Kunnugleg rödd og kosningaloforð Sigvarður Ari Huldarsson skrifar 19. nóvember 2024 21:02 Nú er kunnugleg rödd farin að hljóma sem ber upp mörg kosningaloforð. Ég þekki vel þessa rödd því fyrst heyrði ég hana úr munni fréttamanns í sjónvarpinu. Seinna heyrði ég þessa rödd tala fyrir hönd S-hópsins svokallaða sem keyptu Búnaðarbankann. Röddin sagði að þeir væru með kjölfestufjárfesti sem var þýskur banki og fengu þeir lán hjá Landsbankanum til þess að kaupa hann. Kom á daginn síðar að þessi öflugi þýski banki var plat og þegar S-hópurinn seldi svo bankann til annara högnuðust þeir mikið á þessum gjörningi. Bankinn lenti svo í hendur óábyrgra aðila sem höfðu meiri áhuga á að gera hann að stærsta bankanum, en hirtu ekki um ábyrgð og gæði þjónustunnar sem væri veitt. Næst heyrði ég þessa rödd með kosningaloforð um að láta „hrægammasjóðina“ borga og fékk hann ágætis kostningu út á það. Einn daginn heyrðist ekkert í röddinni er spurt var af hverju hann sjálfur og konan hans áttu einn af hrægammasjóðunum. Stuttu seinna sagði röddin af sér forsætisráðherrastóli. Eitt sinn heyrði ég röddina af segulbandi þar sem hann talaði ílla um konur, fatlaða og samkynhneigða. Það varð síðar kallað Klausturmálið. Næst heyrði ég röddina tala fyrir nýjan flokk og virtist mest vera hræðsluáróður frekar en eiginleg stefnumál og aftur fékk hann ágætis kostningu. Nú heyri ég röddina lofa lægri sköttum, draga úr ríkisútgjöldum, endurreisa séreignastefnuna í húsnæðismálum og ná tökum á landamærunum. Einhvernveginn hef ég ekki mikla trú á að þetta sé annað en kosningaloforð sem eru bara til þess brúks að afla fylgis. Höfundur er framkvæmdastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Sjá meira
Nú er kunnugleg rödd farin að hljóma sem ber upp mörg kosningaloforð. Ég þekki vel þessa rödd því fyrst heyrði ég hana úr munni fréttamanns í sjónvarpinu. Seinna heyrði ég þessa rödd tala fyrir hönd S-hópsins svokallaða sem keyptu Búnaðarbankann. Röddin sagði að þeir væru með kjölfestufjárfesti sem var þýskur banki og fengu þeir lán hjá Landsbankanum til þess að kaupa hann. Kom á daginn síðar að þessi öflugi þýski banki var plat og þegar S-hópurinn seldi svo bankann til annara högnuðust þeir mikið á þessum gjörningi. Bankinn lenti svo í hendur óábyrgra aðila sem höfðu meiri áhuga á að gera hann að stærsta bankanum, en hirtu ekki um ábyrgð og gæði þjónustunnar sem væri veitt. Næst heyrði ég þessa rödd með kosningaloforð um að láta „hrægammasjóðina“ borga og fékk hann ágætis kostningu út á það. Einn daginn heyrðist ekkert í röddinni er spurt var af hverju hann sjálfur og konan hans áttu einn af hrægammasjóðunum. Stuttu seinna sagði röddin af sér forsætisráðherrastóli. Eitt sinn heyrði ég röddina af segulbandi þar sem hann talaði ílla um konur, fatlaða og samkynhneigða. Það varð síðar kallað Klausturmálið. Næst heyrði ég röddina tala fyrir nýjan flokk og virtist mest vera hræðsluáróður frekar en eiginleg stefnumál og aftur fékk hann ágætis kostningu. Nú heyri ég röddina lofa lægri sköttum, draga úr ríkisútgjöldum, endurreisa séreignastefnuna í húsnæðismálum og ná tökum á landamærunum. Einhvernveginn hef ég ekki mikla trú á að þetta sé annað en kosningaloforð sem eru bara til þess brúks að afla fylgis. Höfundur er framkvæmdastjóri.
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun