Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon skrifar 17. nóvember 2024 13:30 Húsið þar sem nú er Listasafn Íslands við Fríkirkjuveg var á sínum tíma byggt sem íshús, en hýsti síðan heitasta skemmtistað landsins, Glaumbæ, á sjötta og sjöunda áratugnum. Þúsundir ungmenna sóttu Glaumbæ um hverja helgi. Iðulega máttu þó jafmmargir og inn komust híma í portinu utan dyra þar sem leyfilegur hámarksfjöldi innan Glaumbæjar reyndist afstætt hugtak og teygjanlegt. Úr Glaumbæjarportinu heyrðist jafnan langt fram eftir nóttu hávært ákall æskulýðsins: Geiri! Geiri! Hver var þessi Geiri? Geiri, réttu nafni Siggeir Eiríksson, var dyravörðurinn, sjálfur Lykla - Pétur Glaumbæjar. Bróðir eigandans, Sigurbjörns Eiríkssonar og maðurinn sem hafði það á valdi sínu að geta hleypt hinum útvöldu inn í hlýjuna sælu, þar sem dansinn dunaði og framtíðin gat ráðist. Reddarinn mikli!Það skipti sköpum að vera í náðinni hjá Geira. Hugmyndir kviknuðu í Glaumbæ, jafnvel líf. Mun Geiri okkar í Glaumbæ við Kalkofnsveg láta undan þrýstingi? En nú er öldin önnur og annar Geiri allsráðandi í öðrum Glaumbæ. Þessum þarna við Kalkofnsveg, þar sem glaumur þrútinna fjármagnseigenda hefur aldrei verið meiri. Á meðan eru hrópandi skuldaþrælar fyrir utan og nú háværari en nokkru sinni: Geiri! Geiri! Seðlabankastjórinn Ásgeir Jónsson, sonur VG sem skipaði hann á sínum tíma, virðist gráta þurrum tárum þetta harmakvæl þeirra sem úti mega híma. Glaumbæjarglaumurinn innan dyra hefur verið svo stórkostlegur og gefandi – fyrir hina útvöldu: Glaumbæjargosana. Þegar neyðin er stærst... Nú mun þó vera búið að koma fyrir kraftmiklum hátölurum úr nærliggjandi húsum, byggingum á borð við Arnarhvál, gamla fangelsishúsið við Lækjartorg og í öðrum ráðuneytum þar sem framhaldslíf tilekinna ráðherra eru í húfi. Úr þessum háværu glymskröttum mun tekið að glymja sem aldrei fyrr: Geiri! Geiri! Mætti ekki gera ráð fyrir því að bænakallið berist nú loksins á ögurstundu, gegnum allan skarkalann og fjármálaglauminn? Og þá vonandi alla leið í eyrnatóftirnar á honum Geira okkar, svo náð og miskunn verði kannski að lokum sýnd og þá væntanlega útskýrð sem „Tímabær stýrivaxtalækkun af völdum árangursríkrar fjármálastefnu!“ Mættu þá kannski blessaðir ráðherrarnir endurheimta traust sitt og völd að nýju, a.m.k. til næstu fjögurra ára? Hann Geiri okkar hlýtur að fara að sjá aumur á blessuðu fólkinu og láta undan, rétt eins og forðum. Redda málunum! Og hlýtur þetta þá ekki bara allt að fara að koma? Höfundur skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jakob Frímann Magnússon Miðflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Seðlabankinn Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Húsið þar sem nú er Listasafn Íslands við Fríkirkjuveg var á sínum tíma byggt sem íshús, en hýsti síðan heitasta skemmtistað landsins, Glaumbæ, á sjötta og sjöunda áratugnum. Þúsundir ungmenna sóttu Glaumbæ um hverja helgi. Iðulega máttu þó jafmmargir og inn komust híma í portinu utan dyra þar sem leyfilegur hámarksfjöldi innan Glaumbæjar reyndist afstætt hugtak og teygjanlegt. Úr Glaumbæjarportinu heyrðist jafnan langt fram eftir nóttu hávært ákall æskulýðsins: Geiri! Geiri! Hver var þessi Geiri? Geiri, réttu nafni Siggeir Eiríksson, var dyravörðurinn, sjálfur Lykla - Pétur Glaumbæjar. Bróðir eigandans, Sigurbjörns Eiríkssonar og maðurinn sem hafði það á valdi sínu að geta hleypt hinum útvöldu inn í hlýjuna sælu, þar sem dansinn dunaði og framtíðin gat ráðist. Reddarinn mikli!Það skipti sköpum að vera í náðinni hjá Geira. Hugmyndir kviknuðu í Glaumbæ, jafnvel líf. Mun Geiri okkar í Glaumbæ við Kalkofnsveg láta undan þrýstingi? En nú er öldin önnur og annar Geiri allsráðandi í öðrum Glaumbæ. Þessum þarna við Kalkofnsveg, þar sem glaumur þrútinna fjármagnseigenda hefur aldrei verið meiri. Á meðan eru hrópandi skuldaþrælar fyrir utan og nú háværari en nokkru sinni: Geiri! Geiri! Seðlabankastjórinn Ásgeir Jónsson, sonur VG sem skipaði hann á sínum tíma, virðist gráta þurrum tárum þetta harmakvæl þeirra sem úti mega híma. Glaumbæjarglaumurinn innan dyra hefur verið svo stórkostlegur og gefandi – fyrir hina útvöldu: Glaumbæjargosana. Þegar neyðin er stærst... Nú mun þó vera búið að koma fyrir kraftmiklum hátölurum úr nærliggjandi húsum, byggingum á borð við Arnarhvál, gamla fangelsishúsið við Lækjartorg og í öðrum ráðuneytum þar sem framhaldslíf tilekinna ráðherra eru í húfi. Úr þessum háværu glymskröttum mun tekið að glymja sem aldrei fyrr: Geiri! Geiri! Mætti ekki gera ráð fyrir því að bænakallið berist nú loksins á ögurstundu, gegnum allan skarkalann og fjármálaglauminn? Og þá vonandi alla leið í eyrnatóftirnar á honum Geira okkar, svo náð og miskunn verði kannski að lokum sýnd og þá væntanlega útskýrð sem „Tímabær stýrivaxtalækkun af völdum árangursríkrar fjármálastefnu!“ Mættu þá kannski blessaðir ráðherrarnir endurheimta traust sitt og völd að nýju, a.m.k. til næstu fjögurra ára? Hann Geiri okkar hlýtur að fara að sjá aumur á blessuðu fólkinu og láta undan, rétt eins og forðum. Redda málunum! Og hlýtur þetta þá ekki bara allt að fara að koma? Höfundur skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavík norður.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun