Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Jakob Bjarnar skrifar 19. nóvember 2024 10:42 Gunnur Líf. Samkaup hafa markvisst aukið á framboð bóka sem finna má í búðum þeirra. aðsend Úrval á bókum í verslunum Samkaupa (Nettó, Kjörbúðum og völdum Krambúðum utan höfuðborgarsvæðisins) verður meira en nokkru sinni fyrr í aðdraganda jóla. Samkaup hefur aldrei verið með meira úrval bóka á boðstólum og er sérstök áhersla lögð á úrval barna- og unglingabóka. Alls verða titlarnir ríflega 200 talsins. Þá segja talsmenn búðanna að verðið sé eins lágt og mögulegt er. „Í raun svo lágt að ágóði Samkaupa verður hverfandi,“ segir Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri verslunar‑ og mannauðssviðs Samkaupa. Markmiðið að bæta úr aðgengi Verðið verður lægst í Nettó, en vegna flutningskostnaðar og annarra þátta verður verð í Kjörbúðum innan við 100 krónum hærra og í Krambúðum innan við 200 krónum hærra en í Nettó. Gunnur Líf og þau hjá Samkaup vilja gera sitt svo lesendur hafi gott aðgengi að bókum.vísir/vilhelm Að sögn eru búðirnar að mæta því sem greint hefur verið frá í fréttum að undanförnu að lestur sé á undanhaldi, bæði hjá fullorðnum og börnum en markmiðið er bæta aðgengi að bókum, ekki síst í byggðarlögum þar sem engar bókaverslanir er að finna og reyna þannig að auka lestur almennt, en ekki síst meðal ungs fólks. „Samkvæmt PISA könnun og Skólapúlsinum segja sífellt færri nemendur í 10. bekk lestur vera eitt af helstu áhugamálum sínum. Hlutfall þeirra hefur lækkað úr 27 prósent um aldamótin og niður í 20 prósent nú. Þetta eru rúm sjö prósentustig,“ segir Gunnur Líf. Börn verða að fá bækur svo þau lesi Gunnur segir jafnframt að um aldamót hafi 37 prósent nemenda hafa verið ósammála þeirri fullyrðingu að lestur væri tímasóun. Í dag segjast aðeins 19 prósent nemenda vera því mjög ósammála. Hún vísar í frétt sem finna má á mbl.is frá í október á þessu ári þar sem haft er eftir Kristjáni Katli Stefánssyni, lektor í kennslufræði við HÍ, að lestraráhugi barna í 6. og 7. bekk hafi tekið skarpari dýfu en hjá eldri börnum og þá náðu aðeins 60 prósenta íslenskra nemenda grunnhæfni í lesskilningi í síðustu PISA könnun. „Fyrir þessu eru eflaust margar og flóknar ástæður, en eitt er víst að börn lesa ekki ef þau fá ekki bækur og úr því viljum við bæta fyrir jólin. Það gefur að skilja að á því verði sem við ætlum að selja bækurnar verður ágóði Samkaupa af bóksölunni ekki mikill – í raun verður hann hverfandi – en það er okkar einlægi vilji að gera það sem við getum gert til að auðvelda fólki, einkum foreldrum og öðrum aðstandendum barna, hvar sem þeir búa á landinu að gefa bók í jólagjöf um þessi jól,“ segir Gunnur Líf. Útgefendur fagna Þeir útgefendur sem Vísir hefur heyrt í taka þessu framtaki fagnandi þó margir þeirra vilji halda á lofti mikilvægi Eymundsson í bóksölukeðjunni. En þeir segja þetta góða og mikilvæga viðbót. Í Bónus segjast menn fagna samkeppninni. Þar hafa menn lengi tekið inn bækur og haft til sölu fyrir hátíðarnar. Baldur Ólafsson markaðsstjóri segir Ester Harðardóttur vera pottinn og pönnuna í því hvernig bækur veljast inn og þar að baki séu vísindi sem hann þekki ekki alveg sjálfur. „Samkaup hafa náttúrlega verið að veita okkur samkeppni í gegnum tíðina. Við erum að gera okkar besta og þau sitt besta og svo sjáum við hvernig þetta verður.“ Mikil barátta forlaganna að koma sínum bókum að Spurður hvort framboð bóka í búðum sem eru að höndla með matvöru sé til að lokka fólk í búðirnar segir Baldur það vitaskuld svo að Bónus leggi dæmið upp þannig að fólk geti gert öll sín jólainnkaup í Bónus, og keypt þar meðal annars bækurnar. „Það fer mikið fyrir þessu en við teljum þetta mikilvægt fyrir okkar menningararf að dreifa bókum, það er mikilvægt í þeim heimi sem er í dag, ört vaxandi digital-útgáfa,“ segir Baldur. Baldur Ólafsson markaðsstjóri segir Bónus stefna á það, eftir sem áður, að fólk geti sinnt jólakaupunum að fullu í búðum sínum.aðsend Hann segir að Bónus sé með um 180 til 200 titla í stóru búðunum sínum en færri í þeim smærri. Hann vill ekki gefa upp hversu mikil álagning er á bókunum, það sé ekki gefið upp en hún sé ekki mikil. „Þetta tekur mikið gólfpláss, er mikil barátta meðal forlaganna að koma sínum titlum að? Já og það er alveg eins og með flest allar vörur sem eru inn í Bónus.“ Matvöruverslun Bókaútgáfa Jól PISA-könnun Verslun Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
Samkaup hefur aldrei verið með meira úrval bóka á boðstólum og er sérstök áhersla lögð á úrval barna- og unglingabóka. Alls verða titlarnir ríflega 200 talsins. Þá segja talsmenn búðanna að verðið sé eins lágt og mögulegt er. „Í raun svo lágt að ágóði Samkaupa verður hverfandi,“ segir Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri verslunar‑ og mannauðssviðs Samkaupa. Markmiðið að bæta úr aðgengi Verðið verður lægst í Nettó, en vegna flutningskostnaðar og annarra þátta verður verð í Kjörbúðum innan við 100 krónum hærra og í Krambúðum innan við 200 krónum hærra en í Nettó. Gunnur Líf og þau hjá Samkaup vilja gera sitt svo lesendur hafi gott aðgengi að bókum.vísir/vilhelm Að sögn eru búðirnar að mæta því sem greint hefur verið frá í fréttum að undanförnu að lestur sé á undanhaldi, bæði hjá fullorðnum og börnum en markmiðið er bæta aðgengi að bókum, ekki síst í byggðarlögum þar sem engar bókaverslanir er að finna og reyna þannig að auka lestur almennt, en ekki síst meðal ungs fólks. „Samkvæmt PISA könnun og Skólapúlsinum segja sífellt færri nemendur í 10. bekk lestur vera eitt af helstu áhugamálum sínum. Hlutfall þeirra hefur lækkað úr 27 prósent um aldamótin og niður í 20 prósent nú. Þetta eru rúm sjö prósentustig,“ segir Gunnur Líf. Börn verða að fá bækur svo þau lesi Gunnur segir jafnframt að um aldamót hafi 37 prósent nemenda hafa verið ósammála þeirri fullyrðingu að lestur væri tímasóun. Í dag segjast aðeins 19 prósent nemenda vera því mjög ósammála. Hún vísar í frétt sem finna má á mbl.is frá í október á þessu ári þar sem haft er eftir Kristjáni Katli Stefánssyni, lektor í kennslufræði við HÍ, að lestraráhugi barna í 6. og 7. bekk hafi tekið skarpari dýfu en hjá eldri börnum og þá náðu aðeins 60 prósenta íslenskra nemenda grunnhæfni í lesskilningi í síðustu PISA könnun. „Fyrir þessu eru eflaust margar og flóknar ástæður, en eitt er víst að börn lesa ekki ef þau fá ekki bækur og úr því viljum við bæta fyrir jólin. Það gefur að skilja að á því verði sem við ætlum að selja bækurnar verður ágóði Samkaupa af bóksölunni ekki mikill – í raun verður hann hverfandi – en það er okkar einlægi vilji að gera það sem við getum gert til að auðvelda fólki, einkum foreldrum og öðrum aðstandendum barna, hvar sem þeir búa á landinu að gefa bók í jólagjöf um þessi jól,“ segir Gunnur Líf. Útgefendur fagna Þeir útgefendur sem Vísir hefur heyrt í taka þessu framtaki fagnandi þó margir þeirra vilji halda á lofti mikilvægi Eymundsson í bóksölukeðjunni. En þeir segja þetta góða og mikilvæga viðbót. Í Bónus segjast menn fagna samkeppninni. Þar hafa menn lengi tekið inn bækur og haft til sölu fyrir hátíðarnar. Baldur Ólafsson markaðsstjóri segir Ester Harðardóttur vera pottinn og pönnuna í því hvernig bækur veljast inn og þar að baki séu vísindi sem hann þekki ekki alveg sjálfur. „Samkaup hafa náttúrlega verið að veita okkur samkeppni í gegnum tíðina. Við erum að gera okkar besta og þau sitt besta og svo sjáum við hvernig þetta verður.“ Mikil barátta forlaganna að koma sínum bókum að Spurður hvort framboð bóka í búðum sem eru að höndla með matvöru sé til að lokka fólk í búðirnar segir Baldur það vitaskuld svo að Bónus leggi dæmið upp þannig að fólk geti gert öll sín jólainnkaup í Bónus, og keypt þar meðal annars bækurnar. „Það fer mikið fyrir þessu en við teljum þetta mikilvægt fyrir okkar menningararf að dreifa bókum, það er mikilvægt í þeim heimi sem er í dag, ört vaxandi digital-útgáfa,“ segir Baldur. Baldur Ólafsson markaðsstjóri segir Bónus stefna á það, eftir sem áður, að fólk geti sinnt jólakaupunum að fullu í búðum sínum.aðsend Hann segir að Bónus sé með um 180 til 200 titla í stóru búðunum sínum en færri í þeim smærri. Hann vill ekki gefa upp hversu mikil álagning er á bókunum, það sé ekki gefið upp en hún sé ekki mikil. „Þetta tekur mikið gólfpláss, er mikil barátta meðal forlaganna að koma sínum titlum að? Já og það er alveg eins og með flest allar vörur sem eru inn í Bónus.“
Matvöruverslun Bókaútgáfa Jól PISA-könnun Verslun Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent