Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar 21. nóvember 2024 11:31 Alþingiskosningar eru tækifæri okkar allra til að móta samfélag okkar og framtíð. Í kosningum, tökum við þátt í að móta framtíð okkar og þeirra sem á eftir okkur koma. Við getum haft raunveruleg áhrif á hvernig geðheilbrigðismál, efnahagur og önnur mikilvæg málefni eru meðhöndluð til framtíðar. Staða geðheilbrigðismála og efnahags í landinu er háð þeim ákvörðunum sem teknar eru á Alþingi. Ef við viljum sjá raunverulegar breytingar, þá er ekki nóg að kjósa yfir okkur sömu ríkisstjórn og halda áfram að fleyta ofan af kerfi sem ekki virkar. Við þurfum að styrkja innviði og byggja kerfið upp frá grunni. Vextir og verðbólga, sem nú gera þjóðfélaginu róðurinn óbærilegan, verða að lækka.Tryggja verður að fólk geti búið við viðunandi lífsgæði án óheyrilegs álags. Lengja þarf fæðingarorlof til að tryggja órofna tengslamyndun barns og foreldris, og bæta verður aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu fyrir alla. Við þurfum að búa til samfélag þar sem við byggjum upp grunnkerfi sem skapar jöfn tækifæri og verndar öll, sérstaklega þau sem eru í viðkvæmri stöðu. Geðheilbrigðismál og fjölskylduvænt samfélag Við þurfum að bæta aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og vinna heildstætt að heilbrigði fólks og þar með samfélagsins alls. Til þess verður að stytta eða útiloka biðlista, en einnig að draga úr þörf fyrir þjónustu með því að styrkja þá innviði sem búa til heilbrigðari og stöðugri samfélag. Með því að lengja fæðingarorlof og tryggja að foreldrar geti verið til staðar fyrir börn sín, minnkum við einnig líkur á geðrænum vanda í framtíðinni. Órofin tengslamyndun barna við foreldra, þar sem foreldrarnir þurfa ekki að sligast undan fjárhagsáhyggjum í fæðingarorlofi, tryggir fjölskylduvænt samfélag. Við viljum samfélag þar sem ungmenni leiðast ekki í ofbeldi eða glæpi vegna félagslegra og efnahagslegra aðstæðna. Við byggjum einnig upp sterkari innviði með því að meta til launa og aðbúnaðar fólk sem sinnir störfum í heilbrigðis-, og menntakerfinu. Kjósa með framtíðina í huga Kjósið með það í huga að við eigum öll rétt á að búa í samfélagi sem byggir upp grunnkerfi sem stendur undir ólíkum þörfum okkar allra og ber hag okkar fyrir brjósti. Viðreisn er tilbúin að leggja sig fram við að byggja upp slíkt samfélag. Ef við viljum raunverulegar breytingar, þá verðum við að kjósa raunverulegar breytingar. Því það er svo sannarlega komin tími á breytingar! Kjósið Viðreisn! Höfundur skipar 9. sæti á framboðslista Viðreisnar fyrir NV kjördæmi og starfar sem deildarstjóri á leikskóla á Akranesi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Alþingiskosningar eru tækifæri okkar allra til að móta samfélag okkar og framtíð. Í kosningum, tökum við þátt í að móta framtíð okkar og þeirra sem á eftir okkur koma. Við getum haft raunveruleg áhrif á hvernig geðheilbrigðismál, efnahagur og önnur mikilvæg málefni eru meðhöndluð til framtíðar. Staða geðheilbrigðismála og efnahags í landinu er háð þeim ákvörðunum sem teknar eru á Alþingi. Ef við viljum sjá raunverulegar breytingar, þá er ekki nóg að kjósa yfir okkur sömu ríkisstjórn og halda áfram að fleyta ofan af kerfi sem ekki virkar. Við þurfum að styrkja innviði og byggja kerfið upp frá grunni. Vextir og verðbólga, sem nú gera þjóðfélaginu róðurinn óbærilegan, verða að lækka.Tryggja verður að fólk geti búið við viðunandi lífsgæði án óheyrilegs álags. Lengja þarf fæðingarorlof til að tryggja órofna tengslamyndun barns og foreldris, og bæta verður aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu fyrir alla. Við þurfum að búa til samfélag þar sem við byggjum upp grunnkerfi sem skapar jöfn tækifæri og verndar öll, sérstaklega þau sem eru í viðkvæmri stöðu. Geðheilbrigðismál og fjölskylduvænt samfélag Við þurfum að bæta aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og vinna heildstætt að heilbrigði fólks og þar með samfélagsins alls. Til þess verður að stytta eða útiloka biðlista, en einnig að draga úr þörf fyrir þjónustu með því að styrkja þá innviði sem búa til heilbrigðari og stöðugri samfélag. Með því að lengja fæðingarorlof og tryggja að foreldrar geti verið til staðar fyrir börn sín, minnkum við einnig líkur á geðrænum vanda í framtíðinni. Órofin tengslamyndun barna við foreldra, þar sem foreldrarnir þurfa ekki að sligast undan fjárhagsáhyggjum í fæðingarorlofi, tryggir fjölskylduvænt samfélag. Við viljum samfélag þar sem ungmenni leiðast ekki í ofbeldi eða glæpi vegna félagslegra og efnahagslegra aðstæðna. Við byggjum einnig upp sterkari innviði með því að meta til launa og aðbúnaðar fólk sem sinnir störfum í heilbrigðis-, og menntakerfinu. Kjósa með framtíðina í huga Kjósið með það í huga að við eigum öll rétt á að búa í samfélagi sem byggir upp grunnkerfi sem stendur undir ólíkum þörfum okkar allra og ber hag okkar fyrir brjósti. Viðreisn er tilbúin að leggja sig fram við að byggja upp slíkt samfélag. Ef við viljum raunverulegar breytingar, þá verðum við að kjósa raunverulegar breytingar. Því það er svo sannarlega komin tími á breytingar! Kjósið Viðreisn! Höfundur skipar 9. sæti á framboðslista Viðreisnar fyrir NV kjördæmi og starfar sem deildarstjóri á leikskóla á Akranesi.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun