Viljum við góð lífsgæði á Íslandi? Ingibergur Valgarðsson skrifar 19. nóvember 2024 10:32 Svarið við þessari spurningu er flestum augljóst: já, auðvitað viljum við það. En þegar við lítum nánar á stöðuna í dag, getum við þá sagt að lífsgæði okkar séu eins góð og þau gætu verið? Margir upplifa þvert á móti að þau séu skert vegna hárra vaxta, sívaxandi verðbólgu og húsnæðisvanda sem hefur verið landlægur í áratugi. Þetta eru flókin vandamál, en þau hafa þróast yfir langan tíma og nú virðast þau mynda ósnertanlegan hnút sem enginn stjórnmálamaður virðist geta leyst. Húsnæðisvandi sem aldrei virðist leysast Eitt augljósasta dæmið er byggingarskorturinn, sem hefur plagað landið frá fjármálahruninu 2008-2010. Af hverju hefur ekki tekist að leysa þennan vanda? Aðstæður á Íslandi gera byggingarframkvæmdir vissulega krefjandi, en hvers vegna eru þær svo dýrar og tímafrekar í samanburði við nágrannalönd okkar? Í Færeyjum sjáum við dæmi um hraða og skilvirka framkvæmd á innviðum, en hér virðast bæði framkvæmdir og stjórnsýslan draga lappirnar. Þetta á einnig við um vegakerfið okkar. Þrátt fyrir harðbýlt veðurfar virðast staðlar sem notaðir eru í vega- og innviðagerð oft ekki henta íslenskum aðstæðum. Þessir þættir, sem ættu að vera leysanlegir með skynsamlegum aðgerðum, hafa orðið að langvarandi vandamálum vegna skorts á pólitískri getu og framsýni. Vantraust á valdhafa Íslensk stjórnmál hafa í langan tíma verið eins og hringekja þar sem sömu flokkarnir skiptast á völdum. Þrátt fyrir tíðar kosningar og loforð um breytingar virðist lítið breytast í raun. Kjósendur upplifa oft að þeir séu sviknir, þar sem stjórnmálamenn virðast ekki axla ábyrgð á eigin gjörðum. Áberandi dæmi um þetta er mál Íslandsbanka. Ríkið seldi hluta eignar sinnar í bankanum á umdeildan hátt, þar sem faðir formanns Sjálfstæðisflokksins var meðal kaupanda. Þrátt fyrir mikil mótmæli tóku stjórnvöld ekki ábyrgð, og enginn axlaði afleiðingar málsins. Hvers vegna var Landsdómur ekki nýttur í þessu tilviki? Sama má segja um atburðarásina sem fylgdi þegar sami formaður tók við embætti forsætisráðherra, þrátt fyrir mikla andstöðu almennings. Þetta eru dæmi sem styrkja upplifun kjósenda af skeytingarleysi valdhafa. Hvað er til ráða? Ef við viljum góð lífsgæði á Íslandi er ljóst að breytinga er þörf. Það kallar á nýja hugsun og nýtt fólk í stjórnmálum – einstaklinga og flokka sem bera raunverulega ábyrgð gagnvart almenningi og eru óháðir sérhagsmunum. Það eru til flokkar sem leggja áherslu á þessi gildi, en breytingar byrja á kjósendum. Við þurfum að hugsa vel um hvaða einstaklinga og flokka við setjum í ábyrgðarstöður. Lausnin liggur í lýðræðinu: Gefum nýjum flokkum og ferskum hugmyndum tækifæri. Veljum einstaklinga sem eru reiðubúnir að axla ábyrgð og starfa í þágu almennings. Höfnum þeim sem hafa sýnt vanhæfni til að leysa þau vandamál sem hafa hrjáð okkur árum saman. Tími til breytinga Næstu kosningar eru mikilvægasta tækifæri okkar til að móta framtíðina. Hugsaðu vel um hverja þú kýst til áhrifa. Viljum við góð lífsgæði á Íslandi? Ef svarið er já, þá þurfum við að kjósa með breytingar í huga. Við getum ekki haldið áfram á sömu braut og látið vanhæfa stjórnmálamenn stjórna framtíð okkar. Nú er tíminn til að taka málin í eigin hendur og gera raunverulegar breytingar. Höfundur skipar fjórða sæti í Norðvesturkjördæmi fyrir Lýðræðisflokkurinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Svarið við þessari spurningu er flestum augljóst: já, auðvitað viljum við það. En þegar við lítum nánar á stöðuna í dag, getum við þá sagt að lífsgæði okkar séu eins góð og þau gætu verið? Margir upplifa þvert á móti að þau séu skert vegna hárra vaxta, sívaxandi verðbólgu og húsnæðisvanda sem hefur verið landlægur í áratugi. Þetta eru flókin vandamál, en þau hafa þróast yfir langan tíma og nú virðast þau mynda ósnertanlegan hnút sem enginn stjórnmálamaður virðist geta leyst. Húsnæðisvandi sem aldrei virðist leysast Eitt augljósasta dæmið er byggingarskorturinn, sem hefur plagað landið frá fjármálahruninu 2008-2010. Af hverju hefur ekki tekist að leysa þennan vanda? Aðstæður á Íslandi gera byggingarframkvæmdir vissulega krefjandi, en hvers vegna eru þær svo dýrar og tímafrekar í samanburði við nágrannalönd okkar? Í Færeyjum sjáum við dæmi um hraða og skilvirka framkvæmd á innviðum, en hér virðast bæði framkvæmdir og stjórnsýslan draga lappirnar. Þetta á einnig við um vegakerfið okkar. Þrátt fyrir harðbýlt veðurfar virðast staðlar sem notaðir eru í vega- og innviðagerð oft ekki henta íslenskum aðstæðum. Þessir þættir, sem ættu að vera leysanlegir með skynsamlegum aðgerðum, hafa orðið að langvarandi vandamálum vegna skorts á pólitískri getu og framsýni. Vantraust á valdhafa Íslensk stjórnmál hafa í langan tíma verið eins og hringekja þar sem sömu flokkarnir skiptast á völdum. Þrátt fyrir tíðar kosningar og loforð um breytingar virðist lítið breytast í raun. Kjósendur upplifa oft að þeir séu sviknir, þar sem stjórnmálamenn virðast ekki axla ábyrgð á eigin gjörðum. Áberandi dæmi um þetta er mál Íslandsbanka. Ríkið seldi hluta eignar sinnar í bankanum á umdeildan hátt, þar sem faðir formanns Sjálfstæðisflokksins var meðal kaupanda. Þrátt fyrir mikil mótmæli tóku stjórnvöld ekki ábyrgð, og enginn axlaði afleiðingar málsins. Hvers vegna var Landsdómur ekki nýttur í þessu tilviki? Sama má segja um atburðarásina sem fylgdi þegar sami formaður tók við embætti forsætisráðherra, þrátt fyrir mikla andstöðu almennings. Þetta eru dæmi sem styrkja upplifun kjósenda af skeytingarleysi valdhafa. Hvað er til ráða? Ef við viljum góð lífsgæði á Íslandi er ljóst að breytinga er þörf. Það kallar á nýja hugsun og nýtt fólk í stjórnmálum – einstaklinga og flokka sem bera raunverulega ábyrgð gagnvart almenningi og eru óháðir sérhagsmunum. Það eru til flokkar sem leggja áherslu á þessi gildi, en breytingar byrja á kjósendum. Við þurfum að hugsa vel um hvaða einstaklinga og flokka við setjum í ábyrgðarstöður. Lausnin liggur í lýðræðinu: Gefum nýjum flokkum og ferskum hugmyndum tækifæri. Veljum einstaklinga sem eru reiðubúnir að axla ábyrgð og starfa í þágu almennings. Höfnum þeim sem hafa sýnt vanhæfni til að leysa þau vandamál sem hafa hrjáð okkur árum saman. Tími til breytinga Næstu kosningar eru mikilvægasta tækifæri okkar til að móta framtíðina. Hugsaðu vel um hverja þú kýst til áhrifa. Viljum við góð lífsgæði á Íslandi? Ef svarið er já, þá þurfum við að kjósa með breytingar í huga. Við getum ekki haldið áfram á sömu braut og látið vanhæfa stjórnmálamenn stjórna framtíð okkar. Nú er tíminn til að taka málin í eigin hendur og gera raunverulegar breytingar. Höfundur skipar fjórða sæti í Norðvesturkjördæmi fyrir Lýðræðisflokkurinn.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar