Ofbeldi og mannréttindabrot á Íslandi ekki forgangsmál þingmanna Grímur Atlason skrifar 19. nóvember 2024 16:33 Í júlí sl. kom út skýrsla í Nýja-Sjálandi. Þar voru birtar niðurstöður rannsóknar á aðbúnaði barna og fullorðinna í viðkvæmri stöðu sem höfðu verið í umsjón kirkjunnar og ríkisins á árunum 1950 til 2019. Niðurstöðurnar eru skelfilegar. Af þeim 650 þúsund börnum og fullorðnum í viðkvæmri stöðu, sem voru vistuð til lengri eða skemmri tíma á vegum þessara aðila, voru yfir 200 þúsund beitt líkamlegu-, kynferðislegu- og/eða andlegu ofbeldi. Þann 12. júní 2021 skipaði þáverandi forsætisráðherra Íslands í samræmi við ályktun frá Alþingi nefnd sem var falið að safna saman ítarlegum upplýsingum um starfsemi stofnana fyrir fullorðið fatlað fólk með þroskahömlun og skyldar fatlanir og fullorðna með geðrænan vanda. Var nefndinni gert að leggja mat á afmörkun, umfang og markmið rannsóknarinnar. Sérstök áhersla skyldi lögð á aðbúnað og meðferð vistmanna á nýliðnum árum allt til dagsins í dag. Niðurstöður nefndarinnar voru birtar á heimasíðu forsætisráðuneytisins þann 8. júní 2022. Helstu niðurstöður nefndarinnar eru eftirfarandi: Nefndin leggur til að rannsóknin fari fram samkvæmt fyrirmælum laga nr. 68/2011, um rannsóknarnefndir. Slíkt fyrirkomulag gefi rannsóknarnefnd sjálfstæði, styrkar rannsóknarheimildir og sé einnig í samræmi við þann vilja Alþingis að almenn lög gildi almennt um slíkar rannsóknir. Þá er lagt til að rannsóknartímabilið verði annars vegar frá 1970 - 2011 og hins vegar frá 2011 og til dagsins í dag. Nauðsynlegt er að fatlað fólk með þroskahömlun og fólk með geðrænan vanda sé á meðal nefndarmanna. Lögð er þung áhersla á að gæta þess að fólk með þroskahömlun og fólk með geðrænan vanda fái fullnægjandi aðstoð við að koma málum sínum á framfæri við nefndina og fylgja þeim eftir. Að rannsóknin byggi á jafnræði hvað varðar afmörkun og umfang rannsóknar. Að rannsóknin byggi á gagnsæi, bæði hvað varðar verklag og niðurstöður. Loks eru settar fram mögulegar rannsóknarspurningar sem leitað yrði svara við. Var velferðarnefnd Alþingis í framhaldinu falið að vinna úr þessum tillögum og ákveða næstu skref. Síðan eru liðnir 29 mánuðir. Geðhjálp og Þroskahjálp hafa ítrekað sent fyrirspurnir til velferðarnefndar, tekið málið upp á fundum með nefndinni og öðrum nefndum þingsins, skrifað forsætisráðherrum með reglulegu millibili, tekið málið upp í fjölmiðlum og rætt á fundum með þingflokkum stjórnar og stjórnarandstöðu. Ekkert hefur verið gert í málinu. Á Íslandi er fjöldi fullorðinna einstaklinga sem samfélagið hefur algjörlega brugðist. Sumir þessara einstaklinga voru vistaðir til lengri eða skemmri tíma á stofnunum á vegum opinberra aðila (ríkis og sveitarfélag) hvar mannréttindi þeirra voru fótum troðin og lög brotin. Þetta á ekki aðeins við um einstaklinga sem dvöldu á stofnunum eða stöðum fyrir hálfri öld, heldur á þetta á einnig við um nútímann. Að þingmenn hafi trassað það í 29 mánuði að rækja lágmarks skyldur sínar gagnvart þessu fólki og aðstandendum þeirra er til háborinnar skammar! Höfundur er framkvæmdastjóri landssamtakanna Geðhjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Grímur Atlason Geðheilbrigði Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Í júlí sl. kom út skýrsla í Nýja-Sjálandi. Þar voru birtar niðurstöður rannsóknar á aðbúnaði barna og fullorðinna í viðkvæmri stöðu sem höfðu verið í umsjón kirkjunnar og ríkisins á árunum 1950 til 2019. Niðurstöðurnar eru skelfilegar. Af þeim 650 þúsund börnum og fullorðnum í viðkvæmri stöðu, sem voru vistuð til lengri eða skemmri tíma á vegum þessara aðila, voru yfir 200 þúsund beitt líkamlegu-, kynferðislegu- og/eða andlegu ofbeldi. Þann 12. júní 2021 skipaði þáverandi forsætisráðherra Íslands í samræmi við ályktun frá Alþingi nefnd sem var falið að safna saman ítarlegum upplýsingum um starfsemi stofnana fyrir fullorðið fatlað fólk með þroskahömlun og skyldar fatlanir og fullorðna með geðrænan vanda. Var nefndinni gert að leggja mat á afmörkun, umfang og markmið rannsóknarinnar. Sérstök áhersla skyldi lögð á aðbúnað og meðferð vistmanna á nýliðnum árum allt til dagsins í dag. Niðurstöður nefndarinnar voru birtar á heimasíðu forsætisráðuneytisins þann 8. júní 2022. Helstu niðurstöður nefndarinnar eru eftirfarandi: Nefndin leggur til að rannsóknin fari fram samkvæmt fyrirmælum laga nr. 68/2011, um rannsóknarnefndir. Slíkt fyrirkomulag gefi rannsóknarnefnd sjálfstæði, styrkar rannsóknarheimildir og sé einnig í samræmi við þann vilja Alþingis að almenn lög gildi almennt um slíkar rannsóknir. Þá er lagt til að rannsóknartímabilið verði annars vegar frá 1970 - 2011 og hins vegar frá 2011 og til dagsins í dag. Nauðsynlegt er að fatlað fólk með þroskahömlun og fólk með geðrænan vanda sé á meðal nefndarmanna. Lögð er þung áhersla á að gæta þess að fólk með þroskahömlun og fólk með geðrænan vanda fái fullnægjandi aðstoð við að koma málum sínum á framfæri við nefndina og fylgja þeim eftir. Að rannsóknin byggi á jafnræði hvað varðar afmörkun og umfang rannsóknar. Að rannsóknin byggi á gagnsæi, bæði hvað varðar verklag og niðurstöður. Loks eru settar fram mögulegar rannsóknarspurningar sem leitað yrði svara við. Var velferðarnefnd Alþingis í framhaldinu falið að vinna úr þessum tillögum og ákveða næstu skref. Síðan eru liðnir 29 mánuðir. Geðhjálp og Þroskahjálp hafa ítrekað sent fyrirspurnir til velferðarnefndar, tekið málið upp á fundum með nefndinni og öðrum nefndum þingsins, skrifað forsætisráðherrum með reglulegu millibili, tekið málið upp í fjölmiðlum og rætt á fundum með þingflokkum stjórnar og stjórnarandstöðu. Ekkert hefur verið gert í málinu. Á Íslandi er fjöldi fullorðinna einstaklinga sem samfélagið hefur algjörlega brugðist. Sumir þessara einstaklinga voru vistaðir til lengri eða skemmri tíma á stofnunum á vegum opinberra aðila (ríkis og sveitarfélag) hvar mannréttindi þeirra voru fótum troðin og lög brotin. Þetta á ekki aðeins við um einstaklinga sem dvöldu á stofnunum eða stöðum fyrir hálfri öld, heldur á þetta á einnig við um nútímann. Að þingmenn hafi trassað það í 29 mánuði að rækja lágmarks skyldur sínar gagnvart þessu fólki og aðstandendum þeirra er til háborinnar skammar! Höfundur er framkvæmdastjóri landssamtakanna Geðhjálpar.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun