Lögum grunninn Arna Lára Jónsdóttir skrifar 20. nóvember 2024 09:02 Samfylkingin hélt 40 opna fundi með almenningi um land allt þar sem fjallað var um heilbrigðismál og annað eins með sérfræðingum og starfsfólki í greininni. Þessi vinna liggur til grundvallar plagginu Öruggu skref í heilbrigðismálum þar sem sett eru fram þjóðarmarkmið til að bæta kerfið. Lausnirnar felast fyrst og fremst í því að laga grunninn í kerfinu. Eitt grundvallarmál sem blasir við í dreifðum byggðum landsins, m.a. í Norðvesturkjördæmi er viðvarandi skortur á læknum og öðru fagfólki í heilbrigðisvísindum. Bregðumst strax við Við þessu vandamáli er hægt að bregðast strax með því að skapa hvata til fastráðninga við heilbrigðisstofnanir á svæðum þar sem skortur á heilbrigðisstarfsfólki er viðvarandi. Þetta má gera með skattaívilnunum, en heimild er nú þegar fyrir því í lögum, og með niðurfellingu námslána. Fjölga þar læknanemum úr 60 í 90 Vissir þú lesandi góður að 75% nýnema í læknanámi Háskóla Íslands koma úr þremur framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu og aðeins 5% úr skólum utan stórhöfuðborgarsvæðisins? Við vitum að fólk sem elst upp utan höfuðborgarsvæðisins er líklegra til að flytja út á land að loknu námi. Þess vegna er mikilvægt að hluti nýrra námsplássa við læknanám í HÍ verði tekið frá fyrir fjölbreyttari inntökuleiðum. Til dæmis verði litið til tengsla við svæði þar sem læknaskortur er viðvarandi ef inntökuskilyrði eru uppfyllt. Heimilislæknir fyrir alla landsmenn Samfylkingin leggur áherslu á að við byrjum á því að laga grunn heilbrigðiskerfisins. Lykilatriði er að allir Íslendingar hafi heimilislækni. Í Noregi hafa 95% allra íbúa heimilislækni, hér á landi er hlutfallið 50%. Eigum við að sætta okkur við það? Bætt aðgengi að sérfræðilæknum Aukinn samþjöppun og sérhæfing í heilbrigðiskerfinu hefur skilað margvíslegum góðum árangri, lífslíkur alvarlegra sjúkdóma eru betri en áður og batahorfur almennt mun meiri en þekktist fyrir fáum áratugum. Samhliða þessum framförum hefur skapast ákveðið ójafnræði þar sem aðgengi fólks að sérfræðiþjónustu innan heilbrigðiskerfisins er verra í dreifðum byggðum. Þetta þarf að laga. Aukinn kraftur verður settur í styrkingu sjúkraflutninga og niðurgreiðslu ferðakostnaðar til að taka á þessu. Greiðsluþátttöku hins opinbera þarf að uppfæra þegar heilbrigðisþjónusta er sótt um langan veg. Taka þarf tekjutap fjölskyldna með í reikninginnþetta skiptir sérstaklega miklu máli fyrir fjölskyldur langveikra barna. Þá er afar mikilvægt að breyta reglum þannig að greiðsluþátttakan nái einnig til fyrirbyggjandi meðferða sem þarf að sækja utan síns heimasvæðis. Að lokum er mikilvægt að tryggja Sjúkratryggingum Íslands bolmagn til að markmið um jafnt aðgengi náist.Í næstu samningum við sérgreinalækna verður að leggja megináhersla á jafnara aðgengi um land allt. Þjónustan er fjármögnuð úr sameiginlegum sjóðum landsmanna og hana á að veita óháð búsetu eftir lögmálinu „fyrstur kemur, fyrstur fær“ eins og nú er. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arna Lára Jónsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Samfylkingin hélt 40 opna fundi með almenningi um land allt þar sem fjallað var um heilbrigðismál og annað eins með sérfræðingum og starfsfólki í greininni. Þessi vinna liggur til grundvallar plagginu Öruggu skref í heilbrigðismálum þar sem sett eru fram þjóðarmarkmið til að bæta kerfið. Lausnirnar felast fyrst og fremst í því að laga grunninn í kerfinu. Eitt grundvallarmál sem blasir við í dreifðum byggðum landsins, m.a. í Norðvesturkjördæmi er viðvarandi skortur á læknum og öðru fagfólki í heilbrigðisvísindum. Bregðumst strax við Við þessu vandamáli er hægt að bregðast strax með því að skapa hvata til fastráðninga við heilbrigðisstofnanir á svæðum þar sem skortur á heilbrigðisstarfsfólki er viðvarandi. Þetta má gera með skattaívilnunum, en heimild er nú þegar fyrir því í lögum, og með niðurfellingu námslána. Fjölga þar læknanemum úr 60 í 90 Vissir þú lesandi góður að 75% nýnema í læknanámi Háskóla Íslands koma úr þremur framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu og aðeins 5% úr skólum utan stórhöfuðborgarsvæðisins? Við vitum að fólk sem elst upp utan höfuðborgarsvæðisins er líklegra til að flytja út á land að loknu námi. Þess vegna er mikilvægt að hluti nýrra námsplássa við læknanám í HÍ verði tekið frá fyrir fjölbreyttari inntökuleiðum. Til dæmis verði litið til tengsla við svæði þar sem læknaskortur er viðvarandi ef inntökuskilyrði eru uppfyllt. Heimilislæknir fyrir alla landsmenn Samfylkingin leggur áherslu á að við byrjum á því að laga grunn heilbrigðiskerfisins. Lykilatriði er að allir Íslendingar hafi heimilislækni. Í Noregi hafa 95% allra íbúa heimilislækni, hér á landi er hlutfallið 50%. Eigum við að sætta okkur við það? Bætt aðgengi að sérfræðilæknum Aukinn samþjöppun og sérhæfing í heilbrigðiskerfinu hefur skilað margvíslegum góðum árangri, lífslíkur alvarlegra sjúkdóma eru betri en áður og batahorfur almennt mun meiri en þekktist fyrir fáum áratugum. Samhliða þessum framförum hefur skapast ákveðið ójafnræði þar sem aðgengi fólks að sérfræðiþjónustu innan heilbrigðiskerfisins er verra í dreifðum byggðum. Þetta þarf að laga. Aukinn kraftur verður settur í styrkingu sjúkraflutninga og niðurgreiðslu ferðakostnaðar til að taka á þessu. Greiðsluþátttöku hins opinbera þarf að uppfæra þegar heilbrigðisþjónusta er sótt um langan veg. Taka þarf tekjutap fjölskyldna með í reikninginnþetta skiptir sérstaklega miklu máli fyrir fjölskyldur langveikra barna. Þá er afar mikilvægt að breyta reglum þannig að greiðsluþátttakan nái einnig til fyrirbyggjandi meðferða sem þarf að sækja utan síns heimasvæðis. Að lokum er mikilvægt að tryggja Sjúkratryggingum Íslands bolmagn til að markmið um jafnt aðgengi náist.Í næstu samningum við sérgreinalækna verður að leggja megináhersla á jafnara aðgengi um land allt. Þjónustan er fjármögnuð úr sameiginlegum sjóðum landsmanna og hana á að veita óháð búsetu eftir lögmálinu „fyrstur kemur, fyrstur fær“ eins og nú er. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun