Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2024 07:00 Ásgeir Sigurvinsson var frábær í leiknum og sá öðrum fremur til þess að íslensku strákarnir áttu síðasta orðið í apagrímumálinu. Getty/Werner/Arthur Fellig Ísland og Wales mætast í kvöld í hreinum úrslitaleik um annað sætið í riðli þeirra í Þjóðadeildinni. Annað sætið gefur sæti í umspili um sæti í A-deildinni en liðið sem tapar þarf að fara í umspil um að halda sér í B-deildinni. Það eru liðin rúm 43 ár síðan landslið þjóðanna mættust fyrst á velskri grundu og þar sýndu leikmenn Wales íslenska landsliðinu mikla vanvirðingu í aðdraganda leiksins. Umfjöllun um apagrímurnar í bók Sigmundar Ó. Steinarssonar um sögu íslenska landsliðsins.Saga landsliðs karla Liðin höfðu mæst á Laugardalsvellinum rúmu ári fyrr og þar vann velska liðið öruggan 4-0 sigur. Þeir velsku voru því sigurreifir fyrir seinni leikinn og þeir þurftu að vinna Íslands stórt til að tryggja sér sæti á HM á Spáni 1982. Myndataka tveggja leikmanna Wales fyrir leikinn kveikti vel í íslensku strákunum sem mættu grimmir til leiks og náðu 2-2 jafntefli. Ásgeir Sigurvinsson átti frábæran leik og skoraði bæði mörk íslenska liðsins í leiknum. Bæði voru þau gullfalleg, það fyrra með laglegri hælspyrnu og það seinna með þrumuskoti. Guðni Kjartansson var þjálfari íslenska liðsins í leiknum og hann ræddi undirbúninginn við Sigmund Ó. Steinarsson í bókinni um sögu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. „Það hleypti illu blóði í strákana, þegar þeir flettu blöðunum fyrir leikinn og sáu tvo af leikmönnum Wales, þá Mickey Thomas og Joey Jones, á mynd, þar sem þeir voru með apagrímur. Undir myndinni stóð, að leikmenn Wales ætluðu að gera leikmenn Íslands að öpum. Þarna voru þeir að niðurlægja okkur - en sjálfir voru þeir í hlutverki apa í leiknum,“ sagði Guðni við bókarhöfund. Guðni bætti því líka við að hann hefði notað myndirnar óspart til að æsa leikmenn sína upp fyrir leikinn. „Það þurfti ekki mikið meira en að sýna strákunum myndirnar fyrir leikinn, til að fá þá til að urra,“ sagði Guðni. Jafntefli varð til þess að Wales komst ekki í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins. Leikmenn eins og Mark Hughes og Ian Rush fengu aldrei að upplifa það að spila fyrir velska landsliðið á stórmóti. Það má horfa á allan leikinn hér fyrir neðan. Ásgeir Sigurvinsson skoraði mörkin sín á 46. og 61. mínútu leiksins. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=5MxrDfUGhGo">watch on YouTube</a> Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Sjá meira
Annað sætið gefur sæti í umspili um sæti í A-deildinni en liðið sem tapar þarf að fara í umspil um að halda sér í B-deildinni. Það eru liðin rúm 43 ár síðan landslið þjóðanna mættust fyrst á velskri grundu og þar sýndu leikmenn Wales íslenska landsliðinu mikla vanvirðingu í aðdraganda leiksins. Umfjöllun um apagrímurnar í bók Sigmundar Ó. Steinarssonar um sögu íslenska landsliðsins.Saga landsliðs karla Liðin höfðu mæst á Laugardalsvellinum rúmu ári fyrr og þar vann velska liðið öruggan 4-0 sigur. Þeir velsku voru því sigurreifir fyrir seinni leikinn og þeir þurftu að vinna Íslands stórt til að tryggja sér sæti á HM á Spáni 1982. Myndataka tveggja leikmanna Wales fyrir leikinn kveikti vel í íslensku strákunum sem mættu grimmir til leiks og náðu 2-2 jafntefli. Ásgeir Sigurvinsson átti frábæran leik og skoraði bæði mörk íslenska liðsins í leiknum. Bæði voru þau gullfalleg, það fyrra með laglegri hælspyrnu og það seinna með þrumuskoti. Guðni Kjartansson var þjálfari íslenska liðsins í leiknum og hann ræddi undirbúninginn við Sigmund Ó. Steinarsson í bókinni um sögu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. „Það hleypti illu blóði í strákana, þegar þeir flettu blöðunum fyrir leikinn og sáu tvo af leikmönnum Wales, þá Mickey Thomas og Joey Jones, á mynd, þar sem þeir voru með apagrímur. Undir myndinni stóð, að leikmenn Wales ætluðu að gera leikmenn Íslands að öpum. Þarna voru þeir að niðurlægja okkur - en sjálfir voru þeir í hlutverki apa í leiknum,“ sagði Guðni við bókarhöfund. Guðni bætti því líka við að hann hefði notað myndirnar óspart til að æsa leikmenn sína upp fyrir leikinn. „Það þurfti ekki mikið meira en að sýna strákunum myndirnar fyrir leikinn, til að fá þá til að urra,“ sagði Guðni. Jafntefli varð til þess að Wales komst ekki í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins. Leikmenn eins og Mark Hughes og Ian Rush fengu aldrei að upplifa það að spila fyrir velska landsliðið á stórmóti. Það má horfa á allan leikinn hér fyrir neðan. Ásgeir Sigurvinsson skoraði mörkin sín á 46. og 61. mínútu leiksins. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=5MxrDfUGhGo">watch on YouTube</a>
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Sjá meira