Andri Lucas skoraði fyrsta markið í leiknum strax á áttundu mínútu eftir að íslenska liðið hafði pressað Walesverja framarlega í upphafi leiks.
Orri Steinn Óskarsson átti þá skalla sem var varin en Andri Lucas var réttur maður á réttum stað og skilaði frákastinu í markið. Hans áttunda mark fyrir íslenska landsliðið.
Wales jafnaði metin á 32. mínútu þegar Liam Cullen skallaði inn frábæra fyrirgjöf Brennan Johnson.
Cullen skoraði síðan sitt annað mark og kom Wales yfir í 2-1 í uppbótatíma fyrri hálfleiks. Íslenska liðið tapaði boltanum illa á miðjunni og fékk á sig skyndisókn. Hákon varði fyrst vel en Cullen náði að fylgja á eftir.
Wales bætti síðan við þriðja marki sínu á 65. mínútu þegar Brennan Johnson slapp í gegn eftir sendingu frá umræddum Liam Cullen.
Fjórða marki skoraði síðan Harry Wilson á 79. mínútu með laglegu skoti og aftur eftir sendingu frá Cullen.
Það má sjá mörkin úr leiknum hér fyrir neðan.