Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson skrifar 18. nóvember 2024 08:15 Nú eru verkföll skollin á og allt hnút í kjaraviðræðum kennara og hins opinbera. Snemma var sú hugmynd viðruð að kennarar þyrftu einfaldlega að kenna meira, eins og Inga Rún kom svo einlæglega til skila í Kastljósi. Þannig mætti sko auka verðmæti sitt. Ég skil það alveg, flestir vilja fá sem mest fyrir sem minnst, þess vegna verslar fólk við Temu. Þetta snýst þó í grunninn ekki um launin. Það er einfaldlega verið að fara fram á að staðið sé við samkomulagið frá 2016. Það er ekki spennandi að gera samninga við aðila sem ganga á bak orða sinna. Þá eru forsendur brostnar og ekki líklegt að hægt sé að semja um eitthvað annað í góðri trú. Á almenna markaðnum rifta menn einfaldlega samningum eða höfða mál þegar ekki er staðið við gerða samninga. Kannski hlupu menn á sig hjá hinu opinbera þegar þeir sögðu að hægt væri að jafna launamuninn á móti skerðingu lífeyrisréttinda. Sömdu af sér, ef svo má segja. Það tók þó ekki nema ár að láta það ganga upp í hina áttina þ.e. að skerða lífeyrisréttindin. Það er svo sem ekkert nýtt við að hið opinbera baki sér skaðabótaskyldu gagnvart þegnum með afleitum ákvörðunum. Með því að láta hluti sitja á hakanum hafa sparast einhverjir fjármunir, en mig grunar að það verði þá þeim mun dýrara að standa við gefin fyrirheit með hverju árinu sem líður. Ef þú byggir hús en sinnir ekki viðhaldi kostar alltaf meira að laga þegar allt er komið í skrúfuna. Líkt og er að gerast með skólahúsnæði í dag og síðustu ár. Ráðamenn eru gjarnir á að klappa sér á bakið fyrir að „leysa” vandamál með ákvörðunum sem þeir þurfa ekki að takast á við afleiðingarnar af. Gera sér ekki grein fyrir afleiddum áhrifum. Ráðamenn fyrri ára prísa sig þá líkalega sæla að hafa náð einhverju aðhaldi í fjármálum hins opinbera þessi átta ár sem samkomulagið hefur verið hunsað. En nú eru afleiddu áhrifin heldur betur komin á skrið. Nú dugar ekki lengur að láta hlutina sitja á hakanum. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Davíð Már Sigurðsson Mest lesið Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Nú eru verkföll skollin á og allt hnút í kjaraviðræðum kennara og hins opinbera. Snemma var sú hugmynd viðruð að kennarar þyrftu einfaldlega að kenna meira, eins og Inga Rún kom svo einlæglega til skila í Kastljósi. Þannig mætti sko auka verðmæti sitt. Ég skil það alveg, flestir vilja fá sem mest fyrir sem minnst, þess vegna verslar fólk við Temu. Þetta snýst þó í grunninn ekki um launin. Það er einfaldlega verið að fara fram á að staðið sé við samkomulagið frá 2016. Það er ekki spennandi að gera samninga við aðila sem ganga á bak orða sinna. Þá eru forsendur brostnar og ekki líklegt að hægt sé að semja um eitthvað annað í góðri trú. Á almenna markaðnum rifta menn einfaldlega samningum eða höfða mál þegar ekki er staðið við gerða samninga. Kannski hlupu menn á sig hjá hinu opinbera þegar þeir sögðu að hægt væri að jafna launamuninn á móti skerðingu lífeyrisréttinda. Sömdu af sér, ef svo má segja. Það tók þó ekki nema ár að láta það ganga upp í hina áttina þ.e. að skerða lífeyrisréttindin. Það er svo sem ekkert nýtt við að hið opinbera baki sér skaðabótaskyldu gagnvart þegnum með afleitum ákvörðunum. Með því að láta hluti sitja á hakanum hafa sparast einhverjir fjármunir, en mig grunar að það verði þá þeim mun dýrara að standa við gefin fyrirheit með hverju árinu sem líður. Ef þú byggir hús en sinnir ekki viðhaldi kostar alltaf meira að laga þegar allt er komið í skrúfuna. Líkt og er að gerast með skólahúsnæði í dag og síðustu ár. Ráðamenn eru gjarnir á að klappa sér á bakið fyrir að „leysa” vandamál með ákvörðunum sem þeir þurfa ekki að takast á við afleiðingarnar af. Gera sér ekki grein fyrir afleiddum áhrifum. Ráðamenn fyrri ára prísa sig þá líkalega sæla að hafa náð einhverju aðhaldi í fjármálum hins opinbera þessi átta ár sem samkomulagið hefur verið hunsað. En nú eru afleiddu áhrifin heldur betur komin á skrið. Nú dugar ekki lengur að láta hlutina sitja á hakanum. Höfundur er kennari.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar