Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ Sindri Sverrisson skrifar 19. nóvember 2024 22:14 Åge Hareide hafði enga ástæðu til að gleðjast eftir því sem leið á leikinn í Cardiff í kvöld. Getty/Nick Potts Åge Hareide kveðst ekki geta svarað því hvort að leikurinn við Wales í kvöld hafi verið hans síðasti sem landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta. Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Hareide enda ljóst að riftunarákvæði er í samningi hans við KSÍ sem opnast fyrir nú þegar riðlakeppni Þjóðadeildarinnar er lokið. Niðurstaðan í keppninni er sú að Ísland endar í 3. sæti síns riðils og fer í umspil í mars um að halda sæti sínu í B-deildinni. En var þetta síðasti leikur Hareide með Íslandi? „Ég veit það ekki. Samningurinn rennur út 30. nóvember og þá þarf að ræða þetta, ekki í kvöld,“ sagði Hareide við Aron Guðmundsson í viðtali sem sjá má hér að neðan. „Ég hef kunnað vel við að vinna með þessum strákum. Þegar allir eru klárir í slaginn þá er það frábært. En þetta er ekki mín ákvörðun. Það verður að spyrja KSÍ,“ sagði Hareide. Ísland komst í 1-0 í Cardiff í kvöld en það dugði skammt og Wales komst í 2-1 á síðustu sekúndum fyrri hálfleiks. Niðurstaðan var svo 4-1 tap. „Við töpuðum leiknum og leikmönnum í leiknum og fyrir leikinn. Þetta hefur verið mjög erfið vika hjá okkur. Vantaði leikmenn og misstum leikmenn. Við verðum svolítið „sjeikí“ þegar svona gerist og svo gerðum við kjánaleg mistök. Þetta var slæmur dagur. Svona er fótbolti. Þetta leit vel út í byrjun, þegar við skoruðum. Við reyndum í seinni hálfleik að ýta á þá og sköpuðum færi, og á svona stigi verður að nýta færin til að halda sér í leiknum. En eftir svona margar breytingar sem við neyddumst til að gera þá var þetta erfitt. Wales fékk of mikið pláss og of mörg auðveld færi og þá er okkur refsað,“ sagði Hareide. Meiðsli Orra áfall sem bættist við fleiri forföll Forföllin sem hann nefnir eru að sjálfsögðu Albert Guðmundsson og Hákon Arnar Haraldsson, sem báðir eru meiddir, og þá fór Orri Óskarsson meiddur af velli í fyrri hálfleik í kvöld rétt eins og Aron Einar Gunnarsson á laugardaginn. Meiðsli Orra í kvöld voru mikið kjaftshögg en Alfons Sampsted og Jóhann Berg Guðmundsson meiddust einnig: „Þetta hafði mikil áhrif. Orri er kannski hættulegasti leikmaður okkar og var góður gegn Svartfjallalandi. Fleiri meiddust og við misstum líka marga leikmenn áður en þessi törn hófst. Við verðum að hafa alla með til að gera hlutina eins og við viljum. En við reyndum okkar besta, leikmenn lögðu hart að sér og þetta hefði verið mun auðveldara ef staðan hefði enn verið jöfn í hálfleik. Við megum ekki gefa þeim svona tækifæri,“ sagði Hareide. Hann tók jafnframt undir að íslenska liðið yrði hreinlega að nýta færin sín betur en það gerði: „Þannig hefur þetta verið lengi. Við virðumst einnig gera mistök í öllum leikjum og þurfum að vera harðari af okkur í varnarleiknum, og forðast svona mistök,“ sagði Hareide en nánar er rætt við hann í viðtalinu hér að ofan. Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Ísland tapaði 4-1 gegn Wales í Cardiff í kvöld, þrátt fyrir að komast yfir í leiknum, í lokaumferð riðlakeppni Þjóðadeildar UEFA í fótbolta. 19. nóvember 2024 21:54 „Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Guðlaugur Victor Pálsson, miðvörður í liði Íslands, var að vonum svekktur eftir 4-1 tap fyrir Wales í Cardiff í Þjóðadeild karla í fótbolta í kvöld. Tapið var full stórt fyrir hans smekk. 19. nóvember 2024 21:58 X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Landinn hafði að venju sitt að segja um íslenska karlalandsliðið í fótbolta sem tapaði 4-1 fyrir Wales í lokaleik liðsins í Þjóðadeild karla í fótbolta ytra í kvöld. Að neðan er stiklað á stóru af samfélagsmiðlinum X. 19. nóvember 2024 21:45 Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Landsliðsmenn Íslands áttu misgott kvöld í kaflaskiptum leik við Wales í kvöld en tapaðist full stórt. 4-1 sigur Wales niðurstaðan í leik þar sem Ísland hefði hæglega getað skorað fleiri. 19. nóvember 2024 21:42 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Fleiri fréttir Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir Sjá meira
Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Hareide enda ljóst að riftunarákvæði er í samningi hans við KSÍ sem opnast fyrir nú þegar riðlakeppni Þjóðadeildarinnar er lokið. Niðurstaðan í keppninni er sú að Ísland endar í 3. sæti síns riðils og fer í umspil í mars um að halda sæti sínu í B-deildinni. En var þetta síðasti leikur Hareide með Íslandi? „Ég veit það ekki. Samningurinn rennur út 30. nóvember og þá þarf að ræða þetta, ekki í kvöld,“ sagði Hareide við Aron Guðmundsson í viðtali sem sjá má hér að neðan. „Ég hef kunnað vel við að vinna með þessum strákum. Þegar allir eru klárir í slaginn þá er það frábært. En þetta er ekki mín ákvörðun. Það verður að spyrja KSÍ,“ sagði Hareide. Ísland komst í 1-0 í Cardiff í kvöld en það dugði skammt og Wales komst í 2-1 á síðustu sekúndum fyrri hálfleiks. Niðurstaðan var svo 4-1 tap. „Við töpuðum leiknum og leikmönnum í leiknum og fyrir leikinn. Þetta hefur verið mjög erfið vika hjá okkur. Vantaði leikmenn og misstum leikmenn. Við verðum svolítið „sjeikí“ þegar svona gerist og svo gerðum við kjánaleg mistök. Þetta var slæmur dagur. Svona er fótbolti. Þetta leit vel út í byrjun, þegar við skoruðum. Við reyndum í seinni hálfleik að ýta á þá og sköpuðum færi, og á svona stigi verður að nýta færin til að halda sér í leiknum. En eftir svona margar breytingar sem við neyddumst til að gera þá var þetta erfitt. Wales fékk of mikið pláss og of mörg auðveld færi og þá er okkur refsað,“ sagði Hareide. Meiðsli Orra áfall sem bættist við fleiri forföll Forföllin sem hann nefnir eru að sjálfsögðu Albert Guðmundsson og Hákon Arnar Haraldsson, sem báðir eru meiddir, og þá fór Orri Óskarsson meiddur af velli í fyrri hálfleik í kvöld rétt eins og Aron Einar Gunnarsson á laugardaginn. Meiðsli Orra í kvöld voru mikið kjaftshögg en Alfons Sampsted og Jóhann Berg Guðmundsson meiddust einnig: „Þetta hafði mikil áhrif. Orri er kannski hættulegasti leikmaður okkar og var góður gegn Svartfjallalandi. Fleiri meiddust og við misstum líka marga leikmenn áður en þessi törn hófst. Við verðum að hafa alla með til að gera hlutina eins og við viljum. En við reyndum okkar besta, leikmenn lögðu hart að sér og þetta hefði verið mun auðveldara ef staðan hefði enn verið jöfn í hálfleik. Við megum ekki gefa þeim svona tækifæri,“ sagði Hareide. Hann tók jafnframt undir að íslenska liðið yrði hreinlega að nýta færin sín betur en það gerði: „Þannig hefur þetta verið lengi. Við virðumst einnig gera mistök í öllum leikjum og þurfum að vera harðari af okkur í varnarleiknum, og forðast svona mistök,“ sagði Hareide en nánar er rætt við hann í viðtalinu hér að ofan.
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Ísland tapaði 4-1 gegn Wales í Cardiff í kvöld, þrátt fyrir að komast yfir í leiknum, í lokaumferð riðlakeppni Þjóðadeildar UEFA í fótbolta. 19. nóvember 2024 21:54 „Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Guðlaugur Victor Pálsson, miðvörður í liði Íslands, var að vonum svekktur eftir 4-1 tap fyrir Wales í Cardiff í Þjóðadeild karla í fótbolta í kvöld. Tapið var full stórt fyrir hans smekk. 19. nóvember 2024 21:58 X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Landinn hafði að venju sitt að segja um íslenska karlalandsliðið í fótbolta sem tapaði 4-1 fyrir Wales í lokaleik liðsins í Þjóðadeild karla í fótbolta ytra í kvöld. Að neðan er stiklað á stóru af samfélagsmiðlinum X. 19. nóvember 2024 21:45 Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Landsliðsmenn Íslands áttu misgott kvöld í kaflaskiptum leik við Wales í kvöld en tapaðist full stórt. 4-1 sigur Wales niðurstaðan í leik þar sem Ísland hefði hæglega getað skorað fleiri. 19. nóvember 2024 21:42 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Fleiri fréttir Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir Sjá meira
Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Ísland tapaði 4-1 gegn Wales í Cardiff í kvöld, þrátt fyrir að komast yfir í leiknum, í lokaumferð riðlakeppni Þjóðadeildar UEFA í fótbolta. 19. nóvember 2024 21:54
„Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Guðlaugur Victor Pálsson, miðvörður í liði Íslands, var að vonum svekktur eftir 4-1 tap fyrir Wales í Cardiff í Þjóðadeild karla í fótbolta í kvöld. Tapið var full stórt fyrir hans smekk. 19. nóvember 2024 21:58
X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Landinn hafði að venju sitt að segja um íslenska karlalandsliðið í fótbolta sem tapaði 4-1 fyrir Wales í lokaleik liðsins í Þjóðadeild karla í fótbolta ytra í kvöld. Að neðan er stiklað á stóru af samfélagsmiðlinum X. 19. nóvember 2024 21:45
Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Landsliðsmenn Íslands áttu misgott kvöld í kaflaskiptum leik við Wales í kvöld en tapaðist full stórt. 4-1 sigur Wales niðurstaðan í leik þar sem Ísland hefði hæglega getað skorað fleiri. 19. nóvember 2024 21:42