Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar 21. nóvember 2024 10:47 Viðreisn fer víðreist þessa dagana í að dásama ESB og evruna sem lausn flestra vandamála sem steðja að á Íslandi. Við heyrum aftur á móti lítið um hvernig gengur hjá eina ríki Norðurlanda sem er bæði í ESB og með evru. Sannleikurinn er að síðasta áratug hefur hagvöxtur í Finnlandi verið lítill eða 1% að jafnaði á ári á sama tíma og hagvöxtur á Íslandi hefur verið 3,9% að jafnaði á ári. Á mannamáli þá þýðir þetta að lífskjör í Finnlandi dragast aftur úr t.d. Íslandi jafnt og þétt. Árið 2011 var kaupmáttur(PPP) á Íslandi og Finnlands sá sami á þennan mælikvarða en í dag(2023) hefur kaupáttur á Íslandi hækkað um 20% umfram Finnland. Samræmd verðbólga, samkvæmt Hagstofu, er 1% í Finnlandi og stýrivextir um 3,5% eða 3,5X verðbólgan. Á Íslandi eru stýrivextir 8,5% en samræmd verðbólga 3,4% eða 2,5X verðbólgan. Viðreisn talar um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi „viðræður“ við ESB með þann draum að hægt sé að semja sig frá regluverki sambandsins sem engum hefur tekist að gera eftir að reglunum var breytt áður en A-Evrópu var hleypt inn. Ástæðan er einfaldlega sú að ekki er hægt að taka við nýjum ríkjum sem hafa ekki klárað aðildarferlið með upptöku alls regluverks sambandsins mínus einhverjir gálgafrestir eða strangari reglur vegna verndunarsjónarmiða. Spurningin um „áframhaldandi aðildarviðræður og sjá samninginn í lokin“ er tóm þvæla enda segir Evrópusambandið sjálft að það sé ekki hægt að semja sig frá regluverki sambandsins og að sjálfsögðu „trúir“ Viðreisn ekki Evrópusambandinu því þá er öll tilvera Viðreisnar byggð á sandi. Fyrir liggur að núverandi umsóknarríki að ESB eru virkilega illa stödd á öllum sviðum og þau sjá ESB sem ákjósanlega leið til að byggja upp innviði á kostnað efnameiri ríkja ESB/EES eins og Ísland. Stjórnmálaflokkar á Ísland væri hollast að sinna sínum þjóðlegu skyldum en ekki setja alþjóðlegar skyldur í forgan sem yrði jú niðurstaðan með inngöngu í ESB. Það er annar flokkur sem ber að varast í ESB málum en það er núverandi eftirlíking Sjálfstæðisflokksins af gamla Sjálfstæðisflokknum en þessi eftirlíking er ekki treystandi fyrir horn í fullveldismálum frekar en Viðreisn. Höfundur er íslenskur ríkisborgari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Viðreisn fer víðreist þessa dagana í að dásama ESB og evruna sem lausn flestra vandamála sem steðja að á Íslandi. Við heyrum aftur á móti lítið um hvernig gengur hjá eina ríki Norðurlanda sem er bæði í ESB og með evru. Sannleikurinn er að síðasta áratug hefur hagvöxtur í Finnlandi verið lítill eða 1% að jafnaði á ári á sama tíma og hagvöxtur á Íslandi hefur verið 3,9% að jafnaði á ári. Á mannamáli þá þýðir þetta að lífskjör í Finnlandi dragast aftur úr t.d. Íslandi jafnt og þétt. Árið 2011 var kaupmáttur(PPP) á Íslandi og Finnlands sá sami á þennan mælikvarða en í dag(2023) hefur kaupáttur á Íslandi hækkað um 20% umfram Finnland. Samræmd verðbólga, samkvæmt Hagstofu, er 1% í Finnlandi og stýrivextir um 3,5% eða 3,5X verðbólgan. Á Íslandi eru stýrivextir 8,5% en samræmd verðbólga 3,4% eða 2,5X verðbólgan. Viðreisn talar um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi „viðræður“ við ESB með þann draum að hægt sé að semja sig frá regluverki sambandsins sem engum hefur tekist að gera eftir að reglunum var breytt áður en A-Evrópu var hleypt inn. Ástæðan er einfaldlega sú að ekki er hægt að taka við nýjum ríkjum sem hafa ekki klárað aðildarferlið með upptöku alls regluverks sambandsins mínus einhverjir gálgafrestir eða strangari reglur vegna verndunarsjónarmiða. Spurningin um „áframhaldandi aðildarviðræður og sjá samninginn í lokin“ er tóm þvæla enda segir Evrópusambandið sjálft að það sé ekki hægt að semja sig frá regluverki sambandsins og að sjálfsögðu „trúir“ Viðreisn ekki Evrópusambandinu því þá er öll tilvera Viðreisnar byggð á sandi. Fyrir liggur að núverandi umsóknarríki að ESB eru virkilega illa stödd á öllum sviðum og þau sjá ESB sem ákjósanlega leið til að byggja upp innviði á kostnað efnameiri ríkja ESB/EES eins og Ísland. Stjórnmálaflokkar á Ísland væri hollast að sinna sínum þjóðlegu skyldum en ekki setja alþjóðlegar skyldur í forgan sem yrði jú niðurstaðan með inngöngu í ESB. Það er annar flokkur sem ber að varast í ESB málum en það er núverandi eftirlíking Sjálfstæðisflokksins af gamla Sjálfstæðisflokknum en þessi eftirlíking er ekki treystandi fyrir horn í fullveldismálum frekar en Viðreisn. Höfundur er íslenskur ríkisborgari.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar