gegn Svartfellingum í dag þegar hann skoraði á 74. mínútu. Hann var ánægður með mörkin tvö í síðari hálfleik eftir dapran fyrri hálfleik Íslands. 16. nóvember 2024 19:11 Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Ísland vann 2-0 ytra gegn Svartfjallalandi í næstsíðustu umferð Þjóðadeildarinnar. Skipting sem var gerð um miðjan seinni hálfleik breytti leiknum. Mikael Egill Ellertsson og Ísak Bergmann Jóhannesson stigu þá inn á völl, annar þeirra lagði síðan upp og hinn skoraði. 16. nóvember 2024 18:59 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Pólland - Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Ísland vann leikinn með mörkum frá Orra Óskarssyni og Ísaki Bergmann Jóhannessyni á síðustu tuttugu mínútum leiksins. „Þetta var kannski ekki fallegasti sigurinn. Örugglega alveg hræðilegt að horfa á þetta. Ekki skemmtilegur fótboltaleikur. Þetta var algjört basl. Langir boltar og bara fight. En svo sýndum við gæði þarna frammi í tvö skipti. Tvö góð mörk. Héldum hreinu. Svo ég er sáttur við þetta,“ sagði Guðlaugur Victor. „Þetta var bara lélegur fótboltaleikur og liðið sem vildi þetta aðeins meira myndi vinna. við gerðum það í kvöld,“ bætti hann við. Íslands bíður núna úrslitaleikur við Wales um 2. sæti riðilsins, sem jafnframt gefur farseðil í umspil um sæti í A-deildinni. „Það tókst. Við undirbúum okkur vel og gerum okkur klára í þann leik,“ sagði Guðlaugur Victor. Hann kom inn á í kvöld eftir rúmlega korters leik, þegar fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson meiddist, ári eftir að Aron spilaði síðast landsleik. „Já, mjög svekkjandi fyrir Aron. Ég veit ekki alveg hvað gerðist en hræðilegt fyrir hann, og fyrir okkur,“ sagði Guðlaugur Victor sem gaf grasvellinum í Niksic lægstu einkunn: „Hann var hræðilegur. Örugglega jafnlélegur og völlurinn sem við áttum að spila á. Þetta voru hræðilegar aðstæður,“ sagði Guðlaugur Victor en völlur Svartfellinga í Podgorica hafði verið úrskurðaður of lélegur til að hægt væri að spila þar. Viðtalið við Guðlaug Victor má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Orri Steinn Óskarsson kom Íslandi á bragðið í sigurleiknum gegn Svartfellingum í dag þegar hann skoraði á 74. mínútu. Hann var ánægður með mörkin tvö í síðari hálfleik eftir dapran fyrri hálfleik Íslands. 16. nóvember 2024 19:11 Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Ísland vann 2-0 ytra gegn Svartfjallalandi í næstsíðustu umferð Þjóðadeildarinnar. Skipting sem var gerð um miðjan seinni hálfleik breytti leiknum. Mikael Egill Ellertsson og Ísak Bergmann Jóhannesson stigu þá inn á völl, annar þeirra lagði síðan upp og hinn skoraði. 16. nóvember 2024 18:59 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Pólland - Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
„Við vissum að þetta yrði smá hark“ Orri Steinn Óskarsson kom Íslandi á bragðið í sigurleiknum gegn Svartfellingum í dag þegar hann skoraði á 74. mínútu. Hann var ánægður með mörkin tvö í síðari hálfleik eftir dapran fyrri hálfleik Íslands. 16. nóvember 2024 19:11
Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Ísland vann 2-0 ytra gegn Svartfjallalandi í næstsíðustu umferð Þjóðadeildarinnar. Skipting sem var gerð um miðjan seinni hálfleik breytti leiknum. Mikael Egill Ellertsson og Ísak Bergmann Jóhannesson stigu þá inn á völl, annar þeirra lagði síðan upp og hinn skoraði. 16. nóvember 2024 18:59