Arðrán um hábjartan dag? Sigurjón Þórðarson skrifar 20. nóvember 2024 07:01 Það er stórmerkilegt að Flokkur fólksins sé eina stjórnmálaaflið sem setur raunverulegar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu á oddinn. Aðrir flokkar fara með þá fölsku möntru að kerfið sé það besta í heimi, þrátt fyrir að það liggi fyrir að það hafi leitt til minni afla í öllum tegundum og byggðaröskun. Það er helst að hinir flokkarnir deili um hve veiðigjöldin eigi að vera en sumir vilja hækka eitthvað gjöldin á meðan formaður Framsóknarflokksins boðaði ríkan vilja til þess að lækka gjöldin á „sjávarútvegsdeginum“ sem haldinn var í október sl. Flokkur fólksins leggur ríka áherslu á að taka á tvöfaldri verðlagningu á helstu útflutningsafurð þjóðarinnar. Sama á við um samþættingu veiða og vinnslu sem birtist m.a. með þeim hætti að verðlagning á makríl sem kemur til skipta til sjómanna á Íslandi er þriðjungurinn af því sem verðið er í Færeyjum. Ef það á að leggja á veiðigjöld þá er augljóst að verðlagningin á fiski þarf að fara fram með gagnsæjum hætti, en að öðrum kosti er og verður verðlagningin alger leikaraskapur. Á fyrrgreindum sjávarútvegsdegi þá greindi stjórnarformaður eins stærsta sjávarútvegsfyrirtækis landsins hróður frá því að með tæknilegustu vinnslu landsins og samþættri virðiskeðju næðist sá mikli árangur að útflutningsverðmæti á hvert veitt kg. af þorski skilaði þjóðarbúinu 652 kr. Það mátti skilja það á stjórnarformanninum að um væri að ræða kraftaverk sem enginn gæti leikið eftir í heiminum. Þegar betur var að gáð og skoðað hvað t.d. Færeyingar fá fyrir sinn ferska fisk sem fluttur er út í heilu lagi og án nokkurrar vinnslu, þá kom í ljós að verðið samkvæmt Hagstofu Færeyinga er 20% hærra en fékkst í kraftaverkavinnslunni í besta kerfi í heimi! Hvað skýrir þennan verðmun? Það er ekki gott að segja í hverju munurinn liggur en afar ólíklegt er að hráefnið spillist við að fara í gegnum eina fullkomnustu fiskvinnslu heims. Líklegra er að það sé eitt og annað sem mætti lagfæra hvað varðar sölumálin og kanna gaumgæfilega hvað verður eftir af verðmætum í „erlendum“ sölufélögum. Það er stórundarlegt að það sé til fólk sem gefur sig út fyrir að ætla að starfa í umboði þjóðarinnar án þess að taka þessi mál til skoðunar og sé tilbúið að fórna t.d. byggðinni í Grímsey á altari kerfis sem er augljóslega stórgallað. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæminu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Það er stórmerkilegt að Flokkur fólksins sé eina stjórnmálaaflið sem setur raunverulegar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu á oddinn. Aðrir flokkar fara með þá fölsku möntru að kerfið sé það besta í heimi, þrátt fyrir að það liggi fyrir að það hafi leitt til minni afla í öllum tegundum og byggðaröskun. Það er helst að hinir flokkarnir deili um hve veiðigjöldin eigi að vera en sumir vilja hækka eitthvað gjöldin á meðan formaður Framsóknarflokksins boðaði ríkan vilja til þess að lækka gjöldin á „sjávarútvegsdeginum“ sem haldinn var í október sl. Flokkur fólksins leggur ríka áherslu á að taka á tvöfaldri verðlagningu á helstu útflutningsafurð þjóðarinnar. Sama á við um samþættingu veiða og vinnslu sem birtist m.a. með þeim hætti að verðlagning á makríl sem kemur til skipta til sjómanna á Íslandi er þriðjungurinn af því sem verðið er í Færeyjum. Ef það á að leggja á veiðigjöld þá er augljóst að verðlagningin á fiski þarf að fara fram með gagnsæjum hætti, en að öðrum kosti er og verður verðlagningin alger leikaraskapur. Á fyrrgreindum sjávarútvegsdegi þá greindi stjórnarformaður eins stærsta sjávarútvegsfyrirtækis landsins hróður frá því að með tæknilegustu vinnslu landsins og samþættri virðiskeðju næðist sá mikli árangur að útflutningsverðmæti á hvert veitt kg. af þorski skilaði þjóðarbúinu 652 kr. Það mátti skilja það á stjórnarformanninum að um væri að ræða kraftaverk sem enginn gæti leikið eftir í heiminum. Þegar betur var að gáð og skoðað hvað t.d. Færeyingar fá fyrir sinn ferska fisk sem fluttur er út í heilu lagi og án nokkurrar vinnslu, þá kom í ljós að verðið samkvæmt Hagstofu Færeyinga er 20% hærra en fékkst í kraftaverkavinnslunni í besta kerfi í heimi! Hvað skýrir þennan verðmun? Það er ekki gott að segja í hverju munurinn liggur en afar ólíklegt er að hráefnið spillist við að fara í gegnum eina fullkomnustu fiskvinnslu heims. Líklegra er að það sé eitt og annað sem mætti lagfæra hvað varðar sölumálin og kanna gaumgæfilega hvað verður eftir af verðmætum í „erlendum“ sölufélögum. Það er stórundarlegt að það sé til fólk sem gefur sig út fyrir að ætla að starfa í umboði þjóðarinnar án þess að taka þessi mál til skoðunar og sé tilbúið að fórna t.d. byggðinni í Grímsey á altari kerfis sem er augljóslega stórgallað. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæminu
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun