Viðskipti innlent

Til­kynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýri­vaxtalækkun

Kjartan Kjartansson skrifar
Íslandsbanki ríður á vaðið með lækkun vaxta eftir ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans í morgun.
Íslandsbanki ríður á vaðið með lækkun vaxta eftir ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans í morgun. Vísir/Vilhelm

Íslandsbanki ætlar að lækka óverðtryggða vexti á útlánum sínum um allt að 0,5 prósentustig í kjölfar ákvörðunar Seðlabankans um að lækka stýrivexti sína. Tilkynning Íslandsbanka var send út innan við stundarfjórðungi eftir að ákvörðun Seðlabankans var kynnt.

Breytilegir vextir óverðtryggðra húsnæðislána lækka um 0,5 prósentustig, jafnmikið og stýrivextir Seðlabankans. Fastir vextir til fimm ára á óverðtryggðum húsnæðislánum lækka um 0,4 stig og til þriggja ára um 0,1 stig. Vextir á yfirdráttarlánum lækka einnig um 0,5 prósentustig.

Á sama tíma ætlar Íslandsbanki að hækka vexti á verðtryggðum húsnæðislánum um 0,2 prósentustig og breytilega vexti á verðtryggðum húsnæðislánum um 0,3 stig.

Vextir bílalána og bílasamninga lækka um hálft prósentustig og óverðtryggðir kjörvextir Ergo sömuleiðis. Óverðtryggði kjörvextir lækka um 0,5 stig en verðtryggðir hækka um 0,3 stig.

Á innlánum lækka vextir á óverðtryggðum sparnaðarreikningum um 0,5 til 0,6 prósentustig en á verðtryggðum innlánum hækka þeir um allt að 0,3 stig.

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir

Stýrivextir halda áfram að lækka

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 50 punkta og fara þeir því úr því að vera 9 prósent í 8,5 prósent. Þetta er önnur stýrivaxtalækkunin í röð en með síðustu stýrivaxtaákvörðun í byrjun október voru vextirnir lækkaðir um 25 punkta og var það í fyrsta sinn síðan í árslok 2020 sem stýrivextir lækkuðu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×