Hvar eru frambjóðendurnir? Jóhann G. Þórarinsson skrifar 19. nóvember 2024 10:17 Að undanförnu hefur verið fjallað um þá alvarlegu stöðu sem blasir við háskólamenntuðum á landinu. Í dag hafa stéttarfélög þúsunda háskólamenntaðra starfsmanna og hið opinbera enn ekki náð samningum sín á milli. Sú staða sem komin er upp ætti ekki að koma nokkrum á óvart þar sem lítill vilji er til þess hjá þessum hópum að fórna kjörum og virði sinnar menntunar og taka á sig síauknar skuldir og skattbyrði í þeim tilgangi að liðka fyrir samningum aðildarfélaga ASÍ og SA. Staða háskólamenntunar á Íslandi er grafalvarleg. Ungt fólk er í auknum mæli hætt að sækja menntun í háskóla af því hún einfaldlega borgar sig ekki. Námslánaskuldir, húnsæðisskuldir, skattar og gjöld hækka öll sem hlutfall og eru oftar en ekki verðtryggð á meðan kjarasamningsbundnar launahækkanir og krónutöluhækkanir gera það ekki. Ef marka má orð Sigurðar Jóhannessonar, prófessors í hagfræði, hefur kaupmáttur háskólafólks staðið í stað frá aldamótum á sama tíma og kaupmáttur launþega með grunnmenntun hefur aukist um 44%. Sjá m.a. umfjöllun um grein Sigurðar í Viðskiptablaðinu undir árslok 2023. Undir þessar áhyggjur Sigurðar hafa margir forkólfar hagsmunasamtaka háskólafólks tekið undir. Strax í upphafi árs vakti formaður Bandalags háskólamanna athygli á alvarlegri stöðu háskólamenntaðra. Hún áréttaði mikilvægi þess að hafa stéttarfélög með í ráðum við samningagerð þegar ljóst var að hið opinbera ætlaði sér að hlaupa undir bagga með SA í samningum þeirra við nokkur ASÍ félög. Þannig dróg formaður BHM engan dul á þá skýru afstöðu sína að vart væri hægt að tala um afstöðu þjóðar ef hún samanstæði eingöngu af um 47% þjóðarsátt Þá reyndu 22 stéttarfélög háskólamenntaðra að ná athygli hins opinbera og koma á framfæri áhyggjum sínum í aðdraganda ríkisstyrktra kjarasamninga ASÍ og SA í febrúar á þessu ári með sameiginlegri yfirlýsingu þar sem stéttarfélög í hagsmunagæslu fyrir tugþúsundir háskólamenntaðra lýstu þungum áhyggjum af virði háskólamenntunar, minnkandi ásókn í háskólanám og neikvæðum áhrifum þess á þjóðarhag til skemmri og lengri tíma litið. Stéttarfélög háskólamenntaðra utan sem innan bandalags þeirra hafa viðrað áhyggjur sínar af stöðu mála. Í Vísiþann 15. ágúst síðastliðinn birtist til að mynda hispurslaus grein um óheillaþróun á vinnumarkaði eftir framkvæmdastjóra og formann kjaradeildar Verkfræðingafélags Íslands. Undirritaður lýsti sömuleiðis yfir áhyggjum af kaupmáttarrýrnun háskólamenntaðra með grein í Vísi þann 13. september sl. Það var svo þann 29. október sl. að forystukonur hagsmunasamtaka háskólafólks kölluðu eftir kjarki ráðmanna til að takast á við þá vá sem blasir við framtíð háskólamenntunnar og neikvæðum áhrifum frekari kjararýrnunar á framtíðarhagsmuni þjóðarinnar. Að þessari grein stóðu formenn BHM, Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, Læknafélags Íslands og Verkfræðingafélags Íslands sem saman gæta hagsmuna um 30.000 háskólamenntaðra starfsmanna. Þá má vel færa rök fyrir því að hið opinbera gerði mistök með aðkomu sinni að samningum SA á almenna markaðnum á vormánuðum. Þær hækkanir sem þar voru samþykktar með hliðsjón af aðgerðapakka ríkisins voru einfaldlega ófullnægjandi þegar horft er til stöðu háskólamenntaðra og kjaralegrar þróunar þeirra undanfarin ár. Hið opinbera hefur síðan þá þráskallast við, algjörlega ófært um að sjá villu síns vegar. Ef markmið aðila er að ná friði og sátt á vinnumarkaði þá má ljóst vera að við fjarlægjumst það markmið frekar en hitt. Átökin harðna eins og sjá má af deilum Kennarasambands Íslands sem nú hafa tilneydd hafið verkfellsaðgerðir í fjölda skóla. Þá eru læknar sömuleiðis á leið í verkfall. Nú í miðri kosningabaráttu hefði mátt búast við því að frambjóðendur myndu tala fyrir þeirri sanngjörnu og málefnalegu kröfu háskólamenntaðra að meta sérfræðiþekkingu til launa í stað þess að bjóða uppá áframhaldandi kaupmáttarskerðingu. Hvar eru þeir frambjóðendur sem tala fyrir mikilvægi háskólamenntunar? Fjölmargir hafa áhyggjur af framtíð Íslands þegar sífellt er dregið úr hvata einstaklinga til að sækja sér háskólamenntun. Þá er brýnt að virt verði samningsumboð þeirra félaga sem tala fyrir hagsmunum háskólamenntaðra í stað þess að vísa ítrekað til ákvarðana sem voru teknar á öðrum vígstöðum. Kæru frambjóðendur, ef ekki núna, hvenær er þá tími til að sýna kjark, dug og þor? Höfundur er formaður Stéttarfélags lögfræðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Stéttarfélög Kjaramál Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur verið fjallað um þá alvarlegu stöðu sem blasir við háskólamenntuðum á landinu. Í dag hafa stéttarfélög þúsunda háskólamenntaðra starfsmanna og hið opinbera enn ekki náð samningum sín á milli. Sú staða sem komin er upp ætti ekki að koma nokkrum á óvart þar sem lítill vilji er til þess hjá þessum hópum að fórna kjörum og virði sinnar menntunar og taka á sig síauknar skuldir og skattbyrði í þeim tilgangi að liðka fyrir samningum aðildarfélaga ASÍ og SA. Staða háskólamenntunar á Íslandi er grafalvarleg. Ungt fólk er í auknum mæli hætt að sækja menntun í háskóla af því hún einfaldlega borgar sig ekki. Námslánaskuldir, húnsæðisskuldir, skattar og gjöld hækka öll sem hlutfall og eru oftar en ekki verðtryggð á meðan kjarasamningsbundnar launahækkanir og krónutöluhækkanir gera það ekki. Ef marka má orð Sigurðar Jóhannessonar, prófessors í hagfræði, hefur kaupmáttur háskólafólks staðið í stað frá aldamótum á sama tíma og kaupmáttur launþega með grunnmenntun hefur aukist um 44%. Sjá m.a. umfjöllun um grein Sigurðar í Viðskiptablaðinu undir árslok 2023. Undir þessar áhyggjur Sigurðar hafa margir forkólfar hagsmunasamtaka háskólafólks tekið undir. Strax í upphafi árs vakti formaður Bandalags háskólamanna athygli á alvarlegri stöðu háskólamenntaðra. Hún áréttaði mikilvægi þess að hafa stéttarfélög með í ráðum við samningagerð þegar ljóst var að hið opinbera ætlaði sér að hlaupa undir bagga með SA í samningum þeirra við nokkur ASÍ félög. Þannig dróg formaður BHM engan dul á þá skýru afstöðu sína að vart væri hægt að tala um afstöðu þjóðar ef hún samanstæði eingöngu af um 47% þjóðarsátt Þá reyndu 22 stéttarfélög háskólamenntaðra að ná athygli hins opinbera og koma á framfæri áhyggjum sínum í aðdraganda ríkisstyrktra kjarasamninga ASÍ og SA í febrúar á þessu ári með sameiginlegri yfirlýsingu þar sem stéttarfélög í hagsmunagæslu fyrir tugþúsundir háskólamenntaðra lýstu þungum áhyggjum af virði háskólamenntunar, minnkandi ásókn í háskólanám og neikvæðum áhrifum þess á þjóðarhag til skemmri og lengri tíma litið. Stéttarfélög háskólamenntaðra utan sem innan bandalags þeirra hafa viðrað áhyggjur sínar af stöðu mála. Í Vísiþann 15. ágúst síðastliðinn birtist til að mynda hispurslaus grein um óheillaþróun á vinnumarkaði eftir framkvæmdastjóra og formann kjaradeildar Verkfræðingafélags Íslands. Undirritaður lýsti sömuleiðis yfir áhyggjum af kaupmáttarrýrnun háskólamenntaðra með grein í Vísi þann 13. september sl. Það var svo þann 29. október sl. að forystukonur hagsmunasamtaka háskólafólks kölluðu eftir kjarki ráðmanna til að takast á við þá vá sem blasir við framtíð háskólamenntunnar og neikvæðum áhrifum frekari kjararýrnunar á framtíðarhagsmuni þjóðarinnar. Að þessari grein stóðu formenn BHM, Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, Læknafélags Íslands og Verkfræðingafélags Íslands sem saman gæta hagsmuna um 30.000 háskólamenntaðra starfsmanna. Þá má vel færa rök fyrir því að hið opinbera gerði mistök með aðkomu sinni að samningum SA á almenna markaðnum á vormánuðum. Þær hækkanir sem þar voru samþykktar með hliðsjón af aðgerðapakka ríkisins voru einfaldlega ófullnægjandi þegar horft er til stöðu háskólamenntaðra og kjaralegrar þróunar þeirra undanfarin ár. Hið opinbera hefur síðan þá þráskallast við, algjörlega ófært um að sjá villu síns vegar. Ef markmið aðila er að ná friði og sátt á vinnumarkaði þá má ljóst vera að við fjarlægjumst það markmið frekar en hitt. Átökin harðna eins og sjá má af deilum Kennarasambands Íslands sem nú hafa tilneydd hafið verkfellsaðgerðir í fjölda skóla. Þá eru læknar sömuleiðis á leið í verkfall. Nú í miðri kosningabaráttu hefði mátt búast við því að frambjóðendur myndu tala fyrir þeirri sanngjörnu og málefnalegu kröfu háskólamenntaðra að meta sérfræðiþekkingu til launa í stað þess að bjóða uppá áframhaldandi kaupmáttarskerðingu. Hvar eru þeir frambjóðendur sem tala fyrir mikilvægi háskólamenntunar? Fjölmargir hafa áhyggjur af framtíð Íslands þegar sífellt er dregið úr hvata einstaklinga til að sækja sér háskólamenntun. Þá er brýnt að virt verði samningsumboð þeirra félaga sem tala fyrir hagsmunum háskólamenntaðra í stað þess að vísa ítrekað til ákvarðana sem voru teknar á öðrum vígstöðum. Kæru frambjóðendur, ef ekki núna, hvenær er þá tími til að sýna kjark, dug og þor? Höfundur er formaður Stéttarfélags lögfræðinga.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun