Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar 21. nóvember 2024 13:02 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur farið mikinn á samfélagsmiðlinum X undanfarna daga þar sem hann amast við kynhlutlausu máli og vitnar m.a. í grein sína „Pólitísk skemmdarverk á íslenskri tungu,“ sem birtist fyrst í Morgunblaðinu 16. maí síðastliðinn. Hann vitnar í auglýsingar frá Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum í þessu samhengi þar sem stendur m.a. „öll velkomin“ og „farsæld fyrir öll“. Þetta kallar hann meinlega „woke“-afbökun íslenskunnar. Í áðurnefndri grein fjallar hann líka um nýyrði á borð við leghafa og þungunarrof og ég held það komi fáum á óvart, að Sigmundi Davíð finnst lítið varið í þau orð. Íslenska er indó-evrópskt tungumál og eitt megineinkenna indó-evrópskra tungumála er málfræðilegt kyn. Iðulega er talið að kynin í indó-evrópsku hafi verið tvö, annað yfir lifandi verur og hitt yfir dauða hluti. Íslenska karlkynið er í raun framhald af „lifandi kyninu“ (e. Animate gender) í indó-evrópsku. Þetta er málsögulega skýringin á því, hvers vegna hefð hefur verið fyrir því að nota karlkyn yfir óskilgreindan hóp fólks af öllum kynjum í íslensku. Tungumál þróast og þau taka breytingum, það er eðli tungumála að þróast og þau gera það mishratt og mismikið í einu. Íslenska er dæmi um tungumál sem almennt er talið að hafi tekið litlum breytingum frá landnámi Íslands, eða hvað? Ef Sigmundur Davíð ætti tímavél og ferðaðist til tíma Snorra Sturlusonar, myndu þeir að öllum líkindum ekki skilja hvor annan. Það eru til fjölmörg dæmi í íslensku, þar sem ekki aðeins einstaka orðum, heldur sagnbeygingum og nafnorðabeygingum (málfræði!), hefur vísvitandi verið breytt til fyrra horfs í pólitískum tilgangi. Tilgangurinn var að auka þjóðerniskennd meðal Íslendinga og efla sjálfstæðisbaráttuna. Fyrir u.þ.b. tveimur öldum þótti eðlilegt að segja „hann er hjá læknir“ og „sjáðu hellirinn!“ Það var meðvituð ákvörðun tekin um að breyta beygingarendinum í karlkynsorðum sem enda á -ir í nefnifalli á þann veg að þær samræmdust fornri beygingu. Ég nefni annað dæmi. Í íslensku enda sagnorð í germynd í öllum háttum og tíðum í 1. persónu fleirtölu á -um: við förum, við fórum, þóviðfærum o.s.frv. Í nútímamáli á þetta ekki við um miðmynd sagnorða sbr. við förumst, við fórumst, þó við færumst. Hins vegar var sú málbreyting gengin í garð, að -um endingin hafði færst aftan við miðmyndarendinguna og í íslensku eru enn merki um þetta, t.d. í kveðjunum sjáustum og heyrustum, sem heyrist aðallega hjá eldra fólki. Það var tekin meðvituð, pólitísk ákvörðun um að vinda ofan af þessu til þess að færa íslenskuna nær íslenskunni sem var töluð um landnám. Tungumál þróast nefnilega, en þau þróast ekki bara „náttúrulega“. Í þessu samhengi langar mig að tala um færeysku. Færeyska er það tungumál sem er líkast íslensku nútímamáli og Íslendingar eiga í litlum vandræðum með að lesa færeysku, þó svo að talmálið hafi breyst töluvert mikið. Það að Íslendingar eigi auðvelt með að lesa færeysku skýrist að miklu leyti af því að færeyskt ritmál er byggt á tillögum Jóns Sigurðssonar forseta (já, þeim eina sanna) og séra Hammershaimb um það hvernig ætti að rita færeysku. Færeyingar skrifa t.a.m. ð en bera það ekki fram, voru það pólitísk skemmdarverk? Færeyingar eru a.m.k. ekki á eitt sáttir um ð-ið. Í færeysku er óákveðna hvorugkynsfornafnið øll notað yfir blandaðan hóp fólks af öllum kynjum. Það er langt síðan þessi breyting gekk í garð og ég spyr því, voru 17. aldar Færeyingar „woke“? Það er mikilvægt að tala um staðreyndir og staðreyndirnar eru þessar: a) Það tungumál sem er næst íslenskunni notar hvorugkynsfornöfn um blandaðan hóp fólks, øll. Þetta er breyting frá fornmáli. b) Í íslensku hefur málfræði verið breytt vísvitandi og í pólitískum tilgangi. Auðvitað er kynhlutlaust mál pólitísk deiluefni, en ekki hvað? Í dag eru því miður til íslenskir stjórnmálamenn sem sjá svart þegar réttindi kvenna og hinsegin fólks eru rædd og tala með þeim hætti, að þeim finnist það hálf kjánalegt að þessir hópar séu að „ybba gogg“ (sbr. nýyrði Sigmundar Davíðs ybbar). Hvort sem Sigmundi Davíð líkar það betur eða verr tengjum við oft málfræðilegt karlkyn við karla, meðvitað eða ómeðvitað. Það er þess vegna sem mörgum konum og kvárum finnst að þau séu skilin út undan þegar fólk talar um „alla“ og „menn“. Ég bendi á að Eiríkur Rögnvaldsson hefur skrifað margar góðar greinar um akkúrat þetta, en ég vil halda mig við efni þessarar greinar, sem er pólitíkin í tungumálinu. Tilgangur kynhlutlauss máls er að sýna það með orðum, að maður stendur með jafnréttisbaráttu kvenna og hinsegin fólks, það er ekki mikið flóknara en það. Fólk getur svo deilt um það hvort það sé raunverulegur árangur fólgin í því. En það hvort fólk tileinkar sér kynhlutlaust mál eða ekki hefur mér að vitandi ekki gert það að verkum, að fólk gagnrýni þau sem hafa ekki tileinkað sér það. Það er ekkert launungarmál að það er rík hefð í íslensku fyrir því að nota karlkynið yfir blandaðan hóp fólks og ég hef ekki enn þá séð það gagnrýnt, kjósi fólk að halda því áfram. Það eru, enn sem komið er, bara tveir stjórnmálamenn sem hafa nefnt kynhlutlaust mál í sinni kosningabaráttu, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson. Ætli tilganginum með kynhlutlausu máli sé þá ekki að hluta til náð, að stuða kallakalla í stjórnmálum? En hvað sem fólki finnst um það, þá er það ofureinföldun að tala um pólitísk skemmdarverk eða afbökun, þegar tungumálið þróast í takt við samfélagið. Hvort sem Sigmundi Davíð líkar það betur eða verr eru til karlar og kvár með leg á Íslandi. Á Íslandi eru lög um kynrænt sjálfræði sem tryggir trans fólki þann rétt, að ráða yfir eigin kynskráningu. Orðið leghafi er íðorð, notað í lagatextum og í læknisfræðilegum tilgangi t.d. til að tryggja það, að karlar og kvár með leg njóti þeirra réttinda sem lagabálkurinn segir til um til jafns við konur. Það er ekki nokkur manneskja sem heldur því fram, að orðið leghafi eigi að koma í stað orðsins kona, það er bull. Sigmundur Davíð veit þetta alveg. Það er þess vegna ótrúlegt að horfa upp á það, að hann skuli nota viðkvæma stöðu trans fólks til að skora pólitísk stig hjá þeim allra fordómafyllstu. Tungumálið er mikilvægt tól, sérstaklega í opinberri umræðu á sviði stjórnmálanna og það hvernig við beitum því mun alltaf litast af því hvaða skoðanir við höfum. Tungumálið er nefnilega besta vopnið sem við eigum og það er ekki aðför gegn tungumálinu að sníða það að pólitískum hugðarefnum. Höfundur er íslenskufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Íslensk tunga Hinsegin Miðflokkurinn Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur farið mikinn á samfélagsmiðlinum X undanfarna daga þar sem hann amast við kynhlutlausu máli og vitnar m.a. í grein sína „Pólitísk skemmdarverk á íslenskri tungu,“ sem birtist fyrst í Morgunblaðinu 16. maí síðastliðinn. Hann vitnar í auglýsingar frá Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum í þessu samhengi þar sem stendur m.a. „öll velkomin“ og „farsæld fyrir öll“. Þetta kallar hann meinlega „woke“-afbökun íslenskunnar. Í áðurnefndri grein fjallar hann líka um nýyrði á borð við leghafa og þungunarrof og ég held það komi fáum á óvart, að Sigmundi Davíð finnst lítið varið í þau orð. Íslenska er indó-evrópskt tungumál og eitt megineinkenna indó-evrópskra tungumála er málfræðilegt kyn. Iðulega er talið að kynin í indó-evrópsku hafi verið tvö, annað yfir lifandi verur og hitt yfir dauða hluti. Íslenska karlkynið er í raun framhald af „lifandi kyninu“ (e. Animate gender) í indó-evrópsku. Þetta er málsögulega skýringin á því, hvers vegna hefð hefur verið fyrir því að nota karlkyn yfir óskilgreindan hóp fólks af öllum kynjum í íslensku. Tungumál þróast og þau taka breytingum, það er eðli tungumála að þróast og þau gera það mishratt og mismikið í einu. Íslenska er dæmi um tungumál sem almennt er talið að hafi tekið litlum breytingum frá landnámi Íslands, eða hvað? Ef Sigmundur Davíð ætti tímavél og ferðaðist til tíma Snorra Sturlusonar, myndu þeir að öllum líkindum ekki skilja hvor annan. Það eru til fjölmörg dæmi í íslensku, þar sem ekki aðeins einstaka orðum, heldur sagnbeygingum og nafnorðabeygingum (málfræði!), hefur vísvitandi verið breytt til fyrra horfs í pólitískum tilgangi. Tilgangurinn var að auka þjóðerniskennd meðal Íslendinga og efla sjálfstæðisbaráttuna. Fyrir u.þ.b. tveimur öldum þótti eðlilegt að segja „hann er hjá læknir“ og „sjáðu hellirinn!“ Það var meðvituð ákvörðun tekin um að breyta beygingarendinum í karlkynsorðum sem enda á -ir í nefnifalli á þann veg að þær samræmdust fornri beygingu. Ég nefni annað dæmi. Í íslensku enda sagnorð í germynd í öllum háttum og tíðum í 1. persónu fleirtölu á -um: við förum, við fórum, þóviðfærum o.s.frv. Í nútímamáli á þetta ekki við um miðmynd sagnorða sbr. við förumst, við fórumst, þó við færumst. Hins vegar var sú málbreyting gengin í garð, að -um endingin hafði færst aftan við miðmyndarendinguna og í íslensku eru enn merki um þetta, t.d. í kveðjunum sjáustum og heyrustum, sem heyrist aðallega hjá eldra fólki. Það var tekin meðvituð, pólitísk ákvörðun um að vinda ofan af þessu til þess að færa íslenskuna nær íslenskunni sem var töluð um landnám. Tungumál þróast nefnilega, en þau þróast ekki bara „náttúrulega“. Í þessu samhengi langar mig að tala um færeysku. Færeyska er það tungumál sem er líkast íslensku nútímamáli og Íslendingar eiga í litlum vandræðum með að lesa færeysku, þó svo að talmálið hafi breyst töluvert mikið. Það að Íslendingar eigi auðvelt með að lesa færeysku skýrist að miklu leyti af því að færeyskt ritmál er byggt á tillögum Jóns Sigurðssonar forseta (já, þeim eina sanna) og séra Hammershaimb um það hvernig ætti að rita færeysku. Færeyingar skrifa t.a.m. ð en bera það ekki fram, voru það pólitísk skemmdarverk? Færeyingar eru a.m.k. ekki á eitt sáttir um ð-ið. Í færeysku er óákveðna hvorugkynsfornafnið øll notað yfir blandaðan hóp fólks af öllum kynjum. Það er langt síðan þessi breyting gekk í garð og ég spyr því, voru 17. aldar Færeyingar „woke“? Það er mikilvægt að tala um staðreyndir og staðreyndirnar eru þessar: a) Það tungumál sem er næst íslenskunni notar hvorugkynsfornöfn um blandaðan hóp fólks, øll. Þetta er breyting frá fornmáli. b) Í íslensku hefur málfræði verið breytt vísvitandi og í pólitískum tilgangi. Auðvitað er kynhlutlaust mál pólitísk deiluefni, en ekki hvað? Í dag eru því miður til íslenskir stjórnmálamenn sem sjá svart þegar réttindi kvenna og hinsegin fólks eru rædd og tala með þeim hætti, að þeim finnist það hálf kjánalegt að þessir hópar séu að „ybba gogg“ (sbr. nýyrði Sigmundar Davíðs ybbar). Hvort sem Sigmundi Davíð líkar það betur eða verr tengjum við oft málfræðilegt karlkyn við karla, meðvitað eða ómeðvitað. Það er þess vegna sem mörgum konum og kvárum finnst að þau séu skilin út undan þegar fólk talar um „alla“ og „menn“. Ég bendi á að Eiríkur Rögnvaldsson hefur skrifað margar góðar greinar um akkúrat þetta, en ég vil halda mig við efni þessarar greinar, sem er pólitíkin í tungumálinu. Tilgangur kynhlutlauss máls er að sýna það með orðum, að maður stendur með jafnréttisbaráttu kvenna og hinsegin fólks, það er ekki mikið flóknara en það. Fólk getur svo deilt um það hvort það sé raunverulegur árangur fólgin í því. En það hvort fólk tileinkar sér kynhlutlaust mál eða ekki hefur mér að vitandi ekki gert það að verkum, að fólk gagnrýni þau sem hafa ekki tileinkað sér það. Það er ekkert launungarmál að það er rík hefð í íslensku fyrir því að nota karlkynið yfir blandaðan hóp fólks og ég hef ekki enn þá séð það gagnrýnt, kjósi fólk að halda því áfram. Það eru, enn sem komið er, bara tveir stjórnmálamenn sem hafa nefnt kynhlutlaust mál í sinni kosningabaráttu, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson. Ætli tilganginum með kynhlutlausu máli sé þá ekki að hluta til náð, að stuða kallakalla í stjórnmálum? En hvað sem fólki finnst um það, þá er það ofureinföldun að tala um pólitísk skemmdarverk eða afbökun, þegar tungumálið þróast í takt við samfélagið. Hvort sem Sigmundi Davíð líkar það betur eða verr eru til karlar og kvár með leg á Íslandi. Á Íslandi eru lög um kynrænt sjálfræði sem tryggir trans fólki þann rétt, að ráða yfir eigin kynskráningu. Orðið leghafi er íðorð, notað í lagatextum og í læknisfræðilegum tilgangi t.d. til að tryggja það, að karlar og kvár með leg njóti þeirra réttinda sem lagabálkurinn segir til um til jafns við konur. Það er ekki nokkur manneskja sem heldur því fram, að orðið leghafi eigi að koma í stað orðsins kona, það er bull. Sigmundur Davíð veit þetta alveg. Það er þess vegna ótrúlegt að horfa upp á það, að hann skuli nota viðkvæma stöðu trans fólks til að skora pólitísk stig hjá þeim allra fordómafyllstu. Tungumálið er mikilvægt tól, sérstaklega í opinberri umræðu á sviði stjórnmálanna og það hvernig við beitum því mun alltaf litast af því hvaða skoðanir við höfum. Tungumálið er nefnilega besta vopnið sem við eigum og það er ekki aðför gegn tungumálinu að sníða það að pólitískum hugðarefnum. Höfundur er íslenskufræðingur.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun