Niðurgreidd sálfræðiþjónusta án sálfræðinga, hvernig hljómar það? Kristbjörg Þórisdóttir og Edda Sigfúsdóttir skrifa 20. nóvember 2024 08:30 Þann 18. nóvember s.l. skrifaði María Mjöll Björnsdóttir starfandi sálfræðingur á Landspítala grein þar sem hún benti á bág kjör sem sálfræðingum Landspítala bjóðast. Við undirritaðar tökum undir skrif hennar og hvetjum stjórnvöld til að bæta úr þessu. Sálfræðingar til framtíðar innan stofnana geðheilbrigðiskerfisins Við þekkjum það báðar að hafa starfað víðsvegar sem sálfræðingar. Við höfum meðal annars starfað í fyrstu línu á heilsugæslum, í annarri línu á stofum sálfræðinga og í þriðju línu á Landspítala. Kjör sálfræðinga sem starfa í þriðju línu þar sem mesta þjónustuþörfin er eru þau slökustu. Það er sorgleg staðreynd að margir hæfir sálfræðingar hefja starfsferil sinn á opinberum stofnunum, fá mikla þjálfun og reynslu en leita svo í önnur störf innan nokkurra ára. Þannig tapast þau verðmæti sem skapast hafa í uppbyggingu á mannauði geðheilbrigðiskerfisins. Tryggja þarf að launakjör sálfræðinga séu með þeim hætti að góðir sálfræðingar geti starfað til framtíðar í heilbrigðiskerfinu. Þannig skapast mesta arðsemin, besta nýtingin á skattfé almennings auk þess sem gæði og öryggi þjónustunnar eru betur tryggð. Samningur Sjúkratrygginga Íslands við sálfræðinga Árið 2020 náðist það langþráða markmið að Alþingi samþykkti niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu í breytingu á lögum um sjúkratryggingar. Það var sýnd veiði en ekki gefin því rammasamningur um þjónustuna uppfyllti ekki þarfir eða væntingar sálfræðinga. Hvorki nægt fjármagn eða uppbygging þess kerfis sem þarf samhliða fylgdi þessari mikilvægu breytingu. Við bindum vonir við að samtal eigi sér stað við Sjúkratryggingar og unnið sé hörðum höndum að því að færa þetta til betri vegar. Samningurinn þarf að ná þeim markmiðum að sálfræðingar sjái sér fært að starfa á honum og hann veiti almenningi raunverulega aukið aðgengi að þjónustu sjálfstætt starfandi sálfræðinga. Almenningur tapar Við viljum að geðheilbrigðiskerfið sé þannig smíðað að almenningur fái bestu mögulegu meðferð, á réttum stað og réttum tíma. Til þess að tryggja það þarf breytingar. Launakjör sálfræðinga þurfa að vera þannig að sálfræðingar geti vaxið og dafnað í sínum störfum til framtíðar. Taxti niðurgreiddrar sálfræðiþjónustu þarf að vera með þeim hætti að hægt sé að reka fyrirtæki sem veita sálfræðiþjónustu með eðlilegum hætti. Við hvetjum stjórnvöld til að fylgja þessum málum eftir. Ráðast þarf í þessa löngu tímabæru og nauðsynlegu fjárfestingu sem mun skila sér til baka í ríkissjóð. Þannig vinnum við að bættri heilsu og hagsmunum fjölskyldna í landinu. Sé það ekki gert, er það almenningur sem tapar því niðurgreidd sálfræðiþjónusta án sálfræðinga sem geta veitt hana er engin sálfræðiþjónusta. Höfundar starfa sem sálfræðingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Sjúkratryggingar Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Sjá meira
Þann 18. nóvember s.l. skrifaði María Mjöll Björnsdóttir starfandi sálfræðingur á Landspítala grein þar sem hún benti á bág kjör sem sálfræðingum Landspítala bjóðast. Við undirritaðar tökum undir skrif hennar og hvetjum stjórnvöld til að bæta úr þessu. Sálfræðingar til framtíðar innan stofnana geðheilbrigðiskerfisins Við þekkjum það báðar að hafa starfað víðsvegar sem sálfræðingar. Við höfum meðal annars starfað í fyrstu línu á heilsugæslum, í annarri línu á stofum sálfræðinga og í þriðju línu á Landspítala. Kjör sálfræðinga sem starfa í þriðju línu þar sem mesta þjónustuþörfin er eru þau slökustu. Það er sorgleg staðreynd að margir hæfir sálfræðingar hefja starfsferil sinn á opinberum stofnunum, fá mikla þjálfun og reynslu en leita svo í önnur störf innan nokkurra ára. Þannig tapast þau verðmæti sem skapast hafa í uppbyggingu á mannauði geðheilbrigðiskerfisins. Tryggja þarf að launakjör sálfræðinga séu með þeim hætti að góðir sálfræðingar geti starfað til framtíðar í heilbrigðiskerfinu. Þannig skapast mesta arðsemin, besta nýtingin á skattfé almennings auk þess sem gæði og öryggi þjónustunnar eru betur tryggð. Samningur Sjúkratrygginga Íslands við sálfræðinga Árið 2020 náðist það langþráða markmið að Alþingi samþykkti niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu í breytingu á lögum um sjúkratryggingar. Það var sýnd veiði en ekki gefin því rammasamningur um þjónustuna uppfyllti ekki þarfir eða væntingar sálfræðinga. Hvorki nægt fjármagn eða uppbygging þess kerfis sem þarf samhliða fylgdi þessari mikilvægu breytingu. Við bindum vonir við að samtal eigi sér stað við Sjúkratryggingar og unnið sé hörðum höndum að því að færa þetta til betri vegar. Samningurinn þarf að ná þeim markmiðum að sálfræðingar sjái sér fært að starfa á honum og hann veiti almenningi raunverulega aukið aðgengi að þjónustu sjálfstætt starfandi sálfræðinga. Almenningur tapar Við viljum að geðheilbrigðiskerfið sé þannig smíðað að almenningur fái bestu mögulegu meðferð, á réttum stað og réttum tíma. Til þess að tryggja það þarf breytingar. Launakjör sálfræðinga þurfa að vera þannig að sálfræðingar geti vaxið og dafnað í sínum störfum til framtíðar. Taxti niðurgreiddrar sálfræðiþjónustu þarf að vera með þeim hætti að hægt sé að reka fyrirtæki sem veita sálfræðiþjónustu með eðlilegum hætti. Við hvetjum stjórnvöld til að fylgja þessum málum eftir. Ráðast þarf í þessa löngu tímabæru og nauðsynlegu fjárfestingu sem mun skila sér til baka í ríkissjóð. Þannig vinnum við að bættri heilsu og hagsmunum fjölskyldna í landinu. Sé það ekki gert, er það almenningur sem tapar því niðurgreidd sálfræðiþjónusta án sálfræðinga sem geta veitt hana er engin sálfræðiþjónusta. Höfundar starfa sem sálfræðingar.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar