Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Kjartan Kjartansson skrifar 17. nóvember 2024 11:23 Malcolm X var 39 ára gamall þegar hann var ráðinn af dögum í New York árið 1965. AP Fjölskylda Malcolms X, blökkumannaleiðtoga sem var myrtur fyrir tæpum sextíu árum, stefndi bandarísku alríkislögreglunni og leyniþjónustunni auk lögreglunnar í New York fyrir að koma ekki í veg fyrir morðið. Malcolm X var herskár leiðtogi samtakanna Þjóðar íslams sem aðhylltist svarta þjóðernishyggju. Hann sagði sig frá samtökunum árið 1964 og mildaði afstöðu sína nokkuð til aðskilnaðs kynþátta í Bandaríkjunum. Ári síðar var hann myrtur fyrir utan Audobon-danssalinn í New York. Þáverandi liðsmaður Þjóðar íslams játaði að að hann hefði verið einn þriggja launmorðingja sem réðu Malcolm X af dögum. Reuters-fréttastofan segir að vangaveltur hafi lengi verið uppi um að yfirvöld hafi vitað af áformunum um að myrða leiðtogann en kosið að koma ekki í veg fyrir þau. Í málsókn Ilyasah Shabazz, dóttur Malcolms X, og tveggja systra hennar á hendur lögreglunni í New York, alríkislögreglunni FBI og leyniþjónustunni CIA er því haldið fram að stofnanirnar hafi leyft tilræðinu að fara fram. Þær hefðu jafnframt hylmt yfir sönnunargögn um að þær hefðu haft vitneskju um morðið fyrir fram. „Við teljum að þau hafi öll lagt á ráðin um að myrða Malcolm X, einn helsta hugsuð 20. aldarinnar,“ sagði Ben Crump, lögmaður fjölskyldunnar á fréttamannafundi sem var haldinn þar sem blökkumannaleiðtoginn var myrtur. Shabazz var tveggja ára þegar faðir hennar var myrtur fyrir framan hana, móður hennar og systkini. Þekkt er að alríkislögreglan undir stjórn J. Edgars Hoover njósnaði um Martin Luther King, ein helsta blökkumannaleiðtoga Bandaríkjanna, og reyndi að koma á hann óorði á sjöunda áratug síðustu aldar. King var myrtur þremur árum eftir að Malcolm X féll fyrir hendi morðingja. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Hljóp á sig Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira
Malcolm X var herskár leiðtogi samtakanna Þjóðar íslams sem aðhylltist svarta þjóðernishyggju. Hann sagði sig frá samtökunum árið 1964 og mildaði afstöðu sína nokkuð til aðskilnaðs kynþátta í Bandaríkjunum. Ári síðar var hann myrtur fyrir utan Audobon-danssalinn í New York. Þáverandi liðsmaður Þjóðar íslams játaði að að hann hefði verið einn þriggja launmorðingja sem réðu Malcolm X af dögum. Reuters-fréttastofan segir að vangaveltur hafi lengi verið uppi um að yfirvöld hafi vitað af áformunum um að myrða leiðtogann en kosið að koma ekki í veg fyrir þau. Í málsókn Ilyasah Shabazz, dóttur Malcolms X, og tveggja systra hennar á hendur lögreglunni í New York, alríkislögreglunni FBI og leyniþjónustunni CIA er því haldið fram að stofnanirnar hafi leyft tilræðinu að fara fram. Þær hefðu jafnframt hylmt yfir sönnunargögn um að þær hefðu haft vitneskju um morðið fyrir fram. „Við teljum að þau hafi öll lagt á ráðin um að myrða Malcolm X, einn helsta hugsuð 20. aldarinnar,“ sagði Ben Crump, lögmaður fjölskyldunnar á fréttamannafundi sem var haldinn þar sem blökkumannaleiðtoginn var myrtur. Shabazz var tveggja ára þegar faðir hennar var myrtur fyrir framan hana, móður hennar og systkini. Þekkt er að alríkislögreglan undir stjórn J. Edgars Hoover njósnaði um Martin Luther King, ein helsta blökkumannaleiðtoga Bandaríkjanna, og reyndi að koma á hann óorði á sjöunda áratug síðustu aldar. King var myrtur þremur árum eftir að Malcolm X féll fyrir hendi morðingja.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Hljóp á sig Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira