Götusalar eða stjórnmálamenn? Friðrik Erlingsson skrifar 18. nóvember 2024 07:45 Stjórnmálaflokkar eru áhugamannafélög um stjórnmál og hagsmuni. Fulltrúar flokka bjóða sig fram í kosningum til Alþingis. Einhverjir flokkar fá fleiri atkvæði, aðrir færri. Eftir kosningar er reynt að berja saman ríkisstjórn tveggja eða þriggja flokka, sem sammælast um stjórnarsáttmála, verkefnskrá næsta kjörtímabils – sem kjósendur hafa ekkert um að segja, en verða einfaldlega að sætta sig við – eina ferðina enn. Þessa dagana eru fulltrúar ellefu flokka að garga hver upp í annan í fjölmiðlum, líkt og götusalar á markaðstorgi. Allir hafa svipaða vöru að selja; nokkrir bjóða upp á sjaldséða ávexti, aðrir segjast hafa alveg glænýja tegund ávaxta og enn aðrir reyna að selja gamla ávexti undir nýju nafni. Kjósendur, sem nú eru neyddir til að kjósa á milli mis gáfulegra flokka, eiga heimtingu á því að hafa val um að kjósa á milli kosningabandalaga, sem hvert hefði sína fyrirfram ákveðnu ríkisstjórn og sinn niðurneglda stjórnarsáttmála. Þá værum núna að sjá þrjú, fjögur eða fimm forsætisráðherraefni í fjölmiðlum að rökræða stjórnarsáttmála hvers annars. Tilvonandi þrjú, fjögur eða fimm menntamálaráðherraefni að rökræða mennta- og menningarstefnu hvers kosningabandalags; fjármálaráðherraefni að rökræða efnhagsmál, heilbrigðisráðherraefni heilbrigðismál o.sv.fr. Ekki aðeins myndi þetta fyrirkomulag stuðla að vitrænni og skynsamlegri umræðu um landsmálin almennt, heldur fengju kjósendur loksins það langþráða lýðræðislega tækifæri að fá loksins að kjósa sér ríkisstjórn og stjórnarsáttmála beinni kosningu til næstu fjögurra ára. Ríkisstjórn, þannig kjörin, hefði mun meira og víðtækara umboð þjóðarinnar, heldur en ríkisstjórn sem sett er saman í hrossakaupum á bakvið tjöldin, sem smíðar stjórnarsáttmála í skjóli nætur byggðan á málamiðlun og hagsmunum flokkanna fyrst og fremst. Sú aðferð hefur skilað landsmönnum hverri hörmunginni á fætur annarri áratugum saman, þótt inn á milli hafi einstakir ráðherrar skilað góðu starfi í sínu embætti. Núverandi fyrirkomulag gagnast engum, nema fjölmiðlum og fyrirtækjum sem gera skoðanakannanir. Kjósendur sitja hljóðir og horfa á þennan sirkus og vita að það skiptir engu máli hverjum þeir gefa atkvæði sitt. Einhvers konar ríkisstjórn og einhvers konar stjórnarsáttmáli verður settur saman - eftir kosningar. „Hvað það verður veit nú enginn, vandi er um slíkt að spá.“ Eitt er víst að kjósendur fá ekkert að segja um þann gjörning. Þar munu hagsmunir flokkanna einir ráða, eins og ævinlega. Í krafti þingsetu sinnar hafa stjórnmálaflokkar skammtað sér styrki af almannafé, til þess að m.a. að fjármagna áróður sem á að höfða til þessa sama almennings. Þetta er ótrúlega sjálfbært og fínt fyrirkomulag – fyrir flokkana. Almenningur fær hins vegar minna fyrir snúð sinn, en á hins vegar beinharða kröfu á flokkana, í ljósi þess að þeir eru reknir fyrir almannafé, að þeir axli ábyrgð – fyrir kosningar – stofni kosningabandalög sín á milli og leggi fram ríkisstjórn og stjórnarsáttmála, sem kjósendur geta valið á milli. Þá fyrst væru kjósendur að fá eitthvað fyrir peninginn. Þá fyrst gætum við talað um lýðræðislegar kosningar í landinu, frjálsar undan einokun hins úrelta flokkakerfis. Höfundur er vonsvikinn kjósandi síðan 1980. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrik Erlingsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnmálaflokkar eru áhugamannafélög um stjórnmál og hagsmuni. Fulltrúar flokka bjóða sig fram í kosningum til Alþingis. Einhverjir flokkar fá fleiri atkvæði, aðrir færri. Eftir kosningar er reynt að berja saman ríkisstjórn tveggja eða þriggja flokka, sem sammælast um stjórnarsáttmála, verkefnskrá næsta kjörtímabils – sem kjósendur hafa ekkert um að segja, en verða einfaldlega að sætta sig við – eina ferðina enn. Þessa dagana eru fulltrúar ellefu flokka að garga hver upp í annan í fjölmiðlum, líkt og götusalar á markaðstorgi. Allir hafa svipaða vöru að selja; nokkrir bjóða upp á sjaldséða ávexti, aðrir segjast hafa alveg glænýja tegund ávaxta og enn aðrir reyna að selja gamla ávexti undir nýju nafni. Kjósendur, sem nú eru neyddir til að kjósa á milli mis gáfulegra flokka, eiga heimtingu á því að hafa val um að kjósa á milli kosningabandalaga, sem hvert hefði sína fyrirfram ákveðnu ríkisstjórn og sinn niðurneglda stjórnarsáttmála. Þá værum núna að sjá þrjú, fjögur eða fimm forsætisráðherraefni í fjölmiðlum að rökræða stjórnarsáttmála hvers annars. Tilvonandi þrjú, fjögur eða fimm menntamálaráðherraefni að rökræða mennta- og menningarstefnu hvers kosningabandalags; fjármálaráðherraefni að rökræða efnhagsmál, heilbrigðisráðherraefni heilbrigðismál o.sv.fr. Ekki aðeins myndi þetta fyrirkomulag stuðla að vitrænni og skynsamlegri umræðu um landsmálin almennt, heldur fengju kjósendur loksins það langþráða lýðræðislega tækifæri að fá loksins að kjósa sér ríkisstjórn og stjórnarsáttmála beinni kosningu til næstu fjögurra ára. Ríkisstjórn, þannig kjörin, hefði mun meira og víðtækara umboð þjóðarinnar, heldur en ríkisstjórn sem sett er saman í hrossakaupum á bakvið tjöldin, sem smíðar stjórnarsáttmála í skjóli nætur byggðan á málamiðlun og hagsmunum flokkanna fyrst og fremst. Sú aðferð hefur skilað landsmönnum hverri hörmunginni á fætur annarri áratugum saman, þótt inn á milli hafi einstakir ráðherrar skilað góðu starfi í sínu embætti. Núverandi fyrirkomulag gagnast engum, nema fjölmiðlum og fyrirtækjum sem gera skoðanakannanir. Kjósendur sitja hljóðir og horfa á þennan sirkus og vita að það skiptir engu máli hverjum þeir gefa atkvæði sitt. Einhvers konar ríkisstjórn og einhvers konar stjórnarsáttmáli verður settur saman - eftir kosningar. „Hvað það verður veit nú enginn, vandi er um slíkt að spá.“ Eitt er víst að kjósendur fá ekkert að segja um þann gjörning. Þar munu hagsmunir flokkanna einir ráða, eins og ævinlega. Í krafti þingsetu sinnar hafa stjórnmálaflokkar skammtað sér styrki af almannafé, til þess að m.a. að fjármagna áróður sem á að höfða til þessa sama almennings. Þetta er ótrúlega sjálfbært og fínt fyrirkomulag – fyrir flokkana. Almenningur fær hins vegar minna fyrir snúð sinn, en á hins vegar beinharða kröfu á flokkana, í ljósi þess að þeir eru reknir fyrir almannafé, að þeir axli ábyrgð – fyrir kosningar – stofni kosningabandalög sín á milli og leggi fram ríkisstjórn og stjórnarsáttmála, sem kjósendur geta valið á milli. Þá fyrst væru kjósendur að fá eitthvað fyrir peninginn. Þá fyrst gætum við talað um lýðræðislegar kosningar í landinu, frjálsar undan einokun hins úrelta flokkakerfis. Höfundur er vonsvikinn kjósandi síðan 1980.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun