Skaðaminnkun bjargar mannslífum Jónína Guðný Bogadóttir skrifar 19. nóvember 2024 12:02 Lyfjatengd andlát hafa verið mikið í umræðunni síðustu daga. Á síðasta ári voru þau alls 56, þar af 34 þar sem ópíóðar komu við sögu. Þessar tölur endurspegla ekki óbein dauðsföll tengd fíknivanda, svo sem vegna sýkinga eða sjálfsvíga án lyfjanotkunar, og má því gera ráð fyrir að heildartalan sé hærri. Við sem störfum í verkefninu Frú Ragnheiður, sem rekið er af Rauða krossinum, lýsum yfir miklum áhyggjum af þessari þróun og viljum vekja athygli á mikilvægi Naloxone, nefúða sem virkar sem mótefni gegn ópíóðum og er auðveldur í notkun. Aðgengi að Naloxone eykur öryggi og getur skipt sköpum ef ofskömmtun á sér stað. Árið 2023 heimsóttu 654 einstaklingar Frú Ragnheiði á höfuðborgarsvæðinu alls 5.893 sinnum. Þörfin er mikil og ekkert bendir til að heimsóknir verði færri á þessu ári. Frá opnun neyslurýmisins Ylja í ágúst hafa yfir 110 einstaklingar heimsótt rýmið tæplega 800 sinnum. Þar sem opið er aðeins á dagvinnutíma á virkum dögum er ljóst að aukið fjármagn er nauðsynlegt til að mæta eftirspurn. Á bak við þessar tölur eru einstaklingar. Einstaklingar sem eiga börn, foreldra, ömmur og afa, frændfólk og vini. Þetta eru einstaklingar sem búa við mikla neyð og þjáningu sem veldur því að þau grípa til örþrifaráða eins og glæpa eða vændis, oftast án valkosta til að breyta aðstæðum sínum. Frú Ragnheiður vinnur eftir skaðaminnkandi hugmyndafræði sem virðir það að til eru einstaklingar sem vilja ekki eða geta ekki hætt notkun vímuefna af einhverjum ástæðum. Öll dreymir þó um betra líf – heimili, fjölskyldutengsl, upplifa öryggi eða snúa við blaðinu. Því miður er raunveruleikinn sá að biðlistar í meðferð eru langir og mörg úrræði ófullnægjandi. Aðgengi að fjölbreyttum úrræðum og aukinni sálfræðimeðferð er bráðnauðsynlegt, bæði til að styðja við bataferli og til að fyrirbyggja bakslag. Við erum einnig að horfa á alvarlegri afleiðingar fyrir samfélagið, svo sem aukið ofbeldi og lakari geðheilsu. Kerfin þurfa að vinna saman og grípa fyrr inn í. Ef ekki núna, hvenær þá? Eitt af markmiðum skaðaminnkandi verkefna hjá Rauða krossinum er að lágmarka þann skaða sem felst af því að nota vímuefni. Naloxone spilar þar stóran þátt og með auknu aðgengi og notkun á Naloxone má koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll. Hægt er að nálgast Naloxone gjaldfrjálst hjá bæði Frú Ragnheiði í síma 788-7123 og hjá Ylju í síma 774-2957. Höfundur er hjúkrunarfræðingur í skaðaminnkandi verkefnum Rauða krossins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Félagsmál Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Lyfjatengd andlát hafa verið mikið í umræðunni síðustu daga. Á síðasta ári voru þau alls 56, þar af 34 þar sem ópíóðar komu við sögu. Þessar tölur endurspegla ekki óbein dauðsföll tengd fíknivanda, svo sem vegna sýkinga eða sjálfsvíga án lyfjanotkunar, og má því gera ráð fyrir að heildartalan sé hærri. Við sem störfum í verkefninu Frú Ragnheiður, sem rekið er af Rauða krossinum, lýsum yfir miklum áhyggjum af þessari þróun og viljum vekja athygli á mikilvægi Naloxone, nefúða sem virkar sem mótefni gegn ópíóðum og er auðveldur í notkun. Aðgengi að Naloxone eykur öryggi og getur skipt sköpum ef ofskömmtun á sér stað. Árið 2023 heimsóttu 654 einstaklingar Frú Ragnheiði á höfuðborgarsvæðinu alls 5.893 sinnum. Þörfin er mikil og ekkert bendir til að heimsóknir verði færri á þessu ári. Frá opnun neyslurýmisins Ylja í ágúst hafa yfir 110 einstaklingar heimsótt rýmið tæplega 800 sinnum. Þar sem opið er aðeins á dagvinnutíma á virkum dögum er ljóst að aukið fjármagn er nauðsynlegt til að mæta eftirspurn. Á bak við þessar tölur eru einstaklingar. Einstaklingar sem eiga börn, foreldra, ömmur og afa, frændfólk og vini. Þetta eru einstaklingar sem búa við mikla neyð og þjáningu sem veldur því að þau grípa til örþrifaráða eins og glæpa eða vændis, oftast án valkosta til að breyta aðstæðum sínum. Frú Ragnheiður vinnur eftir skaðaminnkandi hugmyndafræði sem virðir það að til eru einstaklingar sem vilja ekki eða geta ekki hætt notkun vímuefna af einhverjum ástæðum. Öll dreymir þó um betra líf – heimili, fjölskyldutengsl, upplifa öryggi eða snúa við blaðinu. Því miður er raunveruleikinn sá að biðlistar í meðferð eru langir og mörg úrræði ófullnægjandi. Aðgengi að fjölbreyttum úrræðum og aukinni sálfræðimeðferð er bráðnauðsynlegt, bæði til að styðja við bataferli og til að fyrirbyggja bakslag. Við erum einnig að horfa á alvarlegri afleiðingar fyrir samfélagið, svo sem aukið ofbeldi og lakari geðheilsu. Kerfin þurfa að vinna saman og grípa fyrr inn í. Ef ekki núna, hvenær þá? Eitt af markmiðum skaðaminnkandi verkefna hjá Rauða krossinum er að lágmarka þann skaða sem felst af því að nota vímuefni. Naloxone spilar þar stóran þátt og með auknu aðgengi og notkun á Naloxone má koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll. Hægt er að nálgast Naloxone gjaldfrjálst hjá bæði Frú Ragnheiði í síma 788-7123 og hjá Ylju í síma 774-2957. Höfundur er hjúkrunarfræðingur í skaðaminnkandi verkefnum Rauða krossins.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun