„Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2024 22:15 Arnór Ingvi Traustason var svekktur eftir alltof stórt tap í Wales í kvöld. Getty/Stefan Ivanovic/ Arnór Ingvi Traustason var svekktur eftir 4-1 tap íslenska liðsins á móti Wales í Þjóðadeildinni í kvöld. Hann talaði um óþarfa mörk Walesverja í fyrri hálfleiknum eftir að hafa komist yfir snemma leiks sem og færin sem fóru forgörðum í leiknum. „Við byrjuðum leikinn ótrúlega vel en ég veit ekki alveg hvað fór úrskeiðis í þessum tveimur mörkum. Það var óþarfi finnst mér að fara inn í hálfleikinn 2-1 undir,“ sagði Arnór Ingvi Traustason í samtali við Aron Guðmundsson eftir leikinn. „Svona er þetta. Við fáum fullt af tækifærum til að jafna og líka í stöðunni 1-1 fengum við tækifæri til að skora. Við nýtum ekki okkar færi,“ sagði Arnór. „Við reynum svo að fara ofar á völlinn en svona er fótboltinn. Annað hvort fellur þetta með þér eða ekki,“ sagði Arnór. Íslensku strákarnir töldu að Walesverjar hafi brotið á Valgeiri Lunddal Friðrikssyni í aðdraganda þriðja marksins. „Ég sá ekki brotið en ég treysti mínum liðsfélögum að þetta hafi verið brot. Ég sá ekki nákvæmlega hvað gerðist,“ sagði Arnór. Þessi úrslit voru sérstaklega súr af því að færin voru til staðar hjá íslenska liðinu í þessum leik. „Við sköpum helling og það á útivelli. Það segir eitthvað en að sama skapi fáum við ekkert út úr leiknum. Það gefur okkur ekkert. Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt,“ sagði Arnór. Hvernig horfir hann á þessa tvo leiki í þessum glugga. „Leikurinn úti var mjög erfiður á marga vegu. Við tökum þrjú stig þar sem var gríðarlega sterkt sem og að skora tvö mörk á mjög erfiðum útivelli,“ sagði Arnór. „Við komum hingað með fullt af sjálfstrausti, byrjuðum leikinn mjög vel og komust 1-0 yfir. Við nýtum ekki okkar færi og þeir gera það svo sannarlega,“ sagði Arnór. Íslenska liðið var einum sigri frá því að komast í umspil A-deildarinnar en nú tekur við umspil um að halda sér í B-deildinni. „Við getum ekkert gert í þessum A-deildar umspili akkúrat núna. Næsti leikur er upp á að halda okkur uppi í B-deild. Fókusinn fer á það núna og við ætlum að halda okkur í þessari deild. Við höfum sýnt það að við eigum heima í þessari B-deild og hvað þá A-deild líka. Það er bara áfram gakk,“ sagði Arnór. Klippa: „Óþarfi finnst mér að fara inn í hálfleikinn 2-1 undir“ Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ronaldo trúlofaður Fótbolti Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Sjá meira
„Við byrjuðum leikinn ótrúlega vel en ég veit ekki alveg hvað fór úrskeiðis í þessum tveimur mörkum. Það var óþarfi finnst mér að fara inn í hálfleikinn 2-1 undir,“ sagði Arnór Ingvi Traustason í samtali við Aron Guðmundsson eftir leikinn. „Svona er þetta. Við fáum fullt af tækifærum til að jafna og líka í stöðunni 1-1 fengum við tækifæri til að skora. Við nýtum ekki okkar færi,“ sagði Arnór. „Við reynum svo að fara ofar á völlinn en svona er fótboltinn. Annað hvort fellur þetta með þér eða ekki,“ sagði Arnór. Íslensku strákarnir töldu að Walesverjar hafi brotið á Valgeiri Lunddal Friðrikssyni í aðdraganda þriðja marksins. „Ég sá ekki brotið en ég treysti mínum liðsfélögum að þetta hafi verið brot. Ég sá ekki nákvæmlega hvað gerðist,“ sagði Arnór. Þessi úrslit voru sérstaklega súr af því að færin voru til staðar hjá íslenska liðinu í þessum leik. „Við sköpum helling og það á útivelli. Það segir eitthvað en að sama skapi fáum við ekkert út úr leiknum. Það gefur okkur ekkert. Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt,“ sagði Arnór. Hvernig horfir hann á þessa tvo leiki í þessum glugga. „Leikurinn úti var mjög erfiður á marga vegu. Við tökum þrjú stig þar sem var gríðarlega sterkt sem og að skora tvö mörk á mjög erfiðum útivelli,“ sagði Arnór. „Við komum hingað með fullt af sjálfstrausti, byrjuðum leikinn mjög vel og komust 1-0 yfir. Við nýtum ekki okkar færi og þeir gera það svo sannarlega,“ sagði Arnór. Íslenska liðið var einum sigri frá því að komast í umspil A-deildarinnar en nú tekur við umspil um að halda sér í B-deildinni. „Við getum ekkert gert í þessum A-deildar umspili akkúrat núna. Næsti leikur er upp á að halda okkur uppi í B-deild. Fókusinn fer á það núna og við ætlum að halda okkur í þessari deild. Við höfum sýnt það að við eigum heima í þessari B-deild og hvað þá A-deild líka. Það er bara áfram gakk,“ sagði Arnór. Klippa: „Óþarfi finnst mér að fara inn í hálfleikinn 2-1 undir“
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ronaldo trúlofaður Fótbolti Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Sjá meira