Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar 18. nóvember 2024 15:31 Raforkuverð til bænda hefur tvöfaldast á síðustu fjórum árum. Sem sagt hækkað um 25% á ári og þar af leiðandi eitt hundrað prósent á þessu tímabili. Það er gríðarlega mikið og ekki lagast myndin ef sú spá rætist að vegna lögmálsins um framboð og eftirspurn muni raforkuverðið hækka um annað eins á næstu fjórum árum líka. Það þýðir að raforkuverð til bænda og langflestra fyrirtækja landsins muni margfaldast á átta ára tímabili. Þessar hörmungar eru ekki vegna óviðráðanlegra náttúruhamfara heldur alfarið á valdi og ábyrgð stjórnvalda sem krefja Landsvirkjun um hámörkun á arðsemi starfsemi sinnar. Sú ótrúlega eigandastefna gæti endað með ósköpum. Íslenskur landbúnaður er hreykinn af hreinleika sínum og umhverfisvænni framleiðslu. Græna raforkan okkar er þar á meðal. Hún gefur okkur án nokkurs vafa talsvert samkeppnisforskot á erlenda framleiðslu og er á meðal þess sem bæði útskýrir og réttlætir hærra verð hágæðavörunnar í samanburði við aðra valkosti. En alls staðar eru dregnar línur í sandinn. Dýrt getur allt í einu orðið of dýrt. Neytandanum er ýmist misboðið eða hann hefur hreinlega ekki efni á gæðunum. Þessum miklu hækkunum raforkuverðs verður ekki velt út í verðlagið eins og ekkert sé. Hún mun, reyndar með misalvarlegum hætti, bitna á öllum greinum landbúnaðarins. Í tilfelli ylræktar, þar sem raforkan er langstærsti kostnaðarþátturinn, mun hún einfaldlega leggja atvinnugreinina niður. Við munum þá tala um íslenska ylrækt, og væntanlega flesta ef ekki alla grænmetisbændur, í þátíð eins og Axel Sæland, formaður deildar garðyrkjubænda hjá Bændasamtökum Íslands, hefur bent á. Sú tilhugsun er skelfileg. Þú veist hvaðan íslenska grænmetið kemur. Þú hefur hins vegar enga hugmynd um hvað bíður þín í grænmetisdeildinni ef stjórnvöld girða sig ekki í brók og grípa tafarlaust í taumana. Vonandi verður það fyrsta verkefni nýrrar ríkisstjórnar algjörlega óháð því hvernig hún verður mönnuð. Höfundur er formaður Bændasamtaka Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trausti Hjálmarsson Garðyrkja Landbúnaður Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Raforkuverð til bænda hefur tvöfaldast á síðustu fjórum árum. Sem sagt hækkað um 25% á ári og þar af leiðandi eitt hundrað prósent á þessu tímabili. Það er gríðarlega mikið og ekki lagast myndin ef sú spá rætist að vegna lögmálsins um framboð og eftirspurn muni raforkuverðið hækka um annað eins á næstu fjórum árum líka. Það þýðir að raforkuverð til bænda og langflestra fyrirtækja landsins muni margfaldast á átta ára tímabili. Þessar hörmungar eru ekki vegna óviðráðanlegra náttúruhamfara heldur alfarið á valdi og ábyrgð stjórnvalda sem krefja Landsvirkjun um hámörkun á arðsemi starfsemi sinnar. Sú ótrúlega eigandastefna gæti endað með ósköpum. Íslenskur landbúnaður er hreykinn af hreinleika sínum og umhverfisvænni framleiðslu. Græna raforkan okkar er þar á meðal. Hún gefur okkur án nokkurs vafa talsvert samkeppnisforskot á erlenda framleiðslu og er á meðal þess sem bæði útskýrir og réttlætir hærra verð hágæðavörunnar í samanburði við aðra valkosti. En alls staðar eru dregnar línur í sandinn. Dýrt getur allt í einu orðið of dýrt. Neytandanum er ýmist misboðið eða hann hefur hreinlega ekki efni á gæðunum. Þessum miklu hækkunum raforkuverðs verður ekki velt út í verðlagið eins og ekkert sé. Hún mun, reyndar með misalvarlegum hætti, bitna á öllum greinum landbúnaðarins. Í tilfelli ylræktar, þar sem raforkan er langstærsti kostnaðarþátturinn, mun hún einfaldlega leggja atvinnugreinina niður. Við munum þá tala um íslenska ylrækt, og væntanlega flesta ef ekki alla grænmetisbændur, í þátíð eins og Axel Sæland, formaður deildar garðyrkjubænda hjá Bændasamtökum Íslands, hefur bent á. Sú tilhugsun er skelfileg. Þú veist hvaðan íslenska grænmetið kemur. Þú hefur hins vegar enga hugmynd um hvað bíður þín í grænmetisdeildinni ef stjórnvöld girða sig ekki í brók og grípa tafarlaust í taumana. Vonandi verður það fyrsta verkefni nýrrar ríkisstjórnar algjörlega óháð því hvernig hún verður mönnuð. Höfundur er formaður Bændasamtaka Íslands.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar