Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 21. nóvember 2024 09:02 Forsenda þess að hægt sé að ganga í Evrópusambandið og taka upp evruna er að tekið verði á ríkisfjármálunum og stuðlað að ábyrgri hagstjórn. Þetta var á meðal þess sem fram kom í máli Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, í Forystusætinu í Ríkisútvarpinu fyrir helgi. Í sama viðtali vildi hún hins vegar aðspurð meina að slíkt væri hreinlega ekki hægt með krónuna sem gjaldmiðil þjóðarinnar! „Við getum ekkert tekið upp stöðugan gjaldmiðil ef það er allt í steik heima hjá okkur. Við verðum að ná tökum á ríkisfjármálunum, ábyrgri hagstjórn,“ sagði Þorgerður Katrín þannig í viðtalinu. Þetta væri grunnforsenda þess að hægt væri að setja inngöngu í Evrópusambandið og upptöku evru á dagskrá sem áður segir. „Við verðum fyrst að ná tökum á ríkisfjármálunum.“ Með öðrum orðum er það auðvitað hægt með krónunni. Snýst fyrst og síðast um hagstjórnina Vitanlega er það hárrétt hjá Þorgerði Katrínu að málið snýst fyrst og síðast um hagstjórnina. Ekki það hvaða gjaldmiðill er notaður. Hins vegar hentar Viðreisn pólitískt að sparka í krónuna og telja fólki trú um að ef aðeins yrði skipt um gjaldmiðill og annar tekinn upp, sem noetabene myndi seint endurspegla efnahagslegan veruleika á Íslandi eða taka mið af hagsmunum lands og þjóðar, yrði allt svo mikið, mikið betra. Hins vegar er það þannig í kokkabókum Viðreisnar að nokkurn veginn allt sem miður fer efnahagslega hér á landi er krónunni að kenna á meðan ekkert slíkt á evrusvæðinu er evrunni að kenna heldur hagstjórn evruríkjanna. Í hvorugu tilfelli er hins vegar gjaldmiðillinn sökudólgurinn heldur fyrst og fremst sú efnahagslega umgjörð sem honum hefur verið sköpuð. Ekki sízt sem fyrr segir hvernig haldið er á hagstjórninni. Hefðu getað dregið úr verðbólgunni Hitt er svo annað mál að sporin hræða þegar hagstjórn Viðreisnar er annars vegar. Ekki þarf annað en að horfa til Reykjavíkur í þeim efnum þar sem flokkurinn hefur verið við völd ásamt einkum Samfylkingunni og Pírötum undanfarin ár á meðan verðbólgan, sem nú er á hraðri leið niður, hefur geisað. Verðbólga sem umræddir flokkar bera mikla ábyrgð á vegna þeirrar stefnu að viðhalda miklum lóðaskorti í borginni. Helzti drifkraftur verðbólgunnar hér á landi hefur þannig verið aukinn húsnæðiskostnaður fyrir utan innflutta verðbólgu frá Evrópusambandinu framan af. Meirihlutinn í Reykjavík hefur beinlínis staðið gegn því að tryggt væri nægt framboð húsnæðis og ekki aðeins í höfuðborginni sjálfri heldur einnig í nágrannasveitarfélögunum í krafti úrelds samkomulags sem gert var 2015 um vaxtamörk höfuðborgarsvæðisins. Vilja eingöngu tala um vaxtastigið Hvað efnahagsástandið innan Evrópusambandsins annars varðar hefur það ekki beinlínis verið til að hrópa húrra yfir. Forystumenn Viðreisnar tala einungis um vaxtastigið á evrusvæðinu sem er alls ekki til marks um heilbrigt efnahagsástand. Þvert á móti hefur tilgangurinn með lágum vöxtum verið að reyna að koma stöðnuðu efnahagslífi svæðisins, með tilheyrandi skorti á hagvexti og miklu atvinnuleysi, í gang. Til að mynda hefur verið fjallað um vægast sagt bágt efnahagsástand innan Evrópusambandsins og ekki sízt evrusvæðisins í skýrslum fyrir sambandið sem birtar hafa verið á árinu. Nú síðast skýrslu eftir Mario Draghi, fyrrverandi seðlabankastjóra Evrópusambandsins, Mjög langur vegur er þannig frá því að innganga í sambandið væri skref fram á við í efnahagsmálum fyrir utan valdaframsalið sem hún fæli í sér. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Sjá meira
Forsenda þess að hægt sé að ganga í Evrópusambandið og taka upp evruna er að tekið verði á ríkisfjármálunum og stuðlað að ábyrgri hagstjórn. Þetta var á meðal þess sem fram kom í máli Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, í Forystusætinu í Ríkisútvarpinu fyrir helgi. Í sama viðtali vildi hún hins vegar aðspurð meina að slíkt væri hreinlega ekki hægt með krónuna sem gjaldmiðil þjóðarinnar! „Við getum ekkert tekið upp stöðugan gjaldmiðil ef það er allt í steik heima hjá okkur. Við verðum að ná tökum á ríkisfjármálunum, ábyrgri hagstjórn,“ sagði Þorgerður Katrín þannig í viðtalinu. Þetta væri grunnforsenda þess að hægt væri að setja inngöngu í Evrópusambandið og upptöku evru á dagskrá sem áður segir. „Við verðum fyrst að ná tökum á ríkisfjármálunum.“ Með öðrum orðum er það auðvitað hægt með krónunni. Snýst fyrst og síðast um hagstjórnina Vitanlega er það hárrétt hjá Þorgerði Katrínu að málið snýst fyrst og síðast um hagstjórnina. Ekki það hvaða gjaldmiðill er notaður. Hins vegar hentar Viðreisn pólitískt að sparka í krónuna og telja fólki trú um að ef aðeins yrði skipt um gjaldmiðill og annar tekinn upp, sem noetabene myndi seint endurspegla efnahagslegan veruleika á Íslandi eða taka mið af hagsmunum lands og þjóðar, yrði allt svo mikið, mikið betra. Hins vegar er það þannig í kokkabókum Viðreisnar að nokkurn veginn allt sem miður fer efnahagslega hér á landi er krónunni að kenna á meðan ekkert slíkt á evrusvæðinu er evrunni að kenna heldur hagstjórn evruríkjanna. Í hvorugu tilfelli er hins vegar gjaldmiðillinn sökudólgurinn heldur fyrst og fremst sú efnahagslega umgjörð sem honum hefur verið sköpuð. Ekki sízt sem fyrr segir hvernig haldið er á hagstjórninni. Hefðu getað dregið úr verðbólgunni Hitt er svo annað mál að sporin hræða þegar hagstjórn Viðreisnar er annars vegar. Ekki þarf annað en að horfa til Reykjavíkur í þeim efnum þar sem flokkurinn hefur verið við völd ásamt einkum Samfylkingunni og Pírötum undanfarin ár á meðan verðbólgan, sem nú er á hraðri leið niður, hefur geisað. Verðbólga sem umræddir flokkar bera mikla ábyrgð á vegna þeirrar stefnu að viðhalda miklum lóðaskorti í borginni. Helzti drifkraftur verðbólgunnar hér á landi hefur þannig verið aukinn húsnæðiskostnaður fyrir utan innflutta verðbólgu frá Evrópusambandinu framan af. Meirihlutinn í Reykjavík hefur beinlínis staðið gegn því að tryggt væri nægt framboð húsnæðis og ekki aðeins í höfuðborginni sjálfri heldur einnig í nágrannasveitarfélögunum í krafti úrelds samkomulags sem gert var 2015 um vaxtamörk höfuðborgarsvæðisins. Vilja eingöngu tala um vaxtastigið Hvað efnahagsástandið innan Evrópusambandsins annars varðar hefur það ekki beinlínis verið til að hrópa húrra yfir. Forystumenn Viðreisnar tala einungis um vaxtastigið á evrusvæðinu sem er alls ekki til marks um heilbrigt efnahagsástand. Þvert á móti hefur tilgangurinn með lágum vöxtum verið að reyna að koma stöðnuðu efnahagslífi svæðisins, með tilheyrandi skorti á hagvexti og miklu atvinnuleysi, í gang. Til að mynda hefur verið fjallað um vægast sagt bágt efnahagsástand innan Evrópusambandsins og ekki sízt evrusvæðisins í skýrslum fyrir sambandið sem birtar hafa verið á árinu. Nú síðast skýrslu eftir Mario Draghi, fyrrverandi seðlabankastjóra Evrópusambandsins, Mjög langur vegur er þannig frá því að innganga í sambandið væri skref fram á við í efnahagsmálum fyrir utan valdaframsalið sem hún fæli í sér. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun