Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Stefán Árni Pálsson skrifar 21. nóvember 2024 13:30 Sóley varð heimsmeistari um helgina. Vísir/einar „Taugakerfið fer í verkfall,“ segir heimsmeistarinn Sóley Margrét Jónsdóttir sem fagnaði sigri á HM í kraftlyftingum í Njarðvík um helgina. Veikindi eru fylgifiskur íþróttarinnar en Sóley setur stefnuna hátt. Sóley Margrét hlaut gull í bæði hnébeygju og bekkpressu en silfur í réttstöðulyftu þar sem hún bætti þó heimsmet í unglingaflokki. Samanlagt lyfti hún 710 kílóum í greinunum þremur sem dugði fyrir heimsmeistaratitlinum. Alls bætti hún heildarframmistöðu sína um 32 kíló frá því á EM í maí og segir árangurinn fram úr væntingum. „Væntingarnar voru aðeins undir þessu, ég viðurkenni það. Þetta kom smá á óvart,“ segir Sóley í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég var með há markmið, en þetta var kannski aðeins rúmlega. Þú verður alltaf að trúa því að lóðin séu að fara upp, annars fer þetta aldrei upp,“ segir Sóley og heldur áfram. „Maður er eftir sig eftir svona mót. Ég held ég hafi aldrei komið heim eftir mót og ekki fengið yfir 39 stiga hita. Taugakerfið fer í verkfall, það má segja það.“ Gat ekkert í handbolta Sóley var áður í handbolta en segir lyftingarnar hafa legið betur fyrir sér. „Ég var í handbolta í tíu ár og datt þarna inn á æfingu, fékk stjörnur í augun og fann alveg snemma að ég gæti orðið góð í þessu og féll fyrir þessu sporti strax. Ég var ekkert góð í handbolta,“ segir Sóley og hlær. „Ég stefni hæst í þessar íþrótt, punktur,“ segir Sóley en viðtalið við hana má sjá hér að neðan. Kraftlyftingar Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Sóley Margrét hlaut gull í bæði hnébeygju og bekkpressu en silfur í réttstöðulyftu þar sem hún bætti þó heimsmet í unglingaflokki. Samanlagt lyfti hún 710 kílóum í greinunum þremur sem dugði fyrir heimsmeistaratitlinum. Alls bætti hún heildarframmistöðu sína um 32 kíló frá því á EM í maí og segir árangurinn fram úr væntingum. „Væntingarnar voru aðeins undir þessu, ég viðurkenni það. Þetta kom smá á óvart,“ segir Sóley í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég var með há markmið, en þetta var kannski aðeins rúmlega. Þú verður alltaf að trúa því að lóðin séu að fara upp, annars fer þetta aldrei upp,“ segir Sóley og heldur áfram. „Maður er eftir sig eftir svona mót. Ég held ég hafi aldrei komið heim eftir mót og ekki fengið yfir 39 stiga hita. Taugakerfið fer í verkfall, það má segja það.“ Gat ekkert í handbolta Sóley var áður í handbolta en segir lyftingarnar hafa legið betur fyrir sér. „Ég var í handbolta í tíu ár og datt þarna inn á æfingu, fékk stjörnur í augun og fann alveg snemma að ég gæti orðið góð í þessu og féll fyrir þessu sporti strax. Ég var ekkert góð í handbolta,“ segir Sóley og hlær. „Ég stefni hæst í þessar íþrótt, punktur,“ segir Sóley en viðtalið við hana má sjá hér að neðan.
Kraftlyftingar Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira