Við kjósum velferð dýra Kristinn Hugason skrifar 20. nóvember 2024 10:17 Þingmanni svarað Fyrrum ráðherra Samfylkingarinnar, nú þingmaður og frambjóðandi flokksins í þriðja sæti í Suðvesturkjördæmi, Þórunn Sveinbjarnardóttir, birti grein hér á Vísi mánudaginn 18. nóvember sl., undir heitinu „Kjósum velferð dýra“. Í því sambandi fullyrði ég að enginn ærlegur maður kýs gegn velferð dýra, hitt er svo annað mál hvort kosið verði um velferð dýra. Færi svo er mikilvægt að til grundvallar umræðunni liggi réttar upplýsingar og þess vegna bregð ég hér niður penna. Þórunn vitnar til 1. gr. núgildandi laga um velferð dýra, lög nr. 55/2013, athyglisvert er samt að hún skuli ekki vitna til markmiða laganna í heild sinni. Þar sem tilvitnun Þórunnar sleppir koma nefnilega mikilvægar setningar sem voru mikil nýjung á sínum tíma. Þar segir: „ ... í ljósi þess að dýr eru skyni gæddar verur. Enn fremur er það markmið laganna að þau geti sýnt sitt eðlilega atferli eins og frekast er unnt.“ Í heild sinni hljómar 1. grein laganna, markmiðsgreinin, svo: „Markmið laga þessara er að stuðla að velferð dýra, þ.e. að þau séu laus við vanlíðan, hungur og þorsta, ótta og þjáningu, sársauka, meiðsli og sjúkdóma, í ljósi þess að dýr eru skyni gæddar verur. Enn fremur er það markmið laganna að þau geti sýnt sitt eðlilega atferli eins og frekast er unnt“. Frjáls í fjallasal Alþjóðleg umræða um velferð dýra hefur þroskast mikið á seinni árum, skilningur hefur aukist á að taka skuli mið af forsendum dýranna sjálfra. Þannig er títt rætt um það erlendis, „að hundurinn fái að vera hundur“ svo dæmi sé tekið. Þessa sjónarmiðs saknaði ég úr téðri grein Þórunnar sem leggur áherslu á að gæludýrahald hafi mannhverfan tilgang og snúist um hlutverk dýra í lífi mannsins. Það að dýrin séu skyni gæddar verur sem þurfa að geta lifað eigin lífi með sínum félögum, er þó engin nýjung, við sem stundum hrossakynbætur höfum alltaf gert okkur þetta ljóst. Einmitt þess vegna er lagt mikið á sig við t.d. að sleppa ræktunarhryssum á afrétt eða í annað sambærilegt víðlendi með folöldum sínum um leið og þær koma frá stóðhesti. Þar fá folaldshryssurnar notið þess að þjóna sínu náttúrulega eðli og folöldin læra að hegða sér innan stóðsins. Lærdómur sem er forsenda þess að seinni tíma nytjar gripanna gangi vel. Tækniframfarir Þingkonan gefur þeirri góðu nýjung; mjaltaþjónum, í hinum nútímalegu hátæknifjósum sem risið hafa víða um land, hina bestu umsögn. Þessi nýjung er hluti af hátæknilandbúnaði sem byggist á hagnýtingu búvísindanna. Annað er uppi á tengingnum þegar hún notar tvö önnur hugtök um hátæknilandbúnaðinn, nefnilega hugtökin „verksmiðjubú“ og „þauleldi“. Hvenær verður stórt og vel rekið bú, sem vissulega er jákvætt eins og Þórunn talar fallega um hátæknimjaltir, að hinu vonda verksmiðjubúi? Og hvenær verður landbúnaður, sem byggist á hagnýtingu nýjustu og bestu búvísinda, að neikvæðu þauleldi? Aðferðir sem létt hafa oki vinnu af bændum, bætt líðan og heilbrigði búfjárins sem best sést af minnkaðri tíðni sjúkdóma og bættu almennu búfjárhaldi. Þetta hefur gerst samfara stóraukinni matvælaframleiðslu sem fæðir milljarða jarðarbúa um leið og matvaran er nú gæðameiri og hefur í sér fólgið snarminnkað kolefnisfótspor. Þökk sé stórum og hagkvæmum framleiðslueiningum, þaulkynbættum búfjárstofnum og búfræðiþekkingu í allri meðferð þeirra. Ekki um vaxtarhormón að ræða Blóðnytjarnar sem fjöldi hrossabænda tekur þátt í víða um land í samstarfi við lyfjaefnaframleiðandann Ísteka eru vissulega mikilvægur hlekkur í þeirri keðju sem lífsnauðsynleg fæðuframleiðsla er í heiminum. Starfsemi Ísteka byggist á gagnreyndum vísindalegum aðferðun og á heimasíðu fyrirtækisins; www.isteka.is er mikinn fróðleik um allt þetta starf að finna. Þar er m.a. rakin uppgötvun og saga rannsókna á frjósemishormóninu eCG. Ástæða er til að vekja athygli á hugtakaruglingi í málflutningi Þórunnar, sem talar um vaxtarhormón. Frjósemishormón er ekki vaxtarhomón eins og hún sem og fleiri þingmenn hafa staglað á. Frjósemishormónið PMSG (lífvirka efni eCG) hefur afar fjölþætta virkni og er víða notað í landbúnaði fyrir ýmsar dýrategundir. Í svínarækt er það alls ekki notað til að fjölga grísum í hverju goti fram yfir það sem gyltunum er náttúrulegt enda væri slíkt dauðadæmt því fjöldi spena á gyltu er takmarkaður. Hormónið er notað til að hafa áhrif á frjósemi dýranna þannig að kjötframleiðslan sé jafnari en ella væri og svínabúin hagkvæmari í rekstri samhliða lækkun kolefnisspors. Um þetta má lesa nánar á heimasíðu Ísteka. Meðhöndlun hryssna við blóðtökur Þar er einnig að finna mikinn fróðleik um allar þær kröfur sem fyrirtækið gerir um dýravelferð og fjölmargt annað. Þingkonan heldur því hiklaust fram að hryssurnar líði þjáningar við blóðtökuna. Svo er ekki og þjónar staðdeyfing, svona rétt eins og þegar við mannfólkið förum til tannlæknis, m.a. því hlutverki að lágmarka óþægindi. Fyrirtækið leggur jafnframt mikla áherslu á gott vinnulag við blóðtökuna og gildir í þeim efnum sama grunnregla og við allt annað hrossarag; hnitmiðuð vinnubrögð, rósemi en um leið einbeitni og ákveðni. Bregði út af hvað þessi mál varðar er gripið til viðeigandi ráðstafana og er dýravelferðkerfi fyrirtækisins í sífelldri endurskoðun með það að markmiði að grípa betur frávik og beina í betri farveg. Blóðtakan, bæði magn og aðferð, er byggð á vísindalegum rannsóknum og rétt að hafa í huga að um stórgripi er að ræða sem vega fimm- til sjöfalt á við meðal manneskju. Sýnt hefur verið fram á með rannsóknum og áratuga reynslu bæði bænda og vísindamanna að folöld í blóðnytjastóðum þrífast vel og að hryssurnar eru frjósamar, hraustar og lifa lengi. Frá upphafi hafa blóðnytjarnar farið fram í stóðum sem eru jafnframt nýtt til kjötframleiðslu. Það liggur í augum uppi að allur sá fjöldi bænda sem reisir afkomu sína á blóðnytjum og kjötframleiðslu myndu ekki halda þessum búskap áfram ef þeir sæju hryssur sínar þjást og veslast upp af blóðleysi eins og sumir andstæðingar greinarinnar hafa haldið fram. Fá notið náttúrulegs eðlis Síðast en ekki síst eru ekki mörg húsdýr sem í ríkari mæli fá notið þess að lifa í samræmi við eðli sitt, sbr. lagatilvitnunina hér í upphafi, en einmitt hryssur í blóðnytjunum. Blóðtökutímabilið ár hvert stendur yfir í um 12 vikur en úr hverri hryssu má í hæsta lagi taka blóð í átta skipti, eitt skipti í viku, þar fyrir utan fá þær notið síns náttúrulega atferlis. Höfundur er með meistarapróf í búfjárkynbóta- og stjórnsýslufræðum, hann var formaður nefndarinnar sem samdi frumvarpið til núgildandi laga um velferð dýra og er samskiptastjóri Ísteka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blóðmerahald Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Þingmanni svarað Fyrrum ráðherra Samfylkingarinnar, nú þingmaður og frambjóðandi flokksins í þriðja sæti í Suðvesturkjördæmi, Þórunn Sveinbjarnardóttir, birti grein hér á Vísi mánudaginn 18. nóvember sl., undir heitinu „Kjósum velferð dýra“. Í því sambandi fullyrði ég að enginn ærlegur maður kýs gegn velferð dýra, hitt er svo annað mál hvort kosið verði um velferð dýra. Færi svo er mikilvægt að til grundvallar umræðunni liggi réttar upplýsingar og þess vegna bregð ég hér niður penna. Þórunn vitnar til 1. gr. núgildandi laga um velferð dýra, lög nr. 55/2013, athyglisvert er samt að hún skuli ekki vitna til markmiða laganna í heild sinni. Þar sem tilvitnun Þórunnar sleppir koma nefnilega mikilvægar setningar sem voru mikil nýjung á sínum tíma. Þar segir: „ ... í ljósi þess að dýr eru skyni gæddar verur. Enn fremur er það markmið laganna að þau geti sýnt sitt eðlilega atferli eins og frekast er unnt.“ Í heild sinni hljómar 1. grein laganna, markmiðsgreinin, svo: „Markmið laga þessara er að stuðla að velferð dýra, þ.e. að þau séu laus við vanlíðan, hungur og þorsta, ótta og þjáningu, sársauka, meiðsli og sjúkdóma, í ljósi þess að dýr eru skyni gæddar verur. Enn fremur er það markmið laganna að þau geti sýnt sitt eðlilega atferli eins og frekast er unnt“. Frjáls í fjallasal Alþjóðleg umræða um velferð dýra hefur þroskast mikið á seinni árum, skilningur hefur aukist á að taka skuli mið af forsendum dýranna sjálfra. Þannig er títt rætt um það erlendis, „að hundurinn fái að vera hundur“ svo dæmi sé tekið. Þessa sjónarmiðs saknaði ég úr téðri grein Þórunnar sem leggur áherslu á að gæludýrahald hafi mannhverfan tilgang og snúist um hlutverk dýra í lífi mannsins. Það að dýrin séu skyni gæddar verur sem þurfa að geta lifað eigin lífi með sínum félögum, er þó engin nýjung, við sem stundum hrossakynbætur höfum alltaf gert okkur þetta ljóst. Einmitt þess vegna er lagt mikið á sig við t.d. að sleppa ræktunarhryssum á afrétt eða í annað sambærilegt víðlendi með folöldum sínum um leið og þær koma frá stóðhesti. Þar fá folaldshryssurnar notið þess að þjóna sínu náttúrulega eðli og folöldin læra að hegða sér innan stóðsins. Lærdómur sem er forsenda þess að seinni tíma nytjar gripanna gangi vel. Tækniframfarir Þingkonan gefur þeirri góðu nýjung; mjaltaþjónum, í hinum nútímalegu hátæknifjósum sem risið hafa víða um land, hina bestu umsögn. Þessi nýjung er hluti af hátæknilandbúnaði sem byggist á hagnýtingu búvísindanna. Annað er uppi á tengingnum þegar hún notar tvö önnur hugtök um hátæknilandbúnaðinn, nefnilega hugtökin „verksmiðjubú“ og „þauleldi“. Hvenær verður stórt og vel rekið bú, sem vissulega er jákvætt eins og Þórunn talar fallega um hátæknimjaltir, að hinu vonda verksmiðjubúi? Og hvenær verður landbúnaður, sem byggist á hagnýtingu nýjustu og bestu búvísinda, að neikvæðu þauleldi? Aðferðir sem létt hafa oki vinnu af bændum, bætt líðan og heilbrigði búfjárins sem best sést af minnkaðri tíðni sjúkdóma og bættu almennu búfjárhaldi. Þetta hefur gerst samfara stóraukinni matvælaframleiðslu sem fæðir milljarða jarðarbúa um leið og matvaran er nú gæðameiri og hefur í sér fólgið snarminnkað kolefnisfótspor. Þökk sé stórum og hagkvæmum framleiðslueiningum, þaulkynbættum búfjárstofnum og búfræðiþekkingu í allri meðferð þeirra. Ekki um vaxtarhormón að ræða Blóðnytjarnar sem fjöldi hrossabænda tekur þátt í víða um land í samstarfi við lyfjaefnaframleiðandann Ísteka eru vissulega mikilvægur hlekkur í þeirri keðju sem lífsnauðsynleg fæðuframleiðsla er í heiminum. Starfsemi Ísteka byggist á gagnreyndum vísindalegum aðferðun og á heimasíðu fyrirtækisins; www.isteka.is er mikinn fróðleik um allt þetta starf að finna. Þar er m.a. rakin uppgötvun og saga rannsókna á frjósemishormóninu eCG. Ástæða er til að vekja athygli á hugtakaruglingi í málflutningi Þórunnar, sem talar um vaxtarhormón. Frjósemishormón er ekki vaxtarhomón eins og hún sem og fleiri þingmenn hafa staglað á. Frjósemishormónið PMSG (lífvirka efni eCG) hefur afar fjölþætta virkni og er víða notað í landbúnaði fyrir ýmsar dýrategundir. Í svínarækt er það alls ekki notað til að fjölga grísum í hverju goti fram yfir það sem gyltunum er náttúrulegt enda væri slíkt dauðadæmt því fjöldi spena á gyltu er takmarkaður. Hormónið er notað til að hafa áhrif á frjósemi dýranna þannig að kjötframleiðslan sé jafnari en ella væri og svínabúin hagkvæmari í rekstri samhliða lækkun kolefnisspors. Um þetta má lesa nánar á heimasíðu Ísteka. Meðhöndlun hryssna við blóðtökur Þar er einnig að finna mikinn fróðleik um allar þær kröfur sem fyrirtækið gerir um dýravelferð og fjölmargt annað. Þingkonan heldur því hiklaust fram að hryssurnar líði þjáningar við blóðtökuna. Svo er ekki og þjónar staðdeyfing, svona rétt eins og þegar við mannfólkið förum til tannlæknis, m.a. því hlutverki að lágmarka óþægindi. Fyrirtækið leggur jafnframt mikla áherslu á gott vinnulag við blóðtökuna og gildir í þeim efnum sama grunnregla og við allt annað hrossarag; hnitmiðuð vinnubrögð, rósemi en um leið einbeitni og ákveðni. Bregði út af hvað þessi mál varðar er gripið til viðeigandi ráðstafana og er dýravelferðkerfi fyrirtækisins í sífelldri endurskoðun með það að markmiði að grípa betur frávik og beina í betri farveg. Blóðtakan, bæði magn og aðferð, er byggð á vísindalegum rannsóknum og rétt að hafa í huga að um stórgripi er að ræða sem vega fimm- til sjöfalt á við meðal manneskju. Sýnt hefur verið fram á með rannsóknum og áratuga reynslu bæði bænda og vísindamanna að folöld í blóðnytjastóðum þrífast vel og að hryssurnar eru frjósamar, hraustar og lifa lengi. Frá upphafi hafa blóðnytjarnar farið fram í stóðum sem eru jafnframt nýtt til kjötframleiðslu. Það liggur í augum uppi að allur sá fjöldi bænda sem reisir afkomu sína á blóðnytjum og kjötframleiðslu myndu ekki halda þessum búskap áfram ef þeir sæju hryssur sínar þjást og veslast upp af blóðleysi eins og sumir andstæðingar greinarinnar hafa haldið fram. Fá notið náttúrulegs eðlis Síðast en ekki síst eru ekki mörg húsdýr sem í ríkari mæli fá notið þess að lifa í samræmi við eðli sitt, sbr. lagatilvitnunina hér í upphafi, en einmitt hryssur í blóðnytjunum. Blóðtökutímabilið ár hvert stendur yfir í um 12 vikur en úr hverri hryssu má í hæsta lagi taka blóð í átta skipti, eitt skipti í viku, þar fyrir utan fá þær notið síns náttúrulega atferlis. Höfundur er með meistarapróf í búfjárkynbóta- og stjórnsýslufræðum, hann var formaður nefndarinnar sem samdi frumvarpið til núgildandi laga um velferð dýra og er samskiptastjóri Ísteka.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar