Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Íþróttadeild Vísis skrifar 19. nóvember 2024 21:42 Valgeir Lunddal Friðriksson átti erfitt kvöld eins og öll varnarlína Íslands. Catherine Ivill - AMA/Getty Images Landsliðsmenn Íslands áttu misgott kvöld í kaflaskiptum leik við Wales í kvöld en tapaðist full stórt. 4-1 sigur Wales niðurstaðan í leik þar sem Ísland hefði hæglega getað skorað fleiri. Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður [6] Lítið út á hann að setja í mörkum Wales. Greip inn í þegar þurfti og skylduvörslurnar allar öruggar. Alfons Sampsted, hægri bakvörður [3] Missti af Cullen í fyrra markinu en var að valda tvo menn á þeim tímapunkti. Var í vandræðum eins og öll varnarlína Íslands. Fór meiddur af velli á 74. mínútu. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður [3] Oft virkað öruggari. Virkaði stundum eins og það vantaði upp á tengingu milli hans og Guðlaugs. Þeir félagar hafa átt betri daga og gekk ekki vel að glíma við skyndisóknir Walesverja. Guðlaugur Victor Pálsson, miðvörður [3] Tvö stór atvik þar sem hann tapar einvígjum sem hann verður fyrstur til að viðurkenna sjálfur að hann á að vinna og færi skapast í kjölfarið. Gekk eins og öðrum í vörninni illa að glíma við hraðar sóknir Walesverja. Valgeir Lunddal Friðriksson, vinstri bakvörður [2] Gerði sig sekan um mistök í aðdraganda annars marksins með slæmri sendingu. Átti ekki einfalt verkefni fyrir höndum að takast á við hraða Brennan Johnson sem átti til að valda usla. Féll við þegar Johnson skoraði þriðja markið. Ísak Bergmann Jóhannesson, hægri kantmaður [6] Reyndi sitt besta og var fínn framan af. Duglegur í pressunni en minna sjáanlegur eftir því sem leið á. Arnór Ingvi Traustason, miðjumaður [6] Fínn í spili ásamt Jóa þegar Ísland hélt í boltann í fyrri hálfleik. Þreytulegur í lokin og fær verðskuldað gult spjald fyrir að stöðva skyndisókn. Jóhann Berg Guðmundsson, miðjumaður [5] Fór út af í hálfleik. Þreytulegur á köflum, Walesverjar komust stundum full auðveldlega í gegnum miðju Íslands. Góður á hinn endann og öflugur í spilinu. Átti frábæra fyrirgjöf sem mark Andra Lucasar kom upp úr. Jón Dagur Þorsteinsson, vinstri kantmaður [6] Duglegur í pressunni án bolta og áræðinn með bolta. Sótti alltaf á bakvörðinn þegar hann fékk boltann. Klúðraði tveimur upplögðum marktækifærum í röð snemma í síðari hálfleik. Orri Steinn Óskarsson, framherji [-] Orri Steinn var öflugur í þær rúmu tuttugu mínútur sem hann spilaði í kvöld. Skapaði færi fyrir Ísak snemma leiks og átti marktilraunina sem Andri Lucas fylgdi eftir er hann kom Íslandi yfir. Fór meiddur af velli. Andri Lucas Guðjohnsen, framherji [7] Skoraði fyrsta mark Íslands úr einkar þröngri stöðu og það mark hækkar einkunn hans. Fékk önnur færi til að bæta við sem verr gekk að nýta. Duglegur í pressunni og telst besti maður Íslands á erfiðu kvöldi. Varamenn: Mikael Egill Ellertsson kom inn á fyrir Orra Stein Óskarsson á 25. mínútu [5] Týndur í fyrri en vann á eftir hléið og var meira ógnandi. Átakanlegur munur að hafa hann í fremstu víglínu þegar maður er vanur Orra Steini í þeirri stöðu. Stefán Teitur Þórðarson kom inn á fyrir Jóhann Berg Guðmundsson á 46. mínútu. [5] Tapaði boltanum í aðdraganda þriðja marks Wales. Var reglulega sundurslitið milli miðju og varnar þegar Walesverjar sóttu hratt og Stefán náði því miður ekki að tengja það betur saman. Dagur Dan Þórhallsson kom inn á fyrir Alfons Sampsted á 74. mínútu. [] Spilaði of lítið til að fá einkunn. Willum Þór Willumsson kom inn á fyrir Jón Dag Þorsteinsson á 74. mínútu. Spilaði of lítið til að fá einkunn. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Sjá meira
Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður [6] Lítið út á hann að setja í mörkum Wales. Greip inn í þegar þurfti og skylduvörslurnar allar öruggar. Alfons Sampsted, hægri bakvörður [3] Missti af Cullen í fyrra markinu en var að valda tvo menn á þeim tímapunkti. Var í vandræðum eins og öll varnarlína Íslands. Fór meiddur af velli á 74. mínútu. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður [3] Oft virkað öruggari. Virkaði stundum eins og það vantaði upp á tengingu milli hans og Guðlaugs. Þeir félagar hafa átt betri daga og gekk ekki vel að glíma við skyndisóknir Walesverja. Guðlaugur Victor Pálsson, miðvörður [3] Tvö stór atvik þar sem hann tapar einvígjum sem hann verður fyrstur til að viðurkenna sjálfur að hann á að vinna og færi skapast í kjölfarið. Gekk eins og öðrum í vörninni illa að glíma við hraðar sóknir Walesverja. Valgeir Lunddal Friðriksson, vinstri bakvörður [2] Gerði sig sekan um mistök í aðdraganda annars marksins með slæmri sendingu. Átti ekki einfalt verkefni fyrir höndum að takast á við hraða Brennan Johnson sem átti til að valda usla. Féll við þegar Johnson skoraði þriðja markið. Ísak Bergmann Jóhannesson, hægri kantmaður [6] Reyndi sitt besta og var fínn framan af. Duglegur í pressunni en minna sjáanlegur eftir því sem leið á. Arnór Ingvi Traustason, miðjumaður [6] Fínn í spili ásamt Jóa þegar Ísland hélt í boltann í fyrri hálfleik. Þreytulegur í lokin og fær verðskuldað gult spjald fyrir að stöðva skyndisókn. Jóhann Berg Guðmundsson, miðjumaður [5] Fór út af í hálfleik. Þreytulegur á köflum, Walesverjar komust stundum full auðveldlega í gegnum miðju Íslands. Góður á hinn endann og öflugur í spilinu. Átti frábæra fyrirgjöf sem mark Andra Lucasar kom upp úr. Jón Dagur Þorsteinsson, vinstri kantmaður [6] Duglegur í pressunni án bolta og áræðinn með bolta. Sótti alltaf á bakvörðinn þegar hann fékk boltann. Klúðraði tveimur upplögðum marktækifærum í röð snemma í síðari hálfleik. Orri Steinn Óskarsson, framherji [-] Orri Steinn var öflugur í þær rúmu tuttugu mínútur sem hann spilaði í kvöld. Skapaði færi fyrir Ísak snemma leiks og átti marktilraunina sem Andri Lucas fylgdi eftir er hann kom Íslandi yfir. Fór meiddur af velli. Andri Lucas Guðjohnsen, framherji [7] Skoraði fyrsta mark Íslands úr einkar þröngri stöðu og það mark hækkar einkunn hans. Fékk önnur færi til að bæta við sem verr gekk að nýta. Duglegur í pressunni og telst besti maður Íslands á erfiðu kvöldi. Varamenn: Mikael Egill Ellertsson kom inn á fyrir Orra Stein Óskarsson á 25. mínútu [5] Týndur í fyrri en vann á eftir hléið og var meira ógnandi. Átakanlegur munur að hafa hann í fremstu víglínu þegar maður er vanur Orra Steini í þeirri stöðu. Stefán Teitur Þórðarson kom inn á fyrir Jóhann Berg Guðmundsson á 46. mínútu. [5] Tapaði boltanum í aðdraganda þriðja marks Wales. Var reglulega sundurslitið milli miðju og varnar þegar Walesverjar sóttu hratt og Stefán náði því miður ekki að tengja það betur saman. Dagur Dan Þórhallsson kom inn á fyrir Alfons Sampsted á 74. mínútu. [] Spilaði of lítið til að fá einkunn. Willum Þór Willumsson kom inn á fyrir Jón Dag Þorsteinsson á 74. mínútu. Spilaði of lítið til að fá einkunn.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Sjá meira