Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Kjartan Kjartansson skrifar 20. nóvember 2024 12:30 Marine Le Pen í dómshúsi í París þar sem fjársvikamál á hendur henni og 24 öðrum félögum Þjóðfylkingarinnar var tekið fyrir fyrr í þessum mánuði. Vísir/EPA Marine Le Pen, leiðtogi hægriöfgaflokksins Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi, sakar saksóknara um að reyna að dæma hana til pólitísks dauða í fjársvikamáli á hendur henni. Þá hótar hún því að fella minnihlutastjórn Michels Barnier. Saksóknarar krefjast þess að Le Pen verði bannað að gegna opinberu embætti í fimm ár og verði dæmd í fimm ára fangelsi fyrir hennar þátt í meintum fjárdrætti Þjóðfylkingarinnar. Flokkurinn er ákærður fyrir að nota styrk frá Evrópusambandinu sem átti að fjármagna starf hans á Evrópuþinginu til þess að reka starfsemi flokksins í Frakklandi. Le Pen líkti þessu við pólitískan dauðadóm í viðtali í vikunni. Yrði hún fundin sek yrði orðspor hennar varanlega laskað jafnvel þótt hún fengi niðurstöðunni síðar hnekkt með áfrýjun. Dómur í málinu spillti fyrir væntanlegu framboði hennar til forseta árið 2027. „Þetta er algerlega svívirðileg refsing sem er ekki aðeins vandamál fyrir réttarríkið heldur einnig fyrir lýðræðið,“ sagði Le Pen sem sakaði saksóknara um að valda friðrofi. Þá hótaði Le Pen því að fella ríkisstjórn Barnier forsætisráðherra sem þarf að reiða sig á hlutleysi Þjóðfylkingarinnar á þingi. Hún sagðist telja að fjárlagafrumvarp Barnier tæki ekki nægilegt tillit til sjónarmiða flokks hennar um innflytjendur og framfærslukostnað almennings. Fyrirhuguð skattahækkun á rafmagn væru dropinn sem fyllti mælinn. „Forgangsmál okkar voru ekki að hækka skatta á einstaklinga eða frumkvöðla, ekki að láta ellilífeyrisþega borga og að skera kerfisbundið niður útgjöld ríkisins,“ sagði Le Pen sem ætlar að funda með Barnier í næstu viku. Stjórmálaskýrendur telja að málaferlin gegn Le Pen og Þjóðfylkingunni gætu flýtt áformum hennar um að fella ríkisstjórnina, að því er kemur fram í frétt Reuters. Frakkland Erlend sakamál Evrópusambandið Tengdar fréttir Meirihluti Frakka telur lýðræðið ekki virka Flestir svarendur skoðanakönnunar í Frakklandi sögðust telja að lýðræðið virkaði ekki og fjórðungur sagði að það væri ekki besta stjórnskipulagið sem völ væri á. Meira en helmingur svarenda sagði að það þyrfti „sterkt vald“ til að halda uppi lögum og rétti í landinu. 24. október 2024 08:29 Stóð af sér vantrauststillögu Vantrauststillaga franskra þingmanna á hendur Michel Barnier, forsætisráðherra Frakklands, var felld á þinginu í gær. Emmanuel Macron Frakklandsforseti skipaði Barnier forsætisráðherra í sumar en fyrir liggur að meirihlutastuðningur við Barnier er afar viðkvæmur á þinginu. 9. október 2024 13:56 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Sjá meira
Saksóknarar krefjast þess að Le Pen verði bannað að gegna opinberu embætti í fimm ár og verði dæmd í fimm ára fangelsi fyrir hennar þátt í meintum fjárdrætti Þjóðfylkingarinnar. Flokkurinn er ákærður fyrir að nota styrk frá Evrópusambandinu sem átti að fjármagna starf hans á Evrópuþinginu til þess að reka starfsemi flokksins í Frakklandi. Le Pen líkti þessu við pólitískan dauðadóm í viðtali í vikunni. Yrði hún fundin sek yrði orðspor hennar varanlega laskað jafnvel þótt hún fengi niðurstöðunni síðar hnekkt með áfrýjun. Dómur í málinu spillti fyrir væntanlegu framboði hennar til forseta árið 2027. „Þetta er algerlega svívirðileg refsing sem er ekki aðeins vandamál fyrir réttarríkið heldur einnig fyrir lýðræðið,“ sagði Le Pen sem sakaði saksóknara um að valda friðrofi. Þá hótaði Le Pen því að fella ríkisstjórn Barnier forsætisráðherra sem þarf að reiða sig á hlutleysi Þjóðfylkingarinnar á þingi. Hún sagðist telja að fjárlagafrumvarp Barnier tæki ekki nægilegt tillit til sjónarmiða flokks hennar um innflytjendur og framfærslukostnað almennings. Fyrirhuguð skattahækkun á rafmagn væru dropinn sem fyllti mælinn. „Forgangsmál okkar voru ekki að hækka skatta á einstaklinga eða frumkvöðla, ekki að láta ellilífeyrisþega borga og að skera kerfisbundið niður útgjöld ríkisins,“ sagði Le Pen sem ætlar að funda með Barnier í næstu viku. Stjórmálaskýrendur telja að málaferlin gegn Le Pen og Þjóðfylkingunni gætu flýtt áformum hennar um að fella ríkisstjórnina, að því er kemur fram í frétt Reuters.
Frakkland Erlend sakamál Evrópusambandið Tengdar fréttir Meirihluti Frakka telur lýðræðið ekki virka Flestir svarendur skoðanakönnunar í Frakklandi sögðust telja að lýðræðið virkaði ekki og fjórðungur sagði að það væri ekki besta stjórnskipulagið sem völ væri á. Meira en helmingur svarenda sagði að það þyrfti „sterkt vald“ til að halda uppi lögum og rétti í landinu. 24. október 2024 08:29 Stóð af sér vantrauststillögu Vantrauststillaga franskra þingmanna á hendur Michel Barnier, forsætisráðherra Frakklands, var felld á þinginu í gær. Emmanuel Macron Frakklandsforseti skipaði Barnier forsætisráðherra í sumar en fyrir liggur að meirihlutastuðningur við Barnier er afar viðkvæmur á þinginu. 9. október 2024 13:56 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Sjá meira
Meirihluti Frakka telur lýðræðið ekki virka Flestir svarendur skoðanakönnunar í Frakklandi sögðust telja að lýðræðið virkaði ekki og fjórðungur sagði að það væri ekki besta stjórnskipulagið sem völ væri á. Meira en helmingur svarenda sagði að það þyrfti „sterkt vald“ til að halda uppi lögum og rétti í landinu. 24. október 2024 08:29
Stóð af sér vantrauststillögu Vantrauststillaga franskra þingmanna á hendur Michel Barnier, forsætisráðherra Frakklands, var felld á þinginu í gær. Emmanuel Macron Frakklandsforseti skipaði Barnier forsætisráðherra í sumar en fyrir liggur að meirihlutastuðningur við Barnier er afar viðkvæmur á þinginu. 9. október 2024 13:56