Það var vitað að Logi Tómasson tekur út leikbann í leik kvöldsins og Aron Einar Gunnarsson er meiddur. Stefán Teitur Þórðarson missir líka sæti sitt í byrjunarliðinu.
Guðlaugur Victor Pálsson kemur inn í miðvörðinn í stað Arons Einars alveg eins og snemma í leiknum við Svartfellinga.
Alfons Sampsted kemur síðan inn í hægri bakvörðinn en í raun er það Valgeir Lunddal Friðriksson sem leysir af Loga. Valgeir færir sig úr hægri bakverði yfir í þann vinstri.
Ísak Bergmann Jóhannesson, sem skoraði seinna markið á móti Svartfellingum, kemur svo inn á miðjuna í stað Stefán Teits.
Orri Steinn Óskarsson og Andri Lucas Guðjohnsen eru því áfram saman í framlínunni og það er ekki hægt að sjá annað en þarna sé komið framtíðarframherjapar landsliðsins.

- Byrjunarlið Íslands á móti Wales:
- Hákon Rafn Valdimarsson
- Alfons Sampsted
- Sverrir Ingi Ingason
- Guðlaugur Victor Pálsson
- Valgeir Lunddal Friðriksson
- Jóhann Berg Guðmundsson
- Arnór Ingvi Traustason
- Ísak Bergmann Jóhannesson
- Jón Dagur Þorsteinsson
- Orri Steinn Óskarsson
- Andri Lucas Guðjohnsen