100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 20. nóvember 2024 09:18 Vextir eru ekki bara tölur á blaði. Lágir vextir gera fjölskyldum kleift að blómstra, fyrirtækjum að fjárfesta og samfélögum að dafna. Ódýrara fjármagn veitir súrefni inn í hagkerfið, skapar tækifæri og hvetur til nýsköpunar. Í morgun lækkuðu vextir um 50 punkta eða 0,5%. Hjöðnun verðbólgu er á breiðum grunni og undirliggjandi verðbólga hefur einnig minnkað. Þá hafa verðbólguvæntingar almennt lækkað. Þó vaxtalækkanir Seðlabankans virðist oft teknar í hænuskrefum er það svo að fyrir hverja lækkun stýrivaxta um aðeins hálft prósent, lækka afborganir af 50 milljóna króna óverðtryggðu jafngreiðsluláni um 25 til 30 þúsund krónur á mánuði. Vextir á slíkum lánum eru í kringum 10,5 prósent sem sakir standa. Ef þessir sömu vextir lækka, svo dæmi sem tekið, niður í 8 prósent - eykst ráðstöfunarfé lántaka um 100 þúsund krónur á mánuði. Aðstæður til rösklegra vaxtalækkana hafa þegar skapast. Vonir standa til að vaxtalækkunarferli Seðlabankans muni halda áfram jafnt og þétt næstu mánuði, samfara því að ofhitnun vinnu- og húsnæðismarkaðar gengur til baka. En til þess að svo megi verða þarf að halda rétt á spöðunum. Heimsfaraldur og eldsumbrot hafa sannarlega reynt á efnahagslíf okkar undanfarin ár og ýtt undir hærri vexti en við getum sætt okkur við. Nú liggur hins vegar fyrir að við erum á réttri leið og getum gert enn betur. Kjósum áframhaldandi vaxtalækkanir Sjálfstæðisflokkurinn leggur nú höfuðáherslu á ábyrgð í ríkisfjármálum og hafnar aukinni skattheimtu. Aðalverkefni stjórnmálamanna er að skapa aðstæður sem draga úr almennum fjármagnskostnaði, að kjör heimila batni og rekstrarskilyrði fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum verði betri. Við viljum tryggja að hinn frjálsi markaður fái að njóta sín til fulls, við viljum styðja við okkar mikilvægustu atvinnugreinar og huga að því að hagkerfið vaxi með sjálfbærum hætti. Þetta eru öllu jöfnu þeir þættir sem við getum sjálf stjórnað. Nú blasir við að Viðreisn, flokkur sem hefur viljað skilgreina sig sem borgaralegan flokk á miðjunni, ætlar sér í samstarf með Samfylkingunni og saman ætla þessir flokkar að koma Íslandi í Evrópusambandið þar sem atvinnuleysi er í hæstu hæðum en hagvöxtur lélegur. Við blasir að eina leiðin til að koma í veg fyrir slíka ríkisstjórn er að Sjálfstæðisflokkurinn hljóti brautargengi í komandi kosningum. Við þekkjum af reynslunni að vinstri stjórn mun auka ríkisútgjöld, hækka skatta og ýta undir frekari verðbólguþrýsting - ýmist með aðgerðum eða aðgerðarleysi. Ekki þarf að leita langt til að finna dæmin. Stjórn vinstri flokkanna í Reykjavík hefur með misheppnaðri skipulagsstefnu til að mynda ýtt undir miklar hækkanir á húsnæðisverði með tilheyrandi dýrtíð fyrir venjulegt, vinnandi fólk. Ísland er í kjöraðstæðum nú til að skapa betri skilyrði fyrir stöðugleika með lágum vöxtum og lægri verðbólgu. Við erum á réttri leið og nú er tækifæri til að ná árangri. Förum ekki út af sporinu. Kjósum áframhaldandi vaxtalækkanir. Höfundur er ráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Seðlabankinn Fjármál heimilisins Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Vextir eru ekki bara tölur á blaði. Lágir vextir gera fjölskyldum kleift að blómstra, fyrirtækjum að fjárfesta og samfélögum að dafna. Ódýrara fjármagn veitir súrefni inn í hagkerfið, skapar tækifæri og hvetur til nýsköpunar. Í morgun lækkuðu vextir um 50 punkta eða 0,5%. Hjöðnun verðbólgu er á breiðum grunni og undirliggjandi verðbólga hefur einnig minnkað. Þá hafa verðbólguvæntingar almennt lækkað. Þó vaxtalækkanir Seðlabankans virðist oft teknar í hænuskrefum er það svo að fyrir hverja lækkun stýrivaxta um aðeins hálft prósent, lækka afborganir af 50 milljóna króna óverðtryggðu jafngreiðsluláni um 25 til 30 þúsund krónur á mánuði. Vextir á slíkum lánum eru í kringum 10,5 prósent sem sakir standa. Ef þessir sömu vextir lækka, svo dæmi sem tekið, niður í 8 prósent - eykst ráðstöfunarfé lántaka um 100 þúsund krónur á mánuði. Aðstæður til rösklegra vaxtalækkana hafa þegar skapast. Vonir standa til að vaxtalækkunarferli Seðlabankans muni halda áfram jafnt og þétt næstu mánuði, samfara því að ofhitnun vinnu- og húsnæðismarkaðar gengur til baka. En til þess að svo megi verða þarf að halda rétt á spöðunum. Heimsfaraldur og eldsumbrot hafa sannarlega reynt á efnahagslíf okkar undanfarin ár og ýtt undir hærri vexti en við getum sætt okkur við. Nú liggur hins vegar fyrir að við erum á réttri leið og getum gert enn betur. Kjósum áframhaldandi vaxtalækkanir Sjálfstæðisflokkurinn leggur nú höfuðáherslu á ábyrgð í ríkisfjármálum og hafnar aukinni skattheimtu. Aðalverkefni stjórnmálamanna er að skapa aðstæður sem draga úr almennum fjármagnskostnaði, að kjör heimila batni og rekstrarskilyrði fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum verði betri. Við viljum tryggja að hinn frjálsi markaður fái að njóta sín til fulls, við viljum styðja við okkar mikilvægustu atvinnugreinar og huga að því að hagkerfið vaxi með sjálfbærum hætti. Þetta eru öllu jöfnu þeir þættir sem við getum sjálf stjórnað. Nú blasir við að Viðreisn, flokkur sem hefur viljað skilgreina sig sem borgaralegan flokk á miðjunni, ætlar sér í samstarf með Samfylkingunni og saman ætla þessir flokkar að koma Íslandi í Evrópusambandið þar sem atvinnuleysi er í hæstu hæðum en hagvöxtur lélegur. Við blasir að eina leiðin til að koma í veg fyrir slíka ríkisstjórn er að Sjálfstæðisflokkurinn hljóti brautargengi í komandi kosningum. Við þekkjum af reynslunni að vinstri stjórn mun auka ríkisútgjöld, hækka skatta og ýta undir frekari verðbólguþrýsting - ýmist með aðgerðum eða aðgerðarleysi. Ekki þarf að leita langt til að finna dæmin. Stjórn vinstri flokkanna í Reykjavík hefur með misheppnaðri skipulagsstefnu til að mynda ýtt undir miklar hækkanir á húsnæðisverði með tilheyrandi dýrtíð fyrir venjulegt, vinnandi fólk. Ísland er í kjöraðstæðum nú til að skapa betri skilyrði fyrir stöðugleika með lágum vöxtum og lægri verðbólgu. Við erum á réttri leið og nú er tækifæri til að ná árangri. Förum ekki út af sporinu. Kjósum áframhaldandi vaxtalækkanir. Höfundur er ráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun