Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Heimir Már Pétursson skrifar 19. nóvember 2024 19:22 Rússar gerðu öflugustu árásir sínar á Úkraínu í fyrrinótt þegar þeir skutu samanlagt rúmlega tvö hundruð eldflaugum og drónum á borgir og bæi víðs vegar um landið. AP/Efrem Lukatsky Forseti Úkraínu segir bandamenn ekki mega óttast að ganga lengra í stuðningi þeirra og varnir gegn innrás Rússa sem nú hefur staðið yfir í þúsund daga. Allar tilslakanir væru vatn á myllu Rússlandsforseta sem yrði ekki stoppaður öðruvísi en með valdi. Volodomyr Zelenskyy forseti Úkraínu ávarpaði þing Evrópusambandsins í dag í tilefni þess að þúsund dagar eru liðnir frá allherjar innrás Rússa hinn 22. febrúar 2022. Hann hvatti bandamenn til að hætta að hika í stuðningi þeirra við Úkraínu. Volodomyr Zelenskyy forseti Úkraínu ávarpaði þing Evrópusambandsins í gegnum fjarfundabúnað í dag.AP/Dursun Aydemir „Sameignlega höfum við áorkað mjög miklu en við megum ekki óttast að gera jafnvel enn meira,“ sagði Zelenskyy í ávarpi sínu. Valdimir Putin forseti Rússlands hefði nú þegar fengið liðsauka upp á tíu þúsund hermenn við landamærin að Úkraínu frá norður Kóreu. Þeim gæti auðveldlega fjölgað í hundrað þúsund. „Á meðan sumir leiðtogar Evrópu eru með hugann við kosningar og annað þess háttar á kostnað Úkraínu er Putin einbeittur í að vinna stríðið. Hann mun ekki láta staðar numið að sjálfsdáðun. Því meiri tíma sem honum er gefinn versna aðstæðurnar,“ sagði forseti Úkraínu. Án tiltekinna lykilþátta í stuðningi Vestulanda væri dregið úr vilja Putins til raunverulegra friðarviðræðna. Skref í þessa átt var stigið í gær þegar Joe Biden Bandaríkjaforseti heimilaði Úkraínumönnum loksins að beita langdrægum bandarískum ATACAMS eldflaugum innan landamæra Rússlands. En þó aðeins til að verjast árásum Rússa á herlið Úkraínumanna í Kurskhéraði í Rússlandi. Vladimir Putin forseti Rússlands staðfest uppfærða kjarnorkuvopnaáætlun Rússlands í dag.AP Rússlandsforseti undirritaði í dag uppfærða kjarnorkuvopnaáætlun sem heimilar notkun kjarnorkuvopna ef ríki án slíkra vopna ógnaði öryggi Rússlands. Mark Rutte aðalframkvæmdastjóri NATO sagði í dag að bandalgsríkin ræddu nú enn frekari stuðning við Úkraínu. „Sérstaklega núna eftir að norður Kórea hefur blandað sér í stríðið. Við vitum að Kínverjar veita Rússum aðstoð við stríðsreksturinn og við vitum að Íranir gera það einnig,“ sagði Rutte. Mark Rutte aðalframkvæmdastjóri NATO segir bandalagsríkin nú ræða aukinn stuðning við Úkraínu.AP/Nicolas Tuca Rússar greiddu greiddu meðal annars fyrir þessa aðstoð með tæknilegum upplýsingum um eldflaugasmíði. „Sem er bein ógn. Ekki aðeins við okkur heldur einnig við suður Kóreu, Japan og jafvel meginland Bandaríkjanna,” sagði Mark Rutte í dag. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland NATO Bandaríkin Evrópusambandið Tengdar fréttir Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Í dag eru þúsund dagar liðnir frá allsherjar innrás Rússa í Úkraínu hinn 24. febrúar 2022. Milljónir manna hafa flúið landið og talið er að fimm milljónir íbúa landsins búi við fæðuskort. Helmingur allra orkuinnviða landsins hefur verið eyðilagður í árásum Rússa. 19. nóvember 2024 11:51 Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sakaði Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, í morgun um að „hella olíu á eldinn“ með því að veita Úkraínumönnum leyfi til að nota bandarískar eldflaugar til árása í Rússlandi. 18. nóvember 2024 13:48 Scholz ver símtal sitt við Pútín Enga hugarfarsbreytingu var að merkja hjá Vladímír Pútín gagnvart stríðsrekstri hans í Úkraínu í símtali við Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, fyrir helgi. Scholz á í vök að verjast vegna símtalsins og er sakaður um að rjúfa samstöðu með Úkraínu. 18. nóvember 2024 09:01 Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur veitt Úkraínumönnum heimild til þess að beita bandarískum langdrægum eldflaugum, svokölluðu ATACMS-vopnakerfi, á rússneskri grundu. 17. nóvember 2024 20:13 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fleiri fréttir Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Sjá meira
Volodomyr Zelenskyy forseti Úkraínu ávarpaði þing Evrópusambandsins í dag í tilefni þess að þúsund dagar eru liðnir frá allherjar innrás Rússa hinn 22. febrúar 2022. Hann hvatti bandamenn til að hætta að hika í stuðningi þeirra við Úkraínu. Volodomyr Zelenskyy forseti Úkraínu ávarpaði þing Evrópusambandsins í gegnum fjarfundabúnað í dag.AP/Dursun Aydemir „Sameignlega höfum við áorkað mjög miklu en við megum ekki óttast að gera jafnvel enn meira,“ sagði Zelenskyy í ávarpi sínu. Valdimir Putin forseti Rússlands hefði nú þegar fengið liðsauka upp á tíu þúsund hermenn við landamærin að Úkraínu frá norður Kóreu. Þeim gæti auðveldlega fjölgað í hundrað þúsund. „Á meðan sumir leiðtogar Evrópu eru með hugann við kosningar og annað þess háttar á kostnað Úkraínu er Putin einbeittur í að vinna stríðið. Hann mun ekki láta staðar numið að sjálfsdáðun. Því meiri tíma sem honum er gefinn versna aðstæðurnar,“ sagði forseti Úkraínu. Án tiltekinna lykilþátta í stuðningi Vestulanda væri dregið úr vilja Putins til raunverulegra friðarviðræðna. Skref í þessa átt var stigið í gær þegar Joe Biden Bandaríkjaforseti heimilaði Úkraínumönnum loksins að beita langdrægum bandarískum ATACAMS eldflaugum innan landamæra Rússlands. En þó aðeins til að verjast árásum Rússa á herlið Úkraínumanna í Kurskhéraði í Rússlandi. Vladimir Putin forseti Rússlands staðfest uppfærða kjarnorkuvopnaáætlun Rússlands í dag.AP Rússlandsforseti undirritaði í dag uppfærða kjarnorkuvopnaáætlun sem heimilar notkun kjarnorkuvopna ef ríki án slíkra vopna ógnaði öryggi Rússlands. Mark Rutte aðalframkvæmdastjóri NATO sagði í dag að bandalgsríkin ræddu nú enn frekari stuðning við Úkraínu. „Sérstaklega núna eftir að norður Kórea hefur blandað sér í stríðið. Við vitum að Kínverjar veita Rússum aðstoð við stríðsreksturinn og við vitum að Íranir gera það einnig,“ sagði Rutte. Mark Rutte aðalframkvæmdastjóri NATO segir bandalagsríkin nú ræða aukinn stuðning við Úkraínu.AP/Nicolas Tuca Rússar greiddu greiddu meðal annars fyrir þessa aðstoð með tæknilegum upplýsingum um eldflaugasmíði. „Sem er bein ógn. Ekki aðeins við okkur heldur einnig við suður Kóreu, Japan og jafvel meginland Bandaríkjanna,” sagði Mark Rutte í dag.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland NATO Bandaríkin Evrópusambandið Tengdar fréttir Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Í dag eru þúsund dagar liðnir frá allsherjar innrás Rússa í Úkraínu hinn 24. febrúar 2022. Milljónir manna hafa flúið landið og talið er að fimm milljónir íbúa landsins búi við fæðuskort. Helmingur allra orkuinnviða landsins hefur verið eyðilagður í árásum Rússa. 19. nóvember 2024 11:51 Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sakaði Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, í morgun um að „hella olíu á eldinn“ með því að veita Úkraínumönnum leyfi til að nota bandarískar eldflaugar til árása í Rússlandi. 18. nóvember 2024 13:48 Scholz ver símtal sitt við Pútín Enga hugarfarsbreytingu var að merkja hjá Vladímír Pútín gagnvart stríðsrekstri hans í Úkraínu í símtali við Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, fyrir helgi. Scholz á í vök að verjast vegna símtalsins og er sakaður um að rjúfa samstöðu með Úkraínu. 18. nóvember 2024 09:01 Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur veitt Úkraínumönnum heimild til þess að beita bandarískum langdrægum eldflaugum, svokölluðu ATACMS-vopnakerfi, á rússneskri grundu. 17. nóvember 2024 20:13 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fleiri fréttir Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Sjá meira
Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Í dag eru þúsund dagar liðnir frá allsherjar innrás Rússa í Úkraínu hinn 24. febrúar 2022. Milljónir manna hafa flúið landið og talið er að fimm milljónir íbúa landsins búi við fæðuskort. Helmingur allra orkuinnviða landsins hefur verið eyðilagður í árásum Rússa. 19. nóvember 2024 11:51
Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sakaði Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, í morgun um að „hella olíu á eldinn“ með því að veita Úkraínumönnum leyfi til að nota bandarískar eldflaugar til árása í Rússlandi. 18. nóvember 2024 13:48
Scholz ver símtal sitt við Pútín Enga hugarfarsbreytingu var að merkja hjá Vladímír Pútín gagnvart stríðsrekstri hans í Úkraínu í símtali við Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, fyrir helgi. Scholz á í vök að verjast vegna símtalsins og er sakaður um að rjúfa samstöðu með Úkraínu. 18. nóvember 2024 09:01
Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur veitt Úkraínumönnum heimild til þess að beita bandarískum langdrægum eldflaugum, svokölluðu ATACMS-vopnakerfi, á rússneskri grundu. 17. nóvember 2024 20:13