Handbolti

Tvö Íslendingalið á­fram með fullt hús í Evrópudeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Elvar Jónsson og félagar hafa unnið alla leiki vetrarins í Evrópudeildinni.
Elvar Jónsson og félagar hafa unnið alla leiki vetrarins í Evrópudeildinni. Getty/Marvin Ibo Guengoer

Íslendingaliðin Melsungen og Benfica héldu bæði sigurgöngu sinni áfram í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld.

Melsungen vann þá fimm marka sigur á portúgalska félaginu Porto, 32-27. Liðið hefur unnið alla fimm leiki sína í keppninni og var komið áfram fyrir leikinn.

Elvar Jónsson skoraði þrjú mörk fyrir Melsungen en Arnar Freyr Arnarsson komst ekki á blað. Þorsteinn Leó Gunnarsson skoraði þrjú mörk fyrir Porto.

Stiven Tobar Valencia nýtti bæði skotin sín þegar portúgalska félagið Benfica vann sjö marka heimasigur í öðrum Íslendingaslag á móti svissneska félaginu Kadetten Schaffhausen, 39-32. Benfica hefur líka unnið alla leiki sína.

Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði þrjú mörk úr fimm skotum hjá Kadetten.

Tryggvi Þórisson skoraði eitt mark þegar sænska liðið Sävehof vann þriggja marka útisigur á franska félaginu Toulouse, 33-30. Færeyingurinn Óli Mittún var markahæstur hjá liðinu með átta mörk.

Guðmundur Bragi Ástþórsson skoraði tvö mörk þegar danska liðið Bjerringbro-Silkeborg tapaði með tólf mörkum á heimavelli á móti franska félaginu Montpellier, 22-34. Bjerringbro-Silkeborg er með tvo sigra og þrjú töp en Frakkarnir hafa unnið alla leiki sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×