Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar 18. nóvember 2024 10:31 Á Sauðárkróki hafa verkfallsaðgerðir leikskólakennara haft víðtæk áhrif. Í lítilli, óformlegri örkönnun sem ég lagði fyrir foreldra í síðustu viku komu margslungin áhrif verkfallsins í ljós. Það sem mér finnst vera alvarlegustu áhrifin eru vanlíðan, óöryggi og óvissa foreldra og barna í samfélaginu. Tekjutap og erfið jól framundan Þátttakendur sem segja verkfallsaðgerðirnar valda tekjutapi eru allmargir. Orð eins og “peningalega”, “tekjumissir”, “fjárhagstjón”, “launalaust frí”, “launaskerðing” og “tekjutap” eru algeng í svörum. Einn þátttakandinn segir “only my husband is able to work because of the strike”. Þá hefur fólk myndað kvíða fyrir jólunum sökum peningamála. Í einu svarinu segir “þröng og erfið jól framundan vegna fjárhagstjóns sem hlýst af” og annar talar um “meira stress fyrir jólum hvernig verður að ná endum saman, aukin togstreita á heimilinu”. Þá hafa einhverjir foreldrar þurft að lækka starfshlutfall sitt með tilheyrandi tekjumissi. Orlofsdagar og sumarfrí 2025 Nokkuð er um að þátttakendur vitni í að sumarfríið 2025 verði styttra en ella þar sem þeir hafa nú þegar gengið allmikið á orlofsdaga starfsársins. Dæmi eins og “sé ekki fram á að eiga sumarfrí næsta sumar til að brúa bilið á meðan leikskólinn er lokaður þær 4 vikur!”, “þarf að skipuleggja allt upp á nýtt og nota sumarfríið frá 2025 í þetta sem er ömurlegt” og “vinnustöðvun og sé ekki að ég geti tekið sumarfrí með barninu næsta sumar”. Það er því ljóst að börnin þurfa mörg hver að upplifa tilheyrandi rask í næsta sumarfríi og væntanlega eykst það rask eftir því sem á verkfallsaðgerðirnar líður. Börn með sérþarfir og brothætt heimili Það svíður að lesa yfir þau svör þar sem foreldrar vitna í að börn þeirra missi þann stuðning sem þau þurfa á að halda í leikskólanum á meðan á verkfalli stendur. Eitt foreldri segir “í leikskólanum er menntað fólk sem getur hjálpað barninu mínu með talþjálfun” og annar þátttakendi segist vera með “langveikt barn með mikla og þunga umönnunarþörf og enga aðstoð”. Þriðji þátttakandinn segir “eitt barnið okkar í mjög mikilli örvun í leikskólanum sem er mikilvæg fyrir þroska hans og hann missir af því”. Andleg líðan barna og fjölskyldna þeirra Þegar spurt er um hvort verkfallsaðgerðirnar hafi haft slæm áhrif á andlega heilsu þátttakenda og fjölskyldur þeirra svara rúmlega 65% því játandi. Þegar svör við opnu spurningunum eru skoðuð má glögglega lesa streituvaldandi þætti úr svörum þátttakenda þar sem orð eins og “álag”, “streita”, “kvíði” og “skert félagslíf” eru tíð. Foreldrar verða varir við “óánægju vinnuveitenda”, þeir lýsa álaginu “við að púsla dögunum saman”, segja frá því að “rútínan” sé farin í algjört rugl og einn þátttakandinn segir “rútínuleysi, óvissa og kvíði geta helst líst síðustu vikum”. Það eru þó ekki bara foreldrarnir sem upplifa streitu og kvíða enda segir meðal annars í svörum þátttakenda: “tekjutap og streita á alla fjölskyldumeðlimi”, enn annar segir verkfallið hafa “áhrif á andlega heilsu bæði foreldra og barns. Barnið upplifir rótleysi, enda á mörgum stöðum yfir vikuna til að reyna að púsla”. Þá vitnar einn þátttakandinn í einangrun hjá sér og barninu ”með tilheyrandi þunglyndi og leiða”. Það sést glöggt á svörunum hér að ofan að verkfallið hefur mikil áhrif á foreldrana og ekki síst börnin. Ætla má að það sama eigi við um foreldra og börn hinna skólanna þar sem verkfallsaðgerðirnar eru í gangi. Það má því kannski fagna þeirri staðreynd að ekki liggi fleiri undir í þessum aðgerðum en um leið má ætla að ofangreind áhrif muni margfaldast á þennan smáa hóp sem verður fyrir barðinu á aðgerðunum. Ég vil því beina orðum mínum annars vegar til allra þeirra sem að samningsborðinu koma og biðla til þeirra um að reyna eftir fremsta megni að finna leiðir til samninga. Finna leiðir til að börnin okkar fái þann stuðning sem þau þurfa á að halda, leiðir til að létta lund og fjárhagsáhyggjur foreldra og leiðir til að auka líkurnar á að núverandi aðgerðir muni ekki bitna áfram á börnum og foreldrum þeirra áfram næsta sumar. Hins vegar, ef það lítur út fyrir að samningar náist ekki í bráð vil ég biðja Kennarasamband Íslands um að herða aðgerðir sínar til þess að enn meiri þungi náist í aðgerðirnar sem ættu þar af leiðandi að auka þrýsting á alla aðila til að ganga til samninga og stytta þann tíma sem allir aðilar þurfa að vera heima. Virðingarfyllst, Hafdís Einarsdóttir, foreldri leikskólabarns í Ársölum og starfandi kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Á Sauðárkróki hafa verkfallsaðgerðir leikskólakennara haft víðtæk áhrif. Í lítilli, óformlegri örkönnun sem ég lagði fyrir foreldra í síðustu viku komu margslungin áhrif verkfallsins í ljós. Það sem mér finnst vera alvarlegustu áhrifin eru vanlíðan, óöryggi og óvissa foreldra og barna í samfélaginu. Tekjutap og erfið jól framundan Þátttakendur sem segja verkfallsaðgerðirnar valda tekjutapi eru allmargir. Orð eins og “peningalega”, “tekjumissir”, “fjárhagstjón”, “launalaust frí”, “launaskerðing” og “tekjutap” eru algeng í svörum. Einn þátttakandinn segir “only my husband is able to work because of the strike”. Þá hefur fólk myndað kvíða fyrir jólunum sökum peningamála. Í einu svarinu segir “þröng og erfið jól framundan vegna fjárhagstjóns sem hlýst af” og annar talar um “meira stress fyrir jólum hvernig verður að ná endum saman, aukin togstreita á heimilinu”. Þá hafa einhverjir foreldrar þurft að lækka starfshlutfall sitt með tilheyrandi tekjumissi. Orlofsdagar og sumarfrí 2025 Nokkuð er um að þátttakendur vitni í að sumarfríið 2025 verði styttra en ella þar sem þeir hafa nú þegar gengið allmikið á orlofsdaga starfsársins. Dæmi eins og “sé ekki fram á að eiga sumarfrí næsta sumar til að brúa bilið á meðan leikskólinn er lokaður þær 4 vikur!”, “þarf að skipuleggja allt upp á nýtt og nota sumarfríið frá 2025 í þetta sem er ömurlegt” og “vinnustöðvun og sé ekki að ég geti tekið sumarfrí með barninu næsta sumar”. Það er því ljóst að börnin þurfa mörg hver að upplifa tilheyrandi rask í næsta sumarfríi og væntanlega eykst það rask eftir því sem á verkfallsaðgerðirnar líður. Börn með sérþarfir og brothætt heimili Það svíður að lesa yfir þau svör þar sem foreldrar vitna í að börn þeirra missi þann stuðning sem þau þurfa á að halda í leikskólanum á meðan á verkfalli stendur. Eitt foreldri segir “í leikskólanum er menntað fólk sem getur hjálpað barninu mínu með talþjálfun” og annar þátttakendi segist vera með “langveikt barn með mikla og þunga umönnunarþörf og enga aðstoð”. Þriðji þátttakandinn segir “eitt barnið okkar í mjög mikilli örvun í leikskólanum sem er mikilvæg fyrir þroska hans og hann missir af því”. Andleg líðan barna og fjölskyldna þeirra Þegar spurt er um hvort verkfallsaðgerðirnar hafi haft slæm áhrif á andlega heilsu þátttakenda og fjölskyldur þeirra svara rúmlega 65% því játandi. Þegar svör við opnu spurningunum eru skoðuð má glögglega lesa streituvaldandi þætti úr svörum þátttakenda þar sem orð eins og “álag”, “streita”, “kvíði” og “skert félagslíf” eru tíð. Foreldrar verða varir við “óánægju vinnuveitenda”, þeir lýsa álaginu “við að púsla dögunum saman”, segja frá því að “rútínan” sé farin í algjört rugl og einn þátttakandinn segir “rútínuleysi, óvissa og kvíði geta helst líst síðustu vikum”. Það eru þó ekki bara foreldrarnir sem upplifa streitu og kvíða enda segir meðal annars í svörum þátttakenda: “tekjutap og streita á alla fjölskyldumeðlimi”, enn annar segir verkfallið hafa “áhrif á andlega heilsu bæði foreldra og barns. Barnið upplifir rótleysi, enda á mörgum stöðum yfir vikuna til að reyna að púsla”. Þá vitnar einn þátttakandinn í einangrun hjá sér og barninu ”með tilheyrandi þunglyndi og leiða”. Það sést glöggt á svörunum hér að ofan að verkfallið hefur mikil áhrif á foreldrana og ekki síst börnin. Ætla má að það sama eigi við um foreldra og börn hinna skólanna þar sem verkfallsaðgerðirnar eru í gangi. Það má því kannski fagna þeirri staðreynd að ekki liggi fleiri undir í þessum aðgerðum en um leið má ætla að ofangreind áhrif muni margfaldast á þennan smáa hóp sem verður fyrir barðinu á aðgerðunum. Ég vil því beina orðum mínum annars vegar til allra þeirra sem að samningsborðinu koma og biðla til þeirra um að reyna eftir fremsta megni að finna leiðir til samninga. Finna leiðir til að börnin okkar fái þann stuðning sem þau þurfa á að halda, leiðir til að létta lund og fjárhagsáhyggjur foreldra og leiðir til að auka líkurnar á að núverandi aðgerðir muni ekki bitna áfram á börnum og foreldrum þeirra áfram næsta sumar. Hins vegar, ef það lítur út fyrir að samningar náist ekki í bráð vil ég biðja Kennarasamband Íslands um að herða aðgerðir sínar til þess að enn meiri þungi náist í aðgerðirnar sem ættu þar af leiðandi að auka þrýsting á alla aðila til að ganga til samninga og stytta þann tíma sem allir aðilar þurfa að vera heima. Virðingarfyllst, Hafdís Einarsdóttir, foreldri leikskólabarns í Ársölum og starfandi kennari.
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun