Landsliðsþjálfarar og starfsmenn HSÍ voru klæddir í fatnað frá Adidas þegar hópur kvennalandsliðsins fyrir EM var kynntur í síðustu viku. Ekkert var þó minnst á samstarf við Adidas á fundinum en í síðustu viku greindi HSÍ frá því að tuttugu ára samstarfi við Kempa væri lokið.
Óvissunni var loks eytt í dag þegar HSÍ tilkynnti að sambandið hefði samið við Adidas til fjögurra ára. Kvennalandsliðið mun spila fyrst í nýju búningunum í æfingaleikjum fyrir EM í næstu viku.