Að hans sögn er það nánast stanslaust vandamál á sumrin að ekið sé á kindur, en það sé sjaldgæfara á veturna þegar sauðfé er komið inn í hús.
„Þetta gerist í hverri einustu viku einhversstaðar á Suðurlandi,“ segir Þorsteinn um hvernig þetta blasi við á sumrin.
„Það er okkar mat að það er of mikið um það er ekið á kindur, og þetta er nú ekki tíminn, þetta er mjög skrýtinn tími.“
Greint var frá því í síðustu viku að sjö kindur hefðu drepist á Suðurlandi þegar ekið var á þær.