Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Kristján Már Unnarsson skrifar 20. nóvember 2024 11:50 Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, við heimili sitt í Bolungarvík Arnar Halldórsson Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi ráðherra og alþingismaður Vestfjarða og Norðvesturkjördæmis, krefst þess að samgönguyfirvöld skýri það undanbragðalaust fyrir komandi alþingiskosningar hversvegna vegaframkvæmdir í Gufudalssveit og á Dynjandisheiði stöðvuðust og hvort fjármunir, sem Alþingi hafði ráðstafað í verkin, hafi verið fluttir í Hornafjarðarfljót. „Samkvæmt gildandi samgönguáætlun átti að ljúka vegagerð og fjarðaþverunum í Gufudalssveit í fyrra og Dynjandisheiðinni nú í ár,“ segir Einar í grein í vestfirska héraðsmiðlinum Bæjarins besta. „Núna undir árslok 2024 er staðan hins vegar sú að enn er ólokið við að þvera Gufufjörð og Djúpafjörð í Gufudalssveitinni. Á Dynjandisheiðinni vantar herslumuninn; sjö kílómetrar eru enn óuppbyggðir og ómalbikaðir. Þetta er auðvitað gjörsamlega óviðunandi og óþolandi. Brýnt er því að upplýst verði hvernig á því í standi að ekki hafi tekist að ljúka þessum framkvæmdum á réttum tíma, sem þó voru gefin fyrirheit um fyrir aðeins fjórum, fimm árum.“ Brúasmíði yfir Gufufjörð og Djúpafjörð, hefur legið í salti. Hún er síðasti áfangi endurnýjunar Vestfjarðavegar um Gufudalssveit og er ætlað að leysa af veginn um Ódrjúgsháls.Egill Aðalsteinsson Einar spyr hvort fjármunir í Vestfjarðaveg hafi verið fluttir eitthvað annað og segir erfitt að hugsa til þess, sem haldið hefur verið fram, að það skýri tafir á verkunum. „Þetta hefur á hinn bóginn verið staðhæft á opinberum vettvangi. Til dæmis ítrekað í fréttum Stöðvar 2 nú nýverið, án þess að því hafi verið mótmælt, að fjármunir sem Alþingi hafi ákveðið að ættu að fara í Dynjandisheiði og Gufudalssveit hafi verið fluttir í stórframkvæmdir við Hornafjarðarfljót. Þetta er óþægileg tilhugsun og algjörlega óhjákvæmilegt að samgönguyfirvöld, Vegagerðin og ráðuneyti samgöngumála bregðist við og skýri það undanbragðalaust.“ Það var Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem fyrstur upplýsti um þessa tilfærslu fjármuna í þessu viðtali á Bylgjunni síðastliðið sumar: En Einar vill einnig svör um að það hvenær verkin verði boðin út og hvenær þeim lokið. Það þurfi að liggja fyrir áður en gengið er til kosninga. „Krafa okkar Vestfirðinga er sú að áður en gengið verði til alþingiskosninga 30. nóvember næstkomandi liggi það afdráttarlaust fyrir með opinberum hætti, að þessar mikilvægu samgöngubætur verði að veruleika svo fljótt sem verða má af tæknilegum ástæðum. Það er eiginlega ekki hægt að fara fram á neitt minna,“ segir Einar K. Guðfinnsson. „Það er ekki eftir neinu að bíða og frekari tafir á þessari framkvæmd eru ekki í boði,“ segir Bolvíkingurinn. Vegagerð Samgöngur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Reykhólahreppur Ísafjarðarbær Bolungarvík Vesturbyggð Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Fern ný jarðgöng verða undirbúin, Fossvogsbrú sett af stað og lykilvegir byggðir upp á Vestfjörðum og á Norðausturlandi. Breikkun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi frestast hins vegar, samkvæmt samgönguáætlun næsta árs, sem kynnt var í dag. 19. nóvember 2024 21:21 Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis segir í nefndaráliti að tvö verkefni á Vestfjörðum, á Dynjandisheiði og í Gufudalssveit, verði meðal veigamestu verkefna í vegagerð á næsta ári. Engin fyrirheit eru gefin um að hægt verði að fara á fullt í önnur ný stór verkefni árið 2025 en sagt að meira svigrúm skapist á árinu 2026. 14. nóvember 2024 22:33 Vestfirðingar segja ítrekuð svik í vegamálum óboðleg „Áætlunum kollvarpað og staðan óboðleg,” er fyrirsögn ályktunar stjórnar Vestfjarðastofu þar sem lýst er miklum vonbrigðum með þá stöðu sem enn og aftur sé komin upp í samgönguframkvæmdum í fjórðungnum. Segir að verið sé að svíkja ítrekuð loforð ráðherra og þingmanna um að þær nýframkvæmdir sem ættu núna að vera á lokastigi yrðu kláraðar eins fljótt og mögulegt væri. 28. júní 2024 14:36 Öll stór verkútboð liggja í salti hjá Vegagerðinni Útboð stórra verka hafa verið stopp hjá Vegagerðinni frá því síðastliðið haust og stefnir í að engar nýjar stórframkvæmdir hefjist á þessu ári. Helsta skýringin er sögð sú að áform um einkafjármögnun vegagerðar yfir Hornafjörð gengu ekki eftir og því þurfi að fjármagna hana úr öðrum verkefnum. 26. júní 2024 23:00 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
„Samkvæmt gildandi samgönguáætlun átti að ljúka vegagerð og fjarðaþverunum í Gufudalssveit í fyrra og Dynjandisheiðinni nú í ár,“ segir Einar í grein í vestfirska héraðsmiðlinum Bæjarins besta. „Núna undir árslok 2024 er staðan hins vegar sú að enn er ólokið við að þvera Gufufjörð og Djúpafjörð í Gufudalssveitinni. Á Dynjandisheiðinni vantar herslumuninn; sjö kílómetrar eru enn óuppbyggðir og ómalbikaðir. Þetta er auðvitað gjörsamlega óviðunandi og óþolandi. Brýnt er því að upplýst verði hvernig á því í standi að ekki hafi tekist að ljúka þessum framkvæmdum á réttum tíma, sem þó voru gefin fyrirheit um fyrir aðeins fjórum, fimm árum.“ Brúasmíði yfir Gufufjörð og Djúpafjörð, hefur legið í salti. Hún er síðasti áfangi endurnýjunar Vestfjarðavegar um Gufudalssveit og er ætlað að leysa af veginn um Ódrjúgsháls.Egill Aðalsteinsson Einar spyr hvort fjármunir í Vestfjarðaveg hafi verið fluttir eitthvað annað og segir erfitt að hugsa til þess, sem haldið hefur verið fram, að það skýri tafir á verkunum. „Þetta hefur á hinn bóginn verið staðhæft á opinberum vettvangi. Til dæmis ítrekað í fréttum Stöðvar 2 nú nýverið, án þess að því hafi verið mótmælt, að fjármunir sem Alþingi hafi ákveðið að ættu að fara í Dynjandisheiði og Gufudalssveit hafi verið fluttir í stórframkvæmdir við Hornafjarðarfljót. Þetta er óþægileg tilhugsun og algjörlega óhjákvæmilegt að samgönguyfirvöld, Vegagerðin og ráðuneyti samgöngumála bregðist við og skýri það undanbragðalaust.“ Það var Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem fyrstur upplýsti um þessa tilfærslu fjármuna í þessu viðtali á Bylgjunni síðastliðið sumar: En Einar vill einnig svör um að það hvenær verkin verði boðin út og hvenær þeim lokið. Það þurfi að liggja fyrir áður en gengið er til kosninga. „Krafa okkar Vestfirðinga er sú að áður en gengið verði til alþingiskosninga 30. nóvember næstkomandi liggi það afdráttarlaust fyrir með opinberum hætti, að þessar mikilvægu samgöngubætur verði að veruleika svo fljótt sem verða má af tæknilegum ástæðum. Það er eiginlega ekki hægt að fara fram á neitt minna,“ segir Einar K. Guðfinnsson. „Það er ekki eftir neinu að bíða og frekari tafir á þessari framkvæmd eru ekki í boði,“ segir Bolvíkingurinn.
Vegagerð Samgöngur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Reykhólahreppur Ísafjarðarbær Bolungarvík Vesturbyggð Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Fern ný jarðgöng verða undirbúin, Fossvogsbrú sett af stað og lykilvegir byggðir upp á Vestfjörðum og á Norðausturlandi. Breikkun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi frestast hins vegar, samkvæmt samgönguáætlun næsta árs, sem kynnt var í dag. 19. nóvember 2024 21:21 Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis segir í nefndaráliti að tvö verkefni á Vestfjörðum, á Dynjandisheiði og í Gufudalssveit, verði meðal veigamestu verkefna í vegagerð á næsta ári. Engin fyrirheit eru gefin um að hægt verði að fara á fullt í önnur ný stór verkefni árið 2025 en sagt að meira svigrúm skapist á árinu 2026. 14. nóvember 2024 22:33 Vestfirðingar segja ítrekuð svik í vegamálum óboðleg „Áætlunum kollvarpað og staðan óboðleg,” er fyrirsögn ályktunar stjórnar Vestfjarðastofu þar sem lýst er miklum vonbrigðum með þá stöðu sem enn og aftur sé komin upp í samgönguframkvæmdum í fjórðungnum. Segir að verið sé að svíkja ítrekuð loforð ráðherra og þingmanna um að þær nýframkvæmdir sem ættu núna að vera á lokastigi yrðu kláraðar eins fljótt og mögulegt væri. 28. júní 2024 14:36 Öll stór verkútboð liggja í salti hjá Vegagerðinni Útboð stórra verka hafa verið stopp hjá Vegagerðinni frá því síðastliðið haust og stefnir í að engar nýjar stórframkvæmdir hefjist á þessu ári. Helsta skýringin er sögð sú að áform um einkafjármögnun vegagerðar yfir Hornafjörð gengu ekki eftir og því þurfi að fjármagna hana úr öðrum verkefnum. 26. júní 2024 23:00 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Fern ný jarðgöng verða undirbúin, Fossvogsbrú sett af stað og lykilvegir byggðir upp á Vestfjörðum og á Norðausturlandi. Breikkun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi frestast hins vegar, samkvæmt samgönguáætlun næsta árs, sem kynnt var í dag. 19. nóvember 2024 21:21
Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis segir í nefndaráliti að tvö verkefni á Vestfjörðum, á Dynjandisheiði og í Gufudalssveit, verði meðal veigamestu verkefna í vegagerð á næsta ári. Engin fyrirheit eru gefin um að hægt verði að fara á fullt í önnur ný stór verkefni árið 2025 en sagt að meira svigrúm skapist á árinu 2026. 14. nóvember 2024 22:33
Vestfirðingar segja ítrekuð svik í vegamálum óboðleg „Áætlunum kollvarpað og staðan óboðleg,” er fyrirsögn ályktunar stjórnar Vestfjarðastofu þar sem lýst er miklum vonbrigðum með þá stöðu sem enn og aftur sé komin upp í samgönguframkvæmdum í fjórðungnum. Segir að verið sé að svíkja ítrekuð loforð ráðherra og þingmanna um að þær nýframkvæmdir sem ættu núna að vera á lokastigi yrðu kláraðar eins fljótt og mögulegt væri. 28. júní 2024 14:36
Öll stór verkútboð liggja í salti hjá Vegagerðinni Útboð stórra verka hafa verið stopp hjá Vegagerðinni frá því síðastliðið haust og stefnir í að engar nýjar stórframkvæmdir hefjist á þessu ári. Helsta skýringin er sögð sú að áform um einkafjármögnun vegagerðar yfir Hornafjörð gengu ekki eftir og því þurfi að fjármagna hana úr öðrum verkefnum. 26. júní 2024 23:00